„Ekki spurning. Jesús minn, já“ Hólmfríður Gísladóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 10. október 2023 06:55 Aldís sagðist sannarlega þakklát að vera komin heim. Vísir/Einar Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í Keflavík þegar vélin lenti og ræddi meðal annars við Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, sem hafði keyrt meðfram landamærunum að Gaza aðeins um fimmtán tímum áður en að árásirnar hófust. Aldís sagði í samtali við Kristínu að Íslendingarnir hefðu upplifað mikið þakklæti þegar þær fregnir bárust að til stæði að senda flugvél til að ná í þá og að rætt hefði verið hversu heppnir þeir væru. Það væri ekki alls staðar sem innviðir væru til staðar til að taka svona ákvörðun. „Nei, mér fannst það ekki,“ svaraði Aldís spurð að því hvort hún hefði fundið fyrir hræðslu í hópnum. „Við vorum auðvitað í Jerúsalem og þar var minna um aðgerðir, alla vegna sem við urðum vör við. Við heyrðum tvær þrjár sprengingar og sáum reyk stíga upp úr hverfum en mér leið ekki eins og við værum í beinni hættu. En við fórum ekkert út af hótelinu nema rétt svona í allra nánasta umhverfinu.“ Aldís sagði það hafa verið ótrúlega upplifun að sjá vél Icelandair í norðurljósalitunum á flugvellinum en það hefði líka verið mjög góð tilfinning að vera komin yfir landamærin frá Ísrael til Jórdaníu. Það væri mikill léttir að vera komin heim. „Ekki spurning. Jesús minn, já.“ Átök Ísraela og Palestínumanna Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í Keflavík þegar vélin lenti og ræddi meðal annars við Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, sem hafði keyrt meðfram landamærunum að Gaza aðeins um fimmtán tímum áður en að árásirnar hófust. Aldís sagði í samtali við Kristínu að Íslendingarnir hefðu upplifað mikið þakklæti þegar þær fregnir bárust að til stæði að senda flugvél til að ná í þá og að rætt hefði verið hversu heppnir þeir væru. Það væri ekki alls staðar sem innviðir væru til staðar til að taka svona ákvörðun. „Nei, mér fannst það ekki,“ svaraði Aldís spurð að því hvort hún hefði fundið fyrir hræðslu í hópnum. „Við vorum auðvitað í Jerúsalem og þar var minna um aðgerðir, alla vegna sem við urðum vör við. Við heyrðum tvær þrjár sprengingar og sáum reyk stíga upp úr hverfum en mér leið ekki eins og við værum í beinni hættu. En við fórum ekkert út af hótelinu nema rétt svona í allra nánasta umhverfinu.“ Aldís sagði það hafa verið ótrúlega upplifun að sjá vél Icelandair í norðurljósalitunum á flugvellinum en það hefði líka verið mjög góð tilfinning að vera komin yfir landamærin frá Ísrael til Jórdaníu. Það væri mikill léttir að vera komin heim. „Ekki spurning. Jesús minn, já.“
Átök Ísraela og Palestínumanna Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Sjá meira