Ætla að svara fyrir tapið gegn Lúxemborg: „Viljum sýna að þetta var slys“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. október 2023 22:45 Arnór Ingvi Traustason segir að allir í íslenska liðinu vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg fyrir rúmum mánuði síðan. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Lúxemborg í forkeppni EM 2024 á Laugardalsvelli á föstudaginn. Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason segir að liðið vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg fyrir rúmum mánuði síðan. Arnór er leikmaður Íslendingaliðs Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og segir hann að síðustu vikur hafi mátt hafa verið betri með félagsliði sínu. „Þær hafa verið ekki jafn góðar miðað við hverju við bjuggumst við. Við vorum á góðu skriði í ágúst og markmiðið var sett á að ná þessu fjórða sæti sem hefði gefið okkur Evrópusæti, en það er að fjarlægjast með hverjum leiknum. Við þurfum bara einhvernveginn að sætta okkur við það og klára þessa fjóra leiki sem eftir eru með höfuðið hátt,“ sagði Arnór í dag. Þrátt fyrir að gengið hjá félagsliðinu hafi ekki verið nógu gott undanfarið segist Arnór þó vera að mæta í toppstandi til leiks í komandi landsliðsverkefni. „Ég er góður. Ég er bara „fit“ og í góðu formi og allt það. Ég var í banni í síðasta leik en eins og ég segi er ég í góðu standi.“ Hann segir það einnig gott að koma heim til móts við landsliðið, skipta aðeins um gír og einbeita sér að landsliðinu í staðin fyrir að félagsliðinu. „Það er mjög gott að hitta strákana og koma í aðeins annað umhverfi og einhvernveginn annan fókus. Maður líður alltaf vel þegar maður hittir á landsliðið og það hlakkar í manni. Sérstaklega eftir svona törn eins og við erum búnir að vera að ganga í gegnum með félagsliðinu.“ „Þurfum að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima“ Eins og áður segir mætir íslenska liðið Lúxemborg á föstudaginn, en íslensku strákarnir máttu þola 3-1 tap er liðið heimsótti Lúxemborg fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Íslenska liðið svaraði tapinu þó með sigri gegn Bosníu nokkrum dögum síðar, en staða Íslands í riðlinum er ekki góð þar sem liðið er með sex stig í næst neðsta sæti eftir sex leiki. „Staðan er náttúrulega, eins og allir sjá, mjög erfið. Ég held að við þurfum að vinna alla leikina og þá er einhver stærfræðilegur möguleiki eftir. En við þurfum líka bara að hugsa til þess að það eru einhverjir leikir í mars líka þannig að við þurfum bara að taka einn leik í einu. Við eigum Lúxemborg næst og við þurfum bara að vinna þann leik og svo sjáum við til.“ Hann segir að íslenska liðið vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg í síðasta mánuði. „Já alveg klárlega. Og það er það sem við ætlum að gera. Það er hefndarhugur í okkur og við viljum sýna að við erum betri en þetta og þetta var slys.“ Hann bætir einnig við að stemningin í hópnum sé góð og að allir innan hans vilji leiðrétta tapið gegn Lúxemborg. „Við þurfum bara að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima.“ Innkoma Gylfa og Arons jákvæð Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í landsliðið eftir rúmlega tveggja ára fjarveru eftir að hann var handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Mál hans hefur síðan verið látið niður falla, en Aron Einar Gunnarsson er einnig að snúa aftur eftir meiðsli og Arnór segir það jákvætt að fá þessa reynslubolta aftur í liðið. „Það er mjög gott og gefur hópnum rosalega mikið. Við erum með ung lið og það gefur hópnum rosalega mikið að sjá menn eins og Gylfa og Aron vera að koma inn aftur. Ég held að það gefi okkur „boost“ og að menn leggji enn harðar að sér,“ sagði Arnór að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni Sjá meira
Arnór er leikmaður Íslendingaliðs Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni og segir hann að síðustu vikur hafi mátt hafa verið betri með félagsliði sínu. „Þær hafa verið ekki jafn góðar miðað við hverju við bjuggumst við. Við vorum á góðu skriði í ágúst og markmiðið var sett á að ná þessu fjórða sæti sem hefði gefið okkur Evrópusæti, en það er að fjarlægjast með hverjum leiknum. Við þurfum bara einhvernveginn að sætta okkur við það og klára þessa fjóra leiki sem eftir eru með höfuðið hátt,“ sagði Arnór í dag. Þrátt fyrir að gengið hjá félagsliðinu hafi ekki verið nógu gott undanfarið segist Arnór þó vera að mæta í toppstandi til leiks í komandi landsliðsverkefni. „Ég er góður. Ég er bara „fit“ og í góðu formi og allt það. Ég var í banni í síðasta leik en eins og ég segi er ég í góðu standi.“ Hann segir það einnig gott að koma heim til móts við landsliðið, skipta aðeins um gír og einbeita sér að landsliðinu í staðin fyrir að félagsliðinu. „Það er mjög gott að hitta strákana og koma í aðeins annað umhverfi og einhvernveginn annan fókus. Maður líður alltaf vel þegar maður hittir á landsliðið og það hlakkar í manni. Sérstaklega eftir svona törn eins og við erum búnir að vera að ganga í gegnum með félagsliðinu.“ „Þurfum að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima“ Eins og áður segir mætir íslenska liðið Lúxemborg á föstudaginn, en íslensku strákarnir máttu þola 3-1 tap er liðið heimsótti Lúxemborg fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Íslenska liðið svaraði tapinu þó með sigri gegn Bosníu nokkrum dögum síðar, en staða Íslands í riðlinum er ekki góð þar sem liðið er með sex stig í næst neðsta sæti eftir sex leiki. „Staðan er náttúrulega, eins og allir sjá, mjög erfið. Ég held að við þurfum að vinna alla leikina og þá er einhver stærfræðilegur möguleiki eftir. En við þurfum líka bara að hugsa til þess að það eru einhverjir leikir í mars líka þannig að við þurfum bara að taka einn leik í einu. Við eigum Lúxemborg næst og við þurfum bara að vinna þann leik og svo sjáum við til.“ Hann segir að íslenska liðið vilji svara fyrir tapið gegn Lúxemborg í síðasta mánuði. „Já alveg klárlega. Og það er það sem við ætlum að gera. Það er hefndarhugur í okkur og við viljum sýna að við erum betri en þetta og þetta var slys.“ Hann bætir einnig við að stemningin í hópnum sé góð og að allir innan hans vilji leiðrétta tapið gegn Lúxemborg. „Við þurfum bara að hysja upp um okkur buxurnar og vinna Lúxemborg hérna heima.“ Innkoma Gylfa og Arons jákvæð Gylfi Þór Sigurðsson snýr aftur í landsliðið eftir rúmlega tveggja ára fjarveru eftir að hann var handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Mál hans hefur síðan verið látið niður falla, en Aron Einar Gunnarsson er einnig að snúa aftur eftir meiðsli og Arnór segir það jákvætt að fá þessa reynslubolta aftur í liðið. „Það er mjög gott og gefur hópnum rosalega mikið. Við erum með ung lið og það gefur hópnum rosalega mikið að sjá menn eins og Gylfa og Aron vera að koma inn aftur. Ég held að það gefi okkur „boost“ og að menn leggji enn harðar að sér,“ sagði Arnór að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni Sjá meira