Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.  Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um stríðsástandið í Ísrael og á Gasa-ströndinni. Þar hafa loftvarnaflautur ómað í morgun og Ísraelsher hefur gert árásir á Gasa.

Hópur Íslendinga sem staddur var í Jerúsalem þegar átökin hófust komst ekki frá Ísrael í morgun en til stendur að flytja fólkið heim í kvöld frá Jórdaníu.

Byggja þarf fimm þúsund íbúðir á ári á næstu árum til að mæta aukinni íbúðaþörf á landinu, samkvæmt nýrri greiningu sem við fjöllum um.

Einnig heyrum við í veðurfræðingi um vonskuveður sem gengur yfir landið og þá verður einnig rætt við Vöndu Sigurðardóttir formann KSÍ.

Í íþróttapakkanum verður fjallað um þjálfaramálin hjá Breiðabliki en um helgina bárust fregnir af brotthvarfi Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara. Þá fjöllum við um sögulegan körfuboltaleik sem fór fram í gær á Álftanesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×