Umfangsmiklar loftárásir standa yfir og enn líkur á innrás Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 06:44 Palestínskur maður með særða stúlku við sjúkrahús í Gasaborg. AP/Fatima Shbair Umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Gasasvæðið standa nú yfir en talsmenn hersins greindu frá þessu í morgun. Tugir eru taldir hafa fallið í árásum Ísraela í nótt og fleiri særst. Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir fjölda látinna á Gasa nú yfir 1.200, sem er sami fjöldi og lést í árásum Hamas á þorp og bæi í Ísrael á laugardag. Yfir 338 þúsund manns eru sagðir hafa flúið heimili sín á Gasa. Talsmenn Ísraelshers segja að hernaðaraðgerðir á jörðu niðri myndu hefjast þegar tíminn væri réttur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, á morgun. Abbas mun funda með Abdullah, konungi Jórdaníu, í Amman í dag. Fulltrúar Rauða krossins segjast eiga í samskiptum við Hamas og Ísrael vegna gíslana sem Hamas-liðar rændu á laugardag. Unnið er að því að fá þá lausa en einnig að reyna að koma á samskiptum milli gíslanna og ástvina þeirra. Reyk leggur frá Gasa eftir loftárásir Ísraelshers.AP/Fatima Shbair Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum í gær og sagði árásir Hamas á laugardag hafa verið hrein og klár „grimmdarverk“. Sagði hann um að ræða mesta hroðaverkið sem framið hefur verið gegn gyðingum frá helförinni. Forsetinn sendi einnig viðvörun til Íran um að „stíga varlega til jarðar“. Þá sagði hann að Bandaríkin ynnu að því að reyna að fá gíslana lausa en að hann myndi að sjálfsögðu ekki tjá sig frekar um þær aðgerðir. Zhai Jun, sendifulltrúi Kína í málefnum Mið-Austurlanda, sagðist hafa átt samtal við Egypta í gær um mögulega aðkomu Kínverja að því að miðla málum og koma á vopnahléi. Þá ítrekaði hann afstöðu Kína að svokölluð „tveggja ríkja lausn“ væri eina fýsilega leiðin til að koma á varanlegum friði á svæðinu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Palestínu segir fjölda látinna á Gasa nú yfir 1.200, sem er sami fjöldi og lést í árásum Hamas á þorp og bæi í Ísrael á laugardag. Yfir 338 þúsund manns eru sagðir hafa flúið heimili sín á Gasa. Talsmenn Ísraelshers segja að hernaðaraðgerðir á jörðu niðri myndu hefjast þegar tíminn væri réttur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, á morgun. Abbas mun funda með Abdullah, konungi Jórdaníu, í Amman í dag. Fulltrúar Rauða krossins segjast eiga í samskiptum við Hamas og Ísrael vegna gíslana sem Hamas-liðar rændu á laugardag. Unnið er að því að fá þá lausa en einnig að reyna að koma á samskiptum milli gíslanna og ástvina þeirra. Reyk leggur frá Gasa eftir loftárásir Ísraelshers.AP/Fatima Shbair Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði leiðtoga gyðinga í Bandaríkjunum í gær og sagði árásir Hamas á laugardag hafa verið hrein og klár „grimmdarverk“. Sagði hann um að ræða mesta hroðaverkið sem framið hefur verið gegn gyðingum frá helförinni. Forsetinn sendi einnig viðvörun til Íran um að „stíga varlega til jarðar“. Þá sagði hann að Bandaríkin ynnu að því að reyna að fá gíslana lausa en að hann myndi að sjálfsögðu ekki tjá sig frekar um þær aðgerðir. Zhai Jun, sendifulltrúi Kína í málefnum Mið-Austurlanda, sagðist hafa átt samtal við Egypta í gær um mögulega aðkomu Kínverja að því að miðla málum og koma á vopnahléi. Þá ítrekaði hann afstöðu Kína að svokölluð „tveggja ríkja lausn“ væri eina fýsilega leiðin til að koma á varanlegum friði á svæðinu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira