Af hverju erum við öll Almannavarnir? Í dag er alþjóðadagur um áhættuminnkun vegna hamfara Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir og Víðir Reynisson skrifa 13. október 2023 08:00 Árið 1989 útnefndi Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 13. október sem alþjóðlegan dag um áhættuminnkun vegna hamfara (International Day for Disaster Risk Reduction). Tilgangur þessa dags er að efla alþjóðlega vitund og þekkingu á hamförum og draga úr mögulegum afleiðingum þeirra á samfélög. Þannig geta samfélög um allan heim nýtt þennan dag til vitundarvakningar á mikilvægi áhættuminnkandi aðgerða, bæði verkfræðilegra aðgerða sem og félagslegra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og við eigum aðild að sáttmálum Sameinuðu þjóðanna. Einn þeirra er Sendai-rammaáætlunin sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu í mars 2015. Áætlunin gengur út á aðgerðir til að draga úr áhrifum hamfara 2015-2030 og styður hún við heimsmarkmiðin – markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Rammaáætlunin byggir á sjö meginmarkmiðum og má segja að áherslan sé annars vegar lögð á efnahags-, umhverfis- og félagslegar stoðir til að draga úr áhrifum vegna hamfara og hins vegar að stoðirnar nái til allra samfélagshópa og skilji enga eftir. Í 60 ára sögu almannavarnakerfisins á Íslandi hefur það staðið frammi fyrir margs konar áskorunum. Í grunninn hefur starfsemi Almannavarna þó ávallt snúist á einn eða annan hátt um fyrrnefnd markmið. Að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir það sem við getum komið í veg fyrir og draga eins mikið og við getum úr afleiðingum atburða sem ekki er hægt að koma í veg fyrir. Orsök atburða getur verið margskonar eins og við þekkjum, náttúruhamfarir, meiriháttar slys eða óhapp, heimsfaraldur eða áhrif loftlagsbreytinga. Samfélögum er veittur stuðningur til að takast á við afleiðingarnar og getur hann verið í formi verðmætabjörgunar, hreinsunarstarfs, upplýsingagjafar og sálfélagslegs stuðnings. Afleiðingar alvarlegra atburða reyna á svo til allt í samfélaginu. Þær reyna á okkur sem einstaklinga, sem fjölskyldur, sem starfsfólk á vinnumarkaði og á samfélagið í heild. Þær reyna á viðbragðskerfið en ekki einungis það, heldur líka á innviðina okkar, grunnþjónustuna og þá félagsþætti sem gerir okkur að samfélagi. Að takast á við þessar afleiðingar er langtímaverkefni margra aðila og til þess þarf bjargir og úthald. Þess vegna er svo mikilvægt að við höfum hugfast að „Við erum öll almannavarnir“. Það er ekki nóg að hefðbundnir viðbragðsaðilar geri áætlanir og noti þær, við þurfum öll sem samfélag að þekkja hættur, draga úr þeim og vita hvernig við ætlum að bregðast við þegar alvarlegir atburðir gerast. „Hvaða áhrif hefur rafmagnsleysi á starfsemina á mínum vinnustað?“ „Hvaða upplýsingum get ég treyst?“ „Hvernig bregðast skólar barna minna við ef skyndilega þarf að rýma?“ „Og ef barnið mitt er í hjólastól, er gert ráð fyrir því?“ Við þurfum að vita þetta. Til að þekkja hætturnar og vita hvernig við ætlum að bregðast við þeim þurfum við traustar upplýsingar, fræðslu og vettvang fyrir umfjöllun um varnir, viðbúnað og viðbragð við hamförum. Alþjóðadagur um áhættuminnkun vegna hamfara er mikilvæg árleg vitundarvakning. Í tengslum við þennan dag og að 60 ár séu liðin frá því Almannavarnir voru stofnaðar, mun Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra halda ráðstefnu þriðjudaginn 17. október kl. 13:00-16:30. Ráðstefnan ber heitið „Hvers vegna erum við öll almannavarnir og hver eru þessi öll?