Þorgrímur Þráins brotnaði saman: „Við erum að missa börnin okkar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. október 2023 10:06 Tilfinningarnar báru Þorgrím ofurliði í lok viðtalsins í Bítinu á Bylgjunni. Þorgrímur Þráinsson segir að það sé neyðarástand í landinu. Líðan ungmenna, námsárangur og málskilningur kalli á aðgerðir. Hann segir foreldra vera að bregðast og segir kennara og skóla ekki geta meir. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilfinningarnar báru Þorgrím þar ofurliði þegar hann ræddi mál barna og ungmenna. Þar lýsir hann heimsóknum sínum í skóla síðastliðnu mánuði þar sem hann hefur rætt við krakka en einnig kennara og skólastjóra. „Við verðum að átta okkur á því að það er neyð í landinu. Við erum að missa börnin okkar,“ segir Þorgrímur. Klippa: Hefur áhyggjur af börnum landsins „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Þorgrímur segir stúlku hafa lyft upp hönd og nefnt samfélagsmiðla. Hann segir krakka í dag vera þræla þeirra og snjallsíma og ljóst að fullorðna fólkið sé einnig fjarverandi. „Ég finn til með foreldrum í dag. Mig langar að leika mér sem foreldri, mig langar að sinna mínum áhugamálum og allt slíkt. Ég held ég hafi ekki sinnt mínum börnum nógu vel sem foreldri, ég bara viðurkenni það,“ segir Þorgrímur. Hann segir börn í dag ekki mega vera blaut, ekki mega vera þreytt, ekki mega vera svöng. Málin séu græjuð fyrir þau á meðan staðreyndin sé sú að þau muni lenda á veggjum í framtíðinni. „Einn kennari sagði við mig í vetur: „Foreldrar nenna ekki lengur að vera foreldrar.“ Þetta eru stór orð. Einhver verður að þora að segja þetta og ég er orðinn nógu gamall til þess.“ Af hverju eigum við svona auðvelt með að loka augunum fyrir vanda barna? „Vegna þess að við finnum til sektarkenndar. Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað.“ Skildu ekki venjuleg íslensk orð Þorgrímur segir í Bítinu að hann sjái gríðarlegan mun á líðan nemenda og málfærni þeirra í skólum þar sem farsímanotkun sé bönnuð. Hann segir skólastjórnendur lýsa því fyrir sér að foreldrar ætlist til þess að skólar ali upp börn sín. „Krakkarnir þurfa athygli, þau þurfa mörk, þau þurfa samtal og börnin eiga ekki að stjórna því hvort þau setjist við matarborðið með símann sinn eða ekki. Það er þetta sem ég er að segja. Þannig að með öðrum orðum: Ég er óbeint og þó ég verði skammaður fyrir það, ég er bara að skamma aðeins foreldra.“ Þorgrímur segir ástandið miklu verra en fólk geri sér grein fyrir. Hann óttist að íslenskt samfélag muni vakna upp við vondan draum vegna málsins og nefnir sem dæmi fjóra stráka sem hann hafi hitt í 10. bekk í Hafnarfirði um daginn. „Ég spurði strákana: „Strákar, hvað þýðir „orðaforði“? Ekki glætu. Hvað þýðir „hvoru tveggja“? Ekki hugmynd. Þjálfari sagði við mig í gær: „Ég bað um meiri gæði á æfingu. Leikmenn spurðu: „Hvað meinarðu gæði?“ Afgangur? Hvað meinarðu afgangur? Ertu að tala um change-ið?“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Fleiri fréttir Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilfinningarnar báru Þorgrím þar ofurliði þegar hann ræddi mál barna og ungmenna. Þar lýsir hann heimsóknum sínum í skóla síðastliðnu mánuði þar sem hann hefur rætt við krakka en einnig kennara og skólastjóra. „Við verðum að átta okkur á því að það er neyð í landinu. Við erum að missa börnin okkar,“ segir Þorgrímur. Klippa: Hefur áhyggjur af börnum landsins „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Þorgrímur segir stúlku hafa lyft upp hönd og nefnt samfélagsmiðla. Hann segir krakka í dag vera þræla þeirra og snjallsíma og ljóst að fullorðna fólkið sé einnig fjarverandi. „Ég finn til með foreldrum í dag. Mig langar að leika mér sem foreldri, mig langar að sinna mínum áhugamálum og allt slíkt. Ég held ég hafi ekki sinnt mínum börnum nógu vel sem foreldri, ég bara viðurkenni það,“ segir Þorgrímur. Hann segir börn í dag ekki mega vera blaut, ekki mega vera þreytt, ekki mega vera svöng. Málin séu græjuð fyrir þau á meðan staðreyndin sé sú að þau muni lenda á veggjum í framtíðinni. „Einn kennari sagði við mig í vetur: „Foreldrar nenna ekki lengur að vera foreldrar.“ Þetta eru stór orð. Einhver verður að þora að segja þetta og ég er orðinn nógu gamall til þess.“ Af hverju eigum við svona auðvelt með að loka augunum fyrir vanda barna? „Vegna þess að við finnum til sektarkenndar. Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað.“ Skildu ekki venjuleg íslensk orð Þorgrímur segir í Bítinu að hann sjái gríðarlegan mun á líðan nemenda og málfærni þeirra í skólum þar sem farsímanotkun sé bönnuð. Hann segir skólastjórnendur lýsa því fyrir sér að foreldrar ætlist til þess að skólar ali upp börn sín. „Krakkarnir þurfa athygli, þau þurfa mörk, þau þurfa samtal og börnin eiga ekki að stjórna því hvort þau setjist við matarborðið með símann sinn eða ekki. Það er þetta sem ég er að segja. Þannig að með öðrum orðum: Ég er óbeint og þó ég verði skammaður fyrir það, ég er bara að skamma aðeins foreldra.“ Þorgrímur segir ástandið miklu verra en fólk geri sér grein fyrir. Hann óttist að íslenskt samfélag muni vakna upp við vondan draum vegna málsins og nefnir sem dæmi fjóra stráka sem hann hafi hitt í 10. bekk í Hafnarfirði um daginn. „Ég spurði strákana: „Strákar, hvað þýðir „orðaforði“? Ekki glætu. Hvað þýðir „hvoru tveggja“? Ekki hugmynd. Þjálfari sagði við mig í gær: „Ég bað um meiri gæði á æfingu. Leikmenn spurðu: „Hvað meinarðu gæði?“ Afgangur? Hvað meinarðu afgangur? Ertu að tala um change-ið?“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Fleiri fréttir Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Sjá meira