Bjarni sá ellefti til að segja af sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2023 13:13 Guðmundur Árni Stefánsson, Björgvin G. Sigurðsson, Albert Guðmundsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen hafa öll sagt af sér ráðherraembætti. Bjarni Benediktsson er ellefti ráðherrann til að segja af sér embætti. Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér embætti undanfarinn áratug en sjö árin áttatíu og þrjú þar á undan frá því Hannes Hafstein varð fyrstur ráðherra árið 1904. Bjarni tilkynnti ákvörðun sína í morgun í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis að Bjarni hefði verið vanhæfur til að samþykkja söluna á Íslandsbanka í fyrra. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, var á meðal kaupenda í útboðinu í gegnum félagið Hafsilfur ehf. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í mars 2019. Það gerði hún í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar Sigríðar í stöður dómara við Landsrétt í lok árs 2017. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði af sér í apríl 2016 eftir umfjöllun um Panamaskjölin svokölluðu. Sigmundur var í Kastljósþætti spurður út í félag að nafni Wintris og gekk Sigmundur Davíð út úr viðtalinu. Hann reyndi að halda velli sem formaður Framsóknarflokksins en beið lægri hlut gegn Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsskoningu. Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðherra sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember 2014. Það gerði hún vegna Lekamálsins svonefnda. Þá hafði Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, lekið minnisbréf um hælisleitanda til fjölmiðla. Gísli Freyr neitaði lengi að hafa gert það en var á endanum sakfelldur í héraðsdómi og fékk átta mánaða skilorðsbundinn dóm. Ögmundur Jónasson baðst lausnar úr embætti heilbrigðisráðherra 2009 í kjölfar deilna hans og Samfylkingarfólks um málefni Icesave. Hann tók þó ári síðar við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, síðar innanríkisráðherra, í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Björgvin G. Sigurðsson var viðskiptaráðherra í hruninu haustið 2008. Hann sagði af sér í ársbyrjun 2009 nokkur áður en þáverandi ríkisstjórn fór frá. Hann sagðist hafa íhugað að segja af sér í lok september, þegar áform voru kynnt um yfirtöku ríkisins á Gltini. Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokki sagði af sér embætti sem menntamálaráðherra árið 2002 þegar hann varð oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2003. Árið 1994 sagði Guðmundur Árni Stefánsson af sér sem félagsmálaráðherra vegna máls sem tengdist skattsvikum þáverandi tryggingayfirlæknis. Hann gerði það í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans, en hann hafði þá þegar sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra lausnarbeiðni. Albert Guðmundsson sagði af sér sem ráðherra árið 1987 vegna mála tengdum Hafskipi. Albert hafði þegið greiðslur frá Hafskipi sem hann hafði ekki talið fram. Þorsteinn Pálsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Albert um að segja af sér í aðdraganda Alþingiskosninganna 1987. Albert bauð fram undir merkjum Borgaraflokksins og vann mikinn kosningasigur. Árið 1932 sagði Magnús Guðmundsson af sér sem dómsmálaráðherra eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa stuðlað að ólöglegri eignatilfærslu til heildsaka sem varð gjaldþrota. Hæstiréttur sýknaði síðar Magnús sem tók þá við ráðherraembættinu á ný. Fyrsti ráðherrann til að segja af sér á Íslandi var hins vegar Magnús Jónsson, ráðherra í ríkisstjórn Sigurðar Eggertz, sem sagði af sér árið 1923 í kjölfar ásakana um spillingu. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Einu sinni var... Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Sjá meira
Bjarni tilkynnti ákvörðun sína í morgun í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis að Bjarni hefði verið vanhæfur til að samþykkja söluna á Íslandsbanka í fyrra. Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, var á meðal kaupenda í útboðinu í gegnum félagið Hafsilfur ehf. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra í mars 2019. Það gerði hún í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar Sigríðar í stöður dómara við Landsrétt í lok árs 2017. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði af sér í apríl 2016 eftir umfjöllun um Panamaskjölin svokölluðu. Sigmundur var í Kastljósþætti spurður út í félag að nafni Wintris og gekk Sigmundur Davíð út úr viðtalinu. Hann reyndi að halda velli sem formaður Framsóknarflokksins en beið lægri hlut gegn Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsskoningu. Hanna Birna Kristjánsdóttir þáverandi innanríkisráðherra sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember 2014. Það gerði hún vegna Lekamálsins svonefnda. Þá hafði Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, lekið minnisbréf um hælisleitanda til fjölmiðla. Gísli Freyr neitaði lengi að hafa gert það en var á endanum sakfelldur í héraðsdómi og fékk átta mánaða skilorðsbundinn dóm. Ögmundur Jónasson baðst lausnar úr embætti heilbrigðisráðherra 2009 í kjölfar deilna hans og Samfylkingarfólks um málefni Icesave. Hann tók þó ári síðar við embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, síðar innanríkisráðherra, í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Björgvin G. Sigurðsson var viðskiptaráðherra í hruninu haustið 2008. Hann sagði af sér í ársbyrjun 2009 nokkur áður en þáverandi ríkisstjórn fór frá. Hann sagðist hafa íhugað að segja af sér í lok september, þegar áform voru kynnt um yfirtöku ríkisins á Gltini. Björn Bjarnason Sjálfstæðisflokki sagði af sér embætti sem menntamálaráðherra árið 2002 þegar hann varð oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2003. Árið 1994 sagði Guðmundur Árni Stefánsson af sér sem félagsmálaráðherra vegna máls sem tengdist skattsvikum þáverandi tryggingayfirlæknis. Hann gerði það í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættisverk hans, en hann hafði þá þegar sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra lausnarbeiðni. Albert Guðmundsson sagði af sér sem ráðherra árið 1987 vegna mála tengdum Hafskipi. Albert hafði þegið greiðslur frá Hafskipi sem hann hafði ekki talið fram. Þorsteinn Pálsson, þáverandi forsætisráðherra, bað Albert um að segja af sér í aðdraganda Alþingiskosninganna 1987. Albert bauð fram undir merkjum Borgaraflokksins og vann mikinn kosningasigur. Árið 1932 sagði Magnús Guðmundsson af sér sem dómsmálaráðherra eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa stuðlað að ólöglegri eignatilfærslu til heildsaka sem varð gjaldþrota. Hæstiréttur sýknaði síðar Magnús sem tók þá við ráðherraembættinu á ný. Fyrsti ráðherrann til að segja af sér á Íslandi var hins vegar Magnús Jónsson, ráðherra í ríkisstjórn Sigurðar Eggertz, sem sagði af sér árið 1923 í kjölfar ásakana um spillingu.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Einu sinni var... Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Sjá meira