“ og verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar og fræðslu hjá AlmannavörnumVíðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almannavarnir Víðir Reynisson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Árið 1989 útnefndi Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 13. október sem alþjóðlegan dag um áhættuminnkun vegna hamfara (International Day for Disaster Risk Reduction). Tilgangur þessa dags er að efla alþjóðlega vitund og þekkingu á hamförum og draga úr mögulegum afleiðingum þeirra á samfélög. Þannig geta samfélög um allan heim nýtt þennan dag til vitundarvakningar á mikilvægi áhættuminnkandi aðgerða, bæði verkfræðilegra aðgerða sem og félagslegra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélaginu og við eigum aðild að sáttmálum Sameinuðu þjóðanna. Einn þeirra er Sendai-rammaáætlunin sem Sameinuðu þjóðirnar samþykktu í mars 2015. Áætlunin gengur út á aðgerðir til að draga úr áhrifum hamfara 2015-2030 og styður hún við heimsmarkmiðin – markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Rammaáætlunin byggir á sjö meginmarkmiðum og má segja að áherslan sé annars vegar lögð á efnahags-, umhverfis- og félagslegar stoðir til að draga úr áhrifum vegna hamfara og hins vegar að stoðirnar nái til allra samfélagshópa og skilji enga eftir. Í 60 ára sögu almannavarnakerfisins á Íslandi hefur það staðið frammi fyrir margs konar áskorunum. Í grunninn hefur starfsemi Almannavarna þó ávallt snúist á einn eða annan hátt um fyrrnefnd markmið. Að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir það sem við getum komið í veg fyrir og draga eins mikið og við getum úr afleiðingum atburða sem ekki er hægt að koma í veg fyrir. Orsök atburða getur verið margskonar eins og við þekkjum, náttúruhamfarir, meiriháttar slys eða óhapp, heimsfaraldur eða áhrif loftlagsbreytinga. Samfélögum er veittur stuðningur til að takast á við afleiðingarnar og getur hann verið í formi verðmætabjörgunar, hreinsunarstarfs, upplýsingagjafar og sálfélagslegs stuðnings. Afleiðingar alvarlegra atburða reyna á svo til allt í samfélaginu. Þær reyna á okkur sem einstaklinga, sem fjölskyldur, sem starfsfólk á vinnumarkaði og á samfélagið í heild. Þær reyna á viðbragðskerfið en ekki einungis það, heldur líka á innviðina okkar, grunnþjónustuna og þá félagsþætti sem gerir okkur að samfélagi. Að takast á við þessar afleiðingar er langtímaverkefni margra aðila og til þess þarf bjargir og úthald. Þess vegna er svo mikilvægt að við höfum hugfast að „Við erum öll almannavarnir“. Það er ekki nóg að hefðbundnir viðbragðsaðilar geri áætlanir og noti þær, við þurfum öll sem samfélag að þekkja hættur, draga úr þeim og vita hvernig við ætlum að bregðast við þegar alvarlegir atburðir gerast. „Hvaða áhrif hefur rafmagnsleysi á starfsemina á mínum vinnustað?“ „Hvaða upplýsingum get ég treyst?“ „Hvernig bregðast skólar barna minna við ef skyndilega þarf að rýma?“ „Og ef barnið mitt er í hjólastól, er gert ráð fyrir því?“ Við þurfum að vita þetta. Til að þekkja hætturnar og vita hvernig við ætlum að bregðast við þeim þurfum við traustar upplýsingar, fræðslu og vettvang fyrir umfjöllun um varnir, viðbúnað og viðbragð við hamförum. Alþjóðadagur um áhættuminnkun vegna hamfara er mikilvæg árleg vitundarvakning. Í tengslum við þennan dag og að 60 ár séu liðin frá því Almannavarnir voru stofnaðar, mun Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra halda ráðstefnu þriðjudaginn 17. október kl. 13:00-16:30. Ráðstefnan ber heitið „Hvers vegna erum við öll almannavarnir og hver eru þessi öll?“ og verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica. Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri endurreisnar og fræðslu hjá AlmannavörnumVíðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun