Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi að neðan.
Gestir fundarins verða þau Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og svo Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og Sveinn Agnarsson, formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins.
Lilja verður gestur fundarins klukkan 8:30 en þeir Páll Gunnar og Sveinn klukkan 9:10.
Samkeppniseftirlitið hefur mikið verið í fréttum síðustu mánuði, meðal annars vegna rannsókna á starfsemi flutningafyrirtækjanna Samskips og Eimskipa og athugunar á stjórnunar- og eignatengslum sjávarútvegsfyrirtækja.
Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.