Bjarni sá ellefti til að segja af sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2023 13:13 Guðmundur Árni Stefánsson, Björgvin G. Sigurðsson, Albert Guðmundsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen hafa öll sagt af sér ráðherraembætti. Bjarni Benediktsson er ellefti ráðherrann til að segja af sér embætti. Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér embætti undanfarinn áratug en sjö árin áttatíu og þrjú þar á undan frá því Hannes Hafstein varð fyrstur ráðherra árið 1904. Bjarni tilkynnti ákvörðun sína í morgun í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis að Bjarni hefði verið vanhæfur til að samþykkja söluna á Íslandsbanka í fyrra. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, var á meðal kaupenda í útboðinu í gegnum félagið Hafsilfur ehf. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í mars 2019. Það gerði hún í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar Sigríðar í stöður dómara við Landsrétt í lok árs 2017. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði af sér í apríl 2016 eftir umfjöllun um Panamaskjölin svokölluðu. Sigmundur var í Kastljósþætti spurður út í félag að nafni Wintris og gekk Sigmundur Davíð út úr viðtalinu. Hann reyndi að halda velli sem formaður Framsóknarflokksins en beið lægri hlut gegn Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsskoningu. Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðherra sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember 2014. Það gerði hún vegna Lekamálsins svonefnda. Þá hafði Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, lekið minnisbréf um hælisleitanda til fjölmiðla. Gísli Freyr neitaði lengi að hafa gert það en var á endanum sakfelldur í héraðsdómi og fékk átta mánaða skilorðsbundinn dóm. Ögmundur Jónasson baðst lausnar úr embætti heilbrigðisráðherra 2009 í kjölfar deilna hans og Samfylkingarfólks um málefni Icesave. Hann tók þó ári síðar við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, síðar innanríkisráðherra, í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Björgvin G. Sigurðsson var viðskiptaráðherra í hruninu haustið 2008. Hann sagði af sér í ársbyrjun 2009 nokkur áður en þáverandi ríkisstjórn fór frá. Hann sagðist hafa íhugað að segja af sér í lok september, þegar áform voru kynnt um yfirtöku ríkisins á Gltini. Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokki sagði af sér embætti sem menntamálaráðherra árið 2002 þegar hann varð oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2003. Árið 1994 sagði Guðmundur Árni Stefánsson af sér sem félagsmálaráðherra vegna máls sem tengdist skattsvikum þáverandi tryggingayfirlæknis. Hann gerði það í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans, en hann hafði þá þegar sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra lausnarbeiðni. Albert Guðmundsson sagði af sér sem ráðherra árið 1987 vegna mála tengdum Hafskipi. Albert hafði þegið greiðslur frá Hafskipi sem hann hafði ekki talið fram. Þorsteinn Pálsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Albert um að segja af sér í aðdraganda Alþingiskosninganna 1987. Albert bauð fram undir merkjum Borgaraflokksins og vann mikinn kosningasigur. Árið 1932 sagði Magnús Guðmundsson af sér sem dómsmálaráðherra eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa stuðlað að ólöglegri eignatilfærslu til heildsaka sem varð gjaldþrota. Hæstiréttur sýknaði síðar Magnús sem tók þá við ráðherraembættinu á ný. Fyrsti ráðherrann til að segja af sér á Íslandi var hins vegar Magnús Jónsson, ráðherra í ríkisstjórn Sigurðar Eggertz, sem sagði af sér árið 1923 í kjölfar ásakana um spillingu. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Einu sinni var... Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Bjarni tilkynnti ákvörðun sína í morgun í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis að Bjarni hefði verið vanhæfur til að samþykkja söluna á Íslandsbanka í fyrra. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, var á meðal kaupenda í útboðinu í gegnum félagið Hafsilfur ehf. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í mars 2019. Það gerði hún í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar Sigríðar í stöður dómara við Landsrétt í lok árs 2017. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði af sér í apríl 2016 eftir umfjöllun um Panamaskjölin svokölluðu. Sigmundur var í Kastljósþætti spurður út í félag að nafni Wintris og gekk Sigmundur Davíð út úr viðtalinu. Hann reyndi að halda velli sem formaður Framsóknarflokksins en beið lægri hlut gegn Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsskoningu. Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðherra sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember 2014. Það gerði hún vegna Lekamálsins svonefnda. Þá hafði Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, lekið minnisbréf um hælisleitanda til fjölmiðla. Gísli Freyr neitaði lengi að hafa gert það en var á endanum sakfelldur í héraðsdómi og fékk átta mánaða skilorðsbundinn dóm. Ögmundur Jónasson baðst lausnar úr embætti heilbrigðisráðherra 2009 í kjölfar deilna hans og Samfylkingarfólks um málefni Icesave. Hann tók þó ári síðar við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, síðar innanríkisráðherra, í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Björgvin G. Sigurðsson var viðskiptaráðherra í hruninu haustið 2008. Hann sagði af sér í ársbyrjun 2009 nokkur áður en þáverandi ríkisstjórn fór frá. Hann sagðist hafa íhugað að segja af sér í lok september, þegar áform voru kynnt um yfirtöku ríkisins á Gltini. Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokki sagði af sér embætti sem menntamálaráðherra árið 2002 þegar hann varð oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2003. Árið 1994 sagði Guðmundur Árni Stefánsson af sér sem félagsmálaráðherra vegna máls sem tengdist skattsvikum þáverandi tryggingayfirlæknis. Hann gerði það í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans, en hann hafði þá þegar sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra lausnarbeiðni. Albert Guðmundsson sagði af sér sem ráðherra árið 1987 vegna mála tengdum Hafskipi. Albert hafði þegið greiðslur frá Hafskipi sem hann hafði ekki talið fram. Þorsteinn Pálsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Albert um að segja af sér í aðdraganda Alþingiskosninganna 1987. Albert bauð fram undir merkjum Borgaraflokksins og vann mikinn kosningasigur. Árið 1932 sagði Magnús Guðmundsson af sér sem dómsmálaráðherra eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa stuðlað að ólöglegri eignatilfærslu til heildsaka sem varð gjaldþrota. Hæstiréttur sýknaði síðar Magnús sem tók þá við ráðherraembættinu á ný. Fyrsti ráðherrann til að segja af sér á Íslandi var hins vegar Magnús Jónsson, ráðherra í ríkisstjórn Sigurðar Eggertz, sem sagði af sér árið 1923 í kjölfar ásakana um spillingu.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Einu sinni var... Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira