Sport

Dagskráin í dag: Subway deildin, landsleikir og CS:GO

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Skotland getur tryggt sér sæti á EM 2024 með sigri eða jafntefli í dag.
Skotland getur tryggt sér sæti á EM 2024 með sigri eða jafntefli í dag.

Það er að venju sneisafull dagskrá á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone í dag. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en meðal þess sem er á dagskrá eru beinar útsendingar úr Subway deild karla, NHL íshokkídeildinni, undankeppni EM og Ljósleiðaradeildinni. 

Auk þess er hátíðardagskrá á Stöð 2 Sport þar fylgst verður með öllum leikjum umferðarinnar í Subway deild karla og þeir svo gerðir upp af góðu teymi sérfræðinga í kjölfarið.

Vodafone Sport 

15:55 – Lettland - Armenía, bein útsending frá undankeppni EM 2024. 

18:35 – Spánn - Skotland, með sigri eða jafntefli tryggja Skotarnir sig á EM 2024. 

23:00 – Buffalo - NY Rangers, bein útsending úr NHL deildinni í íshokkí. 

Stöð 2 Sport 

19:00 – Skiptiborðið, bein útsending frá myndveri Stöðvar 2 Sports þar sem fylgst verður með öllum leikjum kvöldsins í Subway deild karla samtímis. 

21:20 – Subway Körfuboltakvöld, sérfræðingar gera upp alla leikina í Subway deildar karla. 

Stöð 2 eSport

19:15 –Ljósleiðaradeildin CS:GO, bein útsending frá viðureignum Atlantic gegn ÍBV, TEN5ION gegn SAGA og Þór gegn Breiðabliki. 

Stöð 2 Sport 4 

03:00 – Bein útsending frá öðrum keppnisdegi Buick LPGA Shanghai á LPGA mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5 

19:05 – Álftanes og Grindavík mætast í Subway deild karla. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×