Mikil gleði ríkti meðal starfsmanna í ljósi tíðindanna en Play hafði betur gegn mörgum af þekktustu flugfélögum heims í kosningum miðilsins.
Tónlistarmaðurinn Aron Can og plötusnúðurinn Lil Curly léku fyrir dansi. Auk þess steig flugmaður félagsins, Alvar Nói Salsóla, á svið en hann er einnig meðlimur hljómsveitarinnar Séra Bjössi.















