Enski boltinn

Roon­ey ráðinn knatt­spyrnu­stjóri Birming­ham City

Aron Guðmundsson skrifar
Wayne Rooney tekur við stöðu þjálfara Birmingham City
Wayne Rooney tekur við stöðu þjálfara Birmingham City Getty/Andrew Katsampes/ISI

Wayne Rooney hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska B-deildar liðsins Birmingham City. Frá þessu greinir félagið í tilkynningu á heimasíðu sinni.

Rooney, sem á dögunum sagði upp starfi sínu sem þjálfari bandaríska MLS liðsins D.C. United, skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við Birmingham City. 

Markar þetta skref endurkomu Rooney í enska boltann en fyrir starf sitt hjá D.C. United starfaði hann sem knattspyrnustjóri Derby County í sömu deild. 

Rooney þarf vart að kynna fyrir fótboltaáhugafólki. Hann á að baki glæstan leikmannaferil, bæði sem atvinnu- og landsliðsmaður með liðum á borð við Manchester United og Everton sem og landsliði Englands. 

Hann tekur við góðu búi af John Eustace hjá Birmingham City sem er sem stendur í umspilssæti í ensku B-deildinni. Nánar tiltekið 6. sæti með átján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×