Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 11. október 2023 13:30 Áform stjórnvalda um aðhald í ríkisrekstri eru ekki ný af nálinni og koma iðulega til tals í tengslum við fjárlagafrumvarp hvers tíma. En umræða um þau flýgur oft hærra þegar kjarasamningar eru á næsta leiti. Í yfirstandandi umræðu um aðhaldskröfur í ríkisfjármálum hafa ýmsir þættir verið nefndir, m.a. sameining stofnana, hagstæðari innkaup, lækkun ferðakostnaðar, betri nýting húsnæðis og loks aðhald í starfsmannamálum. Stjórnvöldum hættir þó til að setja áætlanir sínar fram með loðnum yfirlýsingum og jafnvel í hálfgerðum tilskipanastíl í stað þess að tala með skýrum hætti um inntak þeirra eða aðferðafræði. Hér getum við lært af öðrum þjóðum, einkum frændum okkar Norðmönnum. 6 milljónum NOK varið í að þjálfa stjórnendur Í Noregi hefur endurskipulagning stofnanakerfis ríkisins um langt árabil verið bundið sérstökum leikreglum í aðalkjarasamningi ríkisins og félaga opinberrra starfsmanna (Akademikerne, UNIO, YS Stat og LO-Stat). Við endurnýjun samningsins í maí 2022 var sýn aðila á mikilvægi samráðs og samvinnu við slíkar aðgerðir áréttuð. Þar er unnið út frá þeirri meginreglu að forsenda fyrir góðri þjónustu ríkisstofnana sé gott samstarf starfsfólks og stjórnenda um starfsemina og fyrirkomulag þjónustunnar. Undirstaðan er sameiginlegur skilningur á því að það sé öllum í hag að endurskipulagning og hagræðing í rekstri gangi eins vel fyrir sig og kostur er. Til að styrkja þekkingu og færni til samráðs og samvinnu gerir samningurinn ráð fyrir að 6 milljónum norskra króna verði, á samningstímanum, varið í þjálfun stjórnenda og fulltrúa samningsaðila opinberra starfsmanna hjá stofnunum. Þar að auki skuldbindur ríkið sig til að tryggja nauðsynlega starfsþróun svo mæta megi breyttum kröfum og fjármögnun úrræða með sem faglegustum hætti. Vönduð málsmeðferð er allra hagur Samningsaðilar eru sammála um að raunverulegt samráð sé til þess fallið að skapa grundvöll að farsælli málsmeðferð og slíkt skili bestum árangri fyrir alla aðila. Þá viðurkennir norska ríkið með samningnum að ávinningur felist í því að tryggja að sem flestir geti tekið þátt í atvinnulífinu og að vinna þurfi gegn því að starfsfólki sé ýtt út í tengslum við endurskipulagningu og inn í óvirk félagsleg úrrræði. Af samningstextanum er ljóst að aðilar hins opinbera vinnumarkaðar í Noregi hafa komið sér saman um að hagræðing í opinberum rekstri sé stöðugt ferli, sem hafi þarfir samfélagsins að leiðarljósi, en að sama skapi að slíkt ferli kalli á breytta og/eða nýja færni starfsfólks, nýjar gerðir stofnana, breytta forgangsröðun verkefna, meiri hreyfanleika og sveigjanleika. Aðferðafræðinni, sem áskilin er í samningnum, er svo ætlað að tryggja að raunhæfur árangur náist. BHM styður ábyrga meðferð sameiginlegra fjármuna en vanda þarf til verka BHM hefur skilning á því að stjórnvöld hafi ríkisfjármálin til stöðugar skoðunar og að á hverjum tíma þurfi að lýsa vandlega inn í rekstur ríkisstofnana til að tryggja ábyrga meðferð sameiginlegra fjármuna okkar. En um leið gerir bandalagið þá kröfu að vel sé vandað til verka þegar aðhaldskrafa í ríkisrekstri er framkvæmd. Í þeim efnum hvetur bandalagið stjórnvöld til þess að horfa til þeirra sem markað hafa faglega aðferðafræði við framkvæmd aðhaldsaðgerða, með það að markmiði að samfella sé tryggð í starfsemi stofnana og vandað sé til alls undirbúnings. Mikilvægt leiðarljós er að allar breytingarnar séu gerðar með það fyrir augum að áframhaldandi fagleg þjónusta hins opinbera sé tryggð. Samstarf og samráð við starfsfólk á öllum stigum verði tekið með í breytingarferlið, ekki síst stjórnendur ólíkra eininga. Tryggja þarf að ákvæðum laga sé fylgt, ferlar séu skýrir og unnir í samtali við stjórnendur. Í öllu breytingaferli er mikilvægt að viðurkenna þann mannauð sem er til staðar í stofnunum. Þekking og reynsla starfsfólks í opinberum rekstri er óáþreifanlegur auður sem mikilvægur er grunninnviðum samfélagsins. Miklu skiptir fyrir okkur öll að vel takist til í breytingarferli innan stofnanaflóru hins opinbera. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Stéttarfélög Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Áform stjórnvalda um aðhald í ríkisrekstri eru ekki ný af nálinni og koma iðulega til tals í tengslum við fjárlagafrumvarp hvers tíma. En umræða um þau flýgur oft hærra þegar kjarasamningar eru á næsta leiti. Í yfirstandandi umræðu um aðhaldskröfur í ríkisfjármálum hafa ýmsir þættir verið nefndir, m.a. sameining stofnana, hagstæðari innkaup, lækkun ferðakostnaðar, betri nýting húsnæðis og loks aðhald í starfsmannamálum. Stjórnvöldum hættir þó til að setja áætlanir sínar fram með loðnum yfirlýsingum og jafnvel í hálfgerðum tilskipanastíl í stað þess að tala með skýrum hætti um inntak þeirra eða aðferðafræði. Hér getum við lært af öðrum þjóðum, einkum frændum okkar Norðmönnum. 6 milljónum NOK varið í að þjálfa stjórnendur Í Noregi hefur endurskipulagning stofnanakerfis ríkisins um langt árabil verið bundið sérstökum leikreglum í aðalkjarasamningi ríkisins og félaga opinberrra starfsmanna (Akademikerne, UNIO, YS Stat og LO-Stat). Við endurnýjun samningsins í maí 2022 var sýn aðila á mikilvægi samráðs og samvinnu við slíkar aðgerðir áréttuð. Þar er unnið út frá þeirri meginreglu að forsenda fyrir góðri þjónustu ríkisstofnana sé gott samstarf starfsfólks og stjórnenda um starfsemina og fyrirkomulag þjónustunnar. Undirstaðan er sameiginlegur skilningur á því að það sé öllum í hag að endurskipulagning og hagræðing í rekstri gangi eins vel fyrir sig og kostur er. Til að styrkja þekkingu og færni til samráðs og samvinnu gerir samningurinn ráð fyrir að 6 milljónum norskra króna verði, á samningstímanum, varið í þjálfun stjórnenda og fulltrúa samningsaðila opinberra starfsmanna hjá stofnunum. Þar að auki skuldbindur ríkið sig til að tryggja nauðsynlega starfsþróun svo mæta megi breyttum kröfum og fjármögnun úrræða með sem faglegustum hætti. Vönduð málsmeðferð er allra hagur Samningsaðilar eru sammála um að raunverulegt samráð sé til þess fallið að skapa grundvöll að farsælli málsmeðferð og slíkt skili bestum árangri fyrir alla aðila. Þá viðurkennir norska ríkið með samningnum að ávinningur felist í því að tryggja að sem flestir geti tekið þátt í atvinnulífinu og að vinna þurfi gegn því að starfsfólki sé ýtt út í tengslum við endurskipulagningu og inn í óvirk félagsleg úrrræði. Af samningstextanum er ljóst að aðilar hins opinbera vinnumarkaðar í Noregi hafa komið sér saman um að hagræðing í opinberum rekstri sé stöðugt ferli, sem hafi þarfir samfélagsins að leiðarljósi, en að sama skapi að slíkt ferli kalli á breytta og/eða nýja færni starfsfólks, nýjar gerðir stofnana, breytta forgangsröðun verkefna, meiri hreyfanleika og sveigjanleika. Aðferðafræðinni, sem áskilin er í samningnum, er svo ætlað að tryggja að raunhæfur árangur náist. BHM styður ábyrga meðferð sameiginlegra fjármuna en vanda þarf til verka BHM hefur skilning á því að stjórnvöld hafi ríkisfjármálin til stöðugar skoðunar og að á hverjum tíma þurfi að lýsa vandlega inn í rekstur ríkisstofnana til að tryggja ábyrga meðferð sameiginlegra fjármuna okkar. En um leið gerir bandalagið þá kröfu að vel sé vandað til verka þegar aðhaldskrafa í ríkisrekstri er framkvæmd. Í þeim efnum hvetur bandalagið stjórnvöld til þess að horfa til þeirra sem markað hafa faglega aðferðafræði við framkvæmd aðhaldsaðgerða, með það að markmiði að samfella sé tryggð í starfsemi stofnana og vandað sé til alls undirbúnings. Mikilvægt leiðarljós er að allar breytingarnar séu gerðar með það fyrir augum að áframhaldandi fagleg þjónusta hins opinbera sé tryggð. Samstarf og samráð við starfsfólk á öllum stigum verði tekið með í breytingarferlið, ekki síst stjórnendur ólíkra eininga. Tryggja þarf að ákvæðum laga sé fylgt, ferlar séu skýrir og unnir í samtali við stjórnendur. Í öllu breytingaferli er mikilvægt að viðurkenna þann mannauð sem er til staðar í stofnunum. Þekking og reynsla starfsfólks í opinberum rekstri er óáþreifanlegur auður sem mikilvægur er grunninnviðum samfélagsins. Miklu skiptir fyrir okkur öll að vel takist til í breytingarferli innan stofnanaflóru hins opinbera. Höfundur er formaður BHM.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun