Þetta fullyrðir bandaríski slúðurmiðillinn TMZ. Hinn margverðlaunaði rappari gaf nýverið út plötuna „For All the Dogs“ en hann segir að nú sé komið gott, í hið minnsta tímabundið.
„Ég þarf að einbeita mér að heilsunni. Þetta hafa verið ótrúleg vandræði sem ég hef átt með magann,“ segir rapparinn í útvarpsþætti sínum Table for One. Hann fór ekki í nánari útlistingar á heilsunni.
„Ég ætla að læsa dyrunum að stúdíóinu í einhverja stund. Kannski ár eða eitthvað. Kannski aðeins lengur,“ segir rapparinn. Hann hefur verið iðinn við kolann síðustu þrettán ár og gefið út níu plötur.