Aðalmeðferð vegna manndráps í Drangahrauni hafin Árni Sæberg skrifar 9. október 2023 09:25 Mennirnir tveir bjuggu í Drangahrauni 12 í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli Maciej Jakubs Talik, sem er ákærður fyrir að hafa orðið Jaroslaw Kaminski að bana þann 17. júní síðastliðinn, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Í ákærunni segir að Talik hafi aðfaranótt 17. júní svipt Kaminski, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni í Hafnarfirði, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Krefjast tuga milljóna króna Eiginkona hins látna og stjúpbarn hans gera miskabótakröfu upp á samanlagt sautján milljónir króna. Þá er gerð krafa upp á 36 milljónir króna vegna missis framfæranda. Auk þess hljóðar krafa upp á endurgreiðslu vegna útfararkostnaðar upp á 2,5 milljónir króna. Ákæruvaldið krefst þess að Talik verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Hann neitaði sök við þingfestingu málsins í síðasta mánuði. Hótaði að drepa meðleigjandann en ber fyrir sig sjálfsvörn Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Maciej í ágúst að hann bæri því við að hafa stungið Jaroslaw í sjálfsvörn. „þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðum sem hinn ákærði sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann hafnaði því í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa meint nokkuð með skilaboðunum. Teknar voru vitnaskýrslur af þremur manneskjum sem hann talaði við undir morgun þennan dag og lýstu þau öll því að hann hefði greint þeim frá því að hafa stungið Kaminski. Manndráp í Drangahrauni Hafnarfjörður Dómsmál Tengdar fréttir Tug milljóna króna bótakrafa en ákærði neitar sök 39 ára pólskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp í íbúð við Drangahrauni í Hafnarfirði í júní. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Ákærði neitar sök. 8. september 2023 15:47 Eiginkona mannsins sem fannst látinn í Hafnarfirði: „Þú varst mín trú á ástina“ Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði aðfaranótt 17. júní síðastliðinn hét Jaroslaw Kaminski og var pólskur ríkisborgari á fimmtugsaldri. Hann átti eiginkonu og stjúpbarn í Póllandi. 4. júlí 2023 15:16 Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Drangahraunsmálið: Sagðist ætla að drepa manninn og síðan hengja sig Maður sem grunaður er um að hafa banað Jaroslaw Kaminski í Drangahrauni í Hafnarfirði þann 17. júní segist hafa stungið hann í sjálfsvörn. Hann stakk Kaminski ítrekað og lýsti því yfir í skilaboðum að hann ætlaði að drepa hann. 22. ágúst 2023 12:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Sjá meira
Í ákærunni segir að Talik hafi aðfaranótt 17. júní svipt Kaminski, sem var meðleigjandi hans í Drangahrauni í Hafnarfirði, lífi með því að stinga hann fimm sinnum með hnífi í höfuð, háls og búk. Sárin voru á afturhluta hægri axlarinnar, á vinstri kinn, neðst á framanverðum hálsi, ofarlega á vinstri hlið brjóstins og í vinstri holhönd með sárgangi inn í hjartað. Krefjast tuga milljóna króna Eiginkona hins látna og stjúpbarn hans gera miskabótakröfu upp á samanlagt sautján milljónir króna. Þá er gerð krafa upp á 36 milljónir króna vegna missis framfæranda. Auk þess hljóðar krafa upp á endurgreiðslu vegna útfararkostnaðar upp á 2,5 milljónir króna. Ákæruvaldið krefst þess að Talik verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Hann neitaði sök við þingfestingu málsins í síðasta mánuði. Hótaði að drepa meðleigjandann en ber fyrir sig sjálfsvörn Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Maciej í ágúst að hann bæri því við að hafa stungið Jaroslaw í sjálfsvörn. „þessi vitleysingur, fyrst drep ég hann svo hengi ég mig“ stóð í textaskilaboðum sem hinn ákærði sendi rétt eftir miðnætti, aðfaranótt dagsins örlagaríka. Hann hafnaði því í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa meint nokkuð með skilaboðunum. Teknar voru vitnaskýrslur af þremur manneskjum sem hann talaði við undir morgun þennan dag og lýstu þau öll því að hann hefði greint þeim frá því að hafa stungið Kaminski.
Manndráp í Drangahrauni Hafnarfjörður Dómsmál Tengdar fréttir Tug milljóna króna bótakrafa en ákærði neitar sök 39 ára pólskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp í íbúð við Drangahrauni í Hafnarfirði í júní. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Ákærði neitar sök. 8. september 2023 15:47 Eiginkona mannsins sem fannst látinn í Hafnarfirði: „Þú varst mín trú á ástina“ Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði aðfaranótt 17. júní síðastliðinn hét Jaroslaw Kaminski og var pólskur ríkisborgari á fimmtugsaldri. Hann átti eiginkonu og stjúpbarn í Póllandi. 4. júlí 2023 15:16 Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42 Drangahraunsmálið: Sagðist ætla að drepa manninn og síðan hengja sig Maður sem grunaður er um að hafa banað Jaroslaw Kaminski í Drangahrauni í Hafnarfirði þann 17. júní segist hafa stungið hann í sjálfsvörn. Hann stakk Kaminski ítrekað og lýsti því yfir í skilaboðum að hann ætlaði að drepa hann. 22. ágúst 2023 12:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Sjá meira
Tug milljóna króna bótakrafa en ákærði neitar sök 39 ára pólskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp í íbúð við Drangahrauni í Hafnarfirði í júní. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Ákærði neitar sök. 8. september 2023 15:47
Eiginkona mannsins sem fannst látinn í Hafnarfirði: „Þú varst mín trú á ástina“ Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði aðfaranótt 17. júní síðastliðinn hét Jaroslaw Kaminski og var pólskur ríkisborgari á fimmtugsaldri. Hann átti eiginkonu og stjúpbarn í Póllandi. 4. júlí 2023 15:16
Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 18. júní 2023 13:42
Drangahraunsmálið: Sagðist ætla að drepa manninn og síðan hengja sig Maður sem grunaður er um að hafa banað Jaroslaw Kaminski í Drangahrauni í Hafnarfirði þann 17. júní segist hafa stungið hann í sjálfsvörn. Hann stakk Kaminski ítrekað og lýsti því yfir í skilaboðum að hann ætlaði að drepa hann. 22. ágúst 2023 12:49