Erlent

Sam­komu­lag hefur náðst um þjóð­stjórn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Benny Gantz, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og helsti pólitíski andstæðingur hans hafa komist að samkomulagi um myndun þjóðstjórnar. Mennirnir tveir munu ásamt varnarmálaráðherra landsins sitja í sérstöku stríðsráði sem mun fara með stjórn hernaðarmála þar til stríðinu lýkur. Gantz er fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og Benny Gantz, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og helsti pólitíski andstæðingur hans hafa komist að samkomulagi um myndun þjóðstjórnar. Mennirnir tveir munu ásamt varnarmálaráðherra landsins sitja í sérstöku stríðsráði sem mun fara með stjórn hernaðarmála þar til stríðinu lýkur. Gantz er fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins. Getty/Amir Levy

Samkomulag hefur náðst milli Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Benny Gantz, pólitísks andstæðings hans og leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að stjórnmálabandalag hans Þjóðareiningarbandalagið gangi til liðs við ríkisstjórnina til að mynda þjóðstjórn.

Fram kemur í umfjöllun The Times of Israel að fámennt stríðsráð verði stofnað. Í því verður Gantz, Netanjahú og varnarmálaráðherrann Yoav Gantz. Verkefni ráðsins verður að stjórna hernaðaraðgerðum gegn Hamas.

Þá munu Gadi Eisenkot, fyrrverandi herforingi í ísraelska hernum og þingmaður, og Ron Dermer, ráðherra, vera áheyrnarfulltrúar í ráðinu.

Á meðan á stríðinu stendur munu fimm þingmenn Þjóðareiningarbandalagsins taka sæti í þjóðaröryggisráði. Það eru Gantz, Eisenkot, Gideon Sa'ar og tveir til viðbótar sem á eftir að velja.

Þá er eitt sæti til viðbótar í stríðsráðinu fyrir Yair Lapid, vinstrimann og stjórnarandstæðing, sem hefur tekið fyrir að ganga til liðs við ríkisstjórnina ef öfgahægriflokkarnir Religious Zionism og Otzma Yehudit verða þar áfram.

Þjóðþingið Knesset mun starfa mjög takmarkað á meðan á stríðinu stendur. Engin frumvörp verða tekin þar fyrir og engar þingsályktunartillögur sem ekki tengjast stríðinu sjálfu.


Tengdar fréttir

Vaktin: Gasa­ströndin orðin raf­magns­laus

Minnst 1.055 Palestínumenn hafa verið drepnir og 5.000 særst í stríðinu sem braust út í Ísrael og Palestínu á laugardag. Þá hafa minnst 1.200 Ísraelsmenn verið drepnir. Þetta er fimmti dagur stríðs á svæðinu og virðist það nú vera að breiðast út til nágrannalandanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×