Íslenski boltinn

Ekroth í Víkinni til 2026

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ekroth var sem klettur í vörn Víkinga í allt sumar.
Ekroth var sem klettur í vörn Víkinga í allt sumar. Vísir/Hulda Margrét

Oliver Ekroth, miðvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2026.

Ekroth er 31 árs gamall og kemur frá Svíþjóð. Hann gekk í raðir Víkings fyrir tímabilið 2022 eftir að hafa leikið allan sinn feril í heimalandinu. Hann lék með Degerfors IF í efstu deild þar í landi áður en hann söðlaði um og samdi við Víking.

Hann varð bikarmeistari á sínu fyrsta ári hér á landi og eftir nokkuð óstöðuga byrjun varð hann að flestra mati einn besti varnarmaður íslensku deildarinnar. Hann sannaði það endanlega í sumar þar sem Víkingur vann bæði deild og bikar.

Nú er ljóst að Ekroth verður áfram í Víkinni en félagið tilkynnti rétt í þessu að hann hefði samið til ársins 2026. Það er því ljóst




Fleiri fréttir

Sjá meira


×