Forsagan er sú að sóknarþjálfari Jets í dag, Nathaniel Hackett, var þjálfari Broncos í fyrra og gekk ekkert upp hjá honum. Arftaki hans með liðið, Sean Payton, sagði svo að frammistaða Hackett væri lélegasta þjálfaraframmistaða í sögu deildarinnar. Fast skotið.
Leikmenn Jets ákváðu að standa með sínum manni. Þeir þjöppuðu sér saman og unnu sætan sigur á Payton og lærisveinum hans.
„Fuck him and fuck them. Let´s win this for Hack,“ sagði CJ Uzomah, leikmaður Jets, fyrir leik og það gaf tóninn fyrir það sem koma skildi.
Lokasóknin fór ítarlega yfir þennan áhugaverða leik og má sjá umræðuna hér að neðan.