„Ekki spurning. Jesús minn, já“ Hólmfríður Gísladóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 10. október 2023 06:55 Aldís sagðist sannarlega þakklát að vera komin heim. Vísir/Einar Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í Keflavík þegar vélin lenti og ræddi meðal annars við Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, sem hafði keyrt meðfram landamærunum að Gaza aðeins um fimmtán tímum áður en að árásirnar hófust. Aldís sagði í samtali við Kristínu að Íslendingarnir hefðu upplifað mikið þakklæti þegar þær fregnir bárust að til stæði að senda flugvél til að ná í þá og að rætt hefði verið hversu heppnir þeir væru. Það væri ekki alls staðar sem innviðir væru til staðar til að taka svona ákvörðun. „Nei, mér fannst það ekki,“ svaraði Aldís spurð að því hvort hún hefði fundið fyrir hræðslu í hópnum. „Við vorum auðvitað í Jerúsalem og þar var minna um aðgerðir, alla vegna sem við urðum vör við. Við heyrðum tvær þrjár sprengingar og sáum reyk stíga upp úr hverfum en mér leið ekki eins og við værum í beinni hættu. En við fórum ekkert út af hótelinu nema rétt svona í allra nánasta umhverfinu.“ Aldís sagði það hafa verið ótrúlega upplifun að sjá vél Icelandair í norðurljósalitunum á flugvellinum en það hefði líka verið mjög góð tilfinning að vera komin yfir landamærin frá Ísrael til Jórdaníu. Það væri mikill léttir að vera komin heim. „Ekki spurning. Jesús minn, já.“ Átök Ísraela og Palestínumanna Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í Keflavík þegar vélin lenti og ræddi meðal annars við Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, sem hafði keyrt meðfram landamærunum að Gaza aðeins um fimmtán tímum áður en að árásirnar hófust. Aldís sagði í samtali við Kristínu að Íslendingarnir hefðu upplifað mikið þakklæti þegar þær fregnir bárust að til stæði að senda flugvél til að ná í þá og að rætt hefði verið hversu heppnir þeir væru. Það væri ekki alls staðar sem innviðir væru til staðar til að taka svona ákvörðun. „Nei, mér fannst það ekki,“ svaraði Aldís spurð að því hvort hún hefði fundið fyrir hræðslu í hópnum. „Við vorum auðvitað í Jerúsalem og þar var minna um aðgerðir, alla vegna sem við urðum vör við. Við heyrðum tvær þrjár sprengingar og sáum reyk stíga upp úr hverfum en mér leið ekki eins og við værum í beinni hættu. En við fórum ekkert út af hótelinu nema rétt svona í allra nánasta umhverfinu.“ Aldís sagði það hafa verið ótrúlega upplifun að sjá vél Icelandair í norðurljósalitunum á flugvellinum en það hefði líka verið mjög góð tilfinning að vera komin yfir landamærin frá Ísrael til Jórdaníu. Það væri mikill léttir að vera komin heim. „Ekki spurning. Jesús minn, já.“
Átök Ísraela og Palestínumanna Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira