Byggt og byggt á Kirkjubæjarklaustri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2023 20:31 Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps, sem er kátur og hress með nýju byggingarnar á Kirkjubæjarklaustri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Átta nýjar íbúðir eru nú í byggingu á Kirkjubæjarklaustri enda mikil vöntun á húsnæði á staðnum. Það eru heilmikil umsvif í Skaftárhreppi og alltaf eitthvað nýtt að gerast, ekki síst í kringum ferðaþjónustu. Næga atvinnu er að hafa í sveitarfélaginu og það vantar starfsfólk til ýmissa starfa. Oddvitinn er að vonum ánægður með að nú sé verið að byggja á tveimur stöðum á Kirkjubæjarklaustri átta íbúðir. „Það er öllum samfélögum hollt að byggja upp og endurnýja og byggja til framtíðar. Það er jafn mikilvægt fyrir okkur eins og alla aðra alls staðar á landinu. Nú kemur í ljós hvort nýju íbúðirnar seljist, seljendurnir sjá um það, það kemur í ljós hvernig það gengur,” segir Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps. Það eru tveir verktakar á Klaustri að byggja nýju húsin. „Ég er að byggja parhús, tveggja íbúða parhús. Það standa vonir til þess að önnur íbúðin sé seld og ég trúi ekki öðru en að hin seljst líka því það er svo gott að vera á Klaustri og hérna vantar okkur vinnandi hendur,” segir Björn Helgi Snorrason, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri. Björn Helgi Snorrason byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri við parhúsið, sem hann er að byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Íbúðirnar eru í þremur stærðum, 100 fermetra, 90 fermetra og 80 fermetra,” segir Böðvar Pétursson, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri og tekur fram að mikil vöntun sé á húsnæði á staðnum. „Það er það. Það er eins og fyrir okkur bara að fá starfsmenn í vinnu er mjög erfitt því að það vantar húsnæði fyrir þá.” Böðvar er ekki í vafa um að íbúðirnar seljist allir enda sé svo fallegt og friðsælt að búa á Kirkjubæjarklaustri, svo ekki sé minnst á veðrið, sem hann segir alltaf gott. Böðvar Pétursson byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri, sem er að er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson En er íbúum í Skaftárhreppi að fjölga eða fækka? „Okkur fjölgar heldur frekar en hitt núna undanfarin ár. Það er talsvert mikil fjölgun núna á undanförnum árum,” segir Jóhannes. En þetta er glæsilegt og flott sveitarfélag, er það ekki? „Það hefur verið talið það hingað til já en hverjum þykir sinn fugl fagur. Við skulum hafa það á hreinu líka," segir oddvitinn. Skaftárhreppur Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Það eru heilmikil umsvif í Skaftárhreppi og alltaf eitthvað nýtt að gerast, ekki síst í kringum ferðaþjónustu. Næga atvinnu er að hafa í sveitarfélaginu og það vantar starfsfólk til ýmissa starfa. Oddvitinn er að vonum ánægður með að nú sé verið að byggja á tveimur stöðum á Kirkjubæjarklaustri átta íbúðir. „Það er öllum samfélögum hollt að byggja upp og endurnýja og byggja til framtíðar. Það er jafn mikilvægt fyrir okkur eins og alla aðra alls staðar á landinu. Nú kemur í ljós hvort nýju íbúðirnar seljist, seljendurnir sjá um það, það kemur í ljós hvernig það gengur,” segir Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps. Það eru tveir verktakar á Klaustri að byggja nýju húsin. „Ég er að byggja parhús, tveggja íbúða parhús. Það standa vonir til þess að önnur íbúðin sé seld og ég trúi ekki öðru en að hin seljst líka því það er svo gott að vera á Klaustri og hérna vantar okkur vinnandi hendur,” segir Björn Helgi Snorrason, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri. Björn Helgi Snorrason byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri við parhúsið, sem hann er að byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Íbúðirnar eru í þremur stærðum, 100 fermetra, 90 fermetra og 80 fermetra,” segir Böðvar Pétursson, byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri og tekur fram að mikil vöntun sé á húsnæði á staðnum. „Það er það. Það er eins og fyrir okkur bara að fá starfsmenn í vinnu er mjög erfitt því að það vantar húsnæði fyrir þá.” Böðvar er ekki í vafa um að íbúðirnar seljist allir enda sé svo fallegt og friðsælt að búa á Kirkjubæjarklaustri, svo ekki sé minnst á veðrið, sem hann segir alltaf gott. Böðvar Pétursson byggingarverktaki á Kirkjubæjarklaustri, sem er að er að byggja tvö hús með þremur íbúðum í hverju húsi ásamt Herði Davíðssyni frá Efri Vík. Magnús Hlynur Hreiðarsson En er íbúum í Skaftárhreppi að fjölga eða fækka? „Okkur fjölgar heldur frekar en hitt núna undanfarin ár. Það er talsvert mikil fjölgun núna á undanförnum árum,” segir Jóhannes. En þetta er glæsilegt og flott sveitarfélag, er það ekki? „Það hefur verið talið það hingað til já en hverjum þykir sinn fugl fagur. Við skulum hafa það á hreinu líka," segir oddvitinn.
Skaftárhreppur Húsnæðismál Byggðamál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira