Friður og réttlæti Bjarni Karlsson skrifar 12. október 2023 10:30 Heimsbyggðin horfir nú inn í áður óþekktar víddir mannlegrar grimmdar. Eftir hundrað ár munu fræðimenn fjalla um þá atburði sem nú eiga sér stað í Ísrael og Palestínu í viðleitni til að skilja eðli haturs í mannlegu félagi. Hvernig það er ræktað og að því hlúð í skjóli fálætis. Þá verður líka hægt að velta fyrir sér og skilja betur eðli mannlegrar reisnar og þörf alls fólks fyrir að eiga sögu og horfa til framtíðar með raunhæfa von í hjarta. Þá verður sú saga sem nú er að rekja sig fyrir botni miðjarðarhafs dæmi um það sem gerist þegar fólk er skipulega og í mjög langan tíma svipt mannlegri reisn svo það hefur ekki framar neinu að tapa. En nú situr hins vegar samfélag þjóðanna, sem hefur unað því ágætlega að horfa upp á skefjalausa kúgun Ísraels á Palestínu, og skoðar framvinduna meira líkt og veruleikaþátt í sjónvarpi. Ekki einungis grimmdin, heldur einnig systir hennar firringin er nú að öðlast nýja vídd í sögunni. Frásögnin í Lúkasarguðspjalli af gráti Jesú yfir Jerúsalemborg varðar einmitt þennan þátt mannlegs veruleika. Hvernig vangetan til þess að sjá og virða félagslegt samhengi verður alltaf á kostnað þeirra verst settu, öld fram af öld: „Er hann kom nær og sá borgina grét hann yfir henni og sagði: „Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi hvað til friðar heyrir! En nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagar munu koma yfir þig að óvinir þínir munu gera virki um þig, setjast um þig og þröngva þér á alla vegu. Þeir munu leggja þig að velli og börn þín sem í þér eru og ekki láta standa stein yfir steini í þér vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartíma.“ (Lúk. 19. 41- 44.) Öllum er orðið ljóst að vandinn sem við er að etja verður ekki leystur með hernaðarmætti. Það sem heiminn skortir er friðarmáttur. Vangeta herja blasir við heimsbyggðinni. Bandríkjaher náði engum árangri öðrum en að auka á glundroða í Íran og Írak. Rússaher nær ekki neinum markmiðum í Úkraínu. Ísraelsher tekst ekki að leysa samskiptin við Palestínumenn. Hugmyndin um frið og öryggi fyrir atbeina hernaðar er byggð á mjög þröngu heimildavali og miklum greiðsluvilja almennings, ef svo má að orði komast. Þó hafa menn lengi vitað að friður er ekki þess eðlis að honum verði komið á. Það er ekki á okkar valdi að skapa frið. Sumt er ekki hægt að byggja heldur bara hægt að rækta. Friður er af þeirri sortinni. Hann er lifandi fyrirbæri sem, líkt og allt líf, lýtur sínum eigin lögmálum. Sælir eru friðflytjendur sagði Jesús frá Palestínu. Samkvæmt honum má rækta frið og bera hann með sér líkt og afleggjara, en það er ekki hægt að skipuleggja hann ofan frá. Hvað þá varpa honum yfir með sprengjum. Samkvæmt gömlu kristnu hefðinni er réttlæti nokkurs konar gróðurmold friðar. Friður vex af réttlæti. Vandinn er þó aftur sá að réttlæti verður ekki einfaldlega framkvæmt því það er ekki heldur á okkar valdi. Enginn persóna eða samfélag manna getur haldið því fram að þau séu handhafar réttlætisins. Réttlætið, líkt og friðurinn, lifir sínu sjálfstæða lífi. - Sæl eru þau sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu sagði meistarinn frá Palestínu. Og nú hrópar heimsbyggðin á frið og réttlæti meir en nokkru sinni. Þá ríður á að skilja að hvort tveggja ræðst af hugarfari okkar og menningunni sem við mótum. Vandinn í þessu er m.a. sá að við erum yfir höfuð orðin óvön því að tala um réttlæti. Þess í stað ræðum við um hagsmuni því það er svo fljótlegt. Hagsmunir eru nokkurs konar instant réttlæti, sem ekki nær utan um viðfangsefnið. Við erum heldur ekki lunkin þegar kemur að því að huga að friði í samskiptum vegna þess að þegar við segjum friður meinum við næði. Við viljum fá næði. Sem er ósköp skiljanlegt. Ég þrái líka næði til að lifa án afskipta annars fólks. En að því leyti sem næði mitt og þægindi byggja á ranglæti er það ekki friðsamlegt þótt heyra mætti saumnál detta. Ég gleymi því haldrei hvernig dr. Björn Björnsson siðfræðiprófessor talaði við okkur guðfræðinemana á 9. áratug síðustu aldar. Hann gagnrýndi með særðu hjarta hið misskilda friðarhugtak nútímans og sagði: Friður er hvorki lognmolla né hlutlaust ástand. Friður er alltaf stríðandi ferli í átökum líðandi stundar. Svo talaði hann um réttlætið sem gróðurmold. Hugsið ykkur ef í stað sprengjuregns kæmi skæðadrífa vel þjálfaðra hjálparstarfsmanna svífandi í fallhlífum yfir Gazasvæðið. Svo fylgdi þeim önnur fallbylgja sjúkragagna og annarra lífsnauðsynja sem nú skortir svo skelfilega. Hugsið ykkur ástríkan friðarher í umboði Sameinuðu þjóðanna sem tæki hetjulega áhættu með veru sinni á svæði þar sem nú á að opna hurðarlaust helvíti í beinni útsendingu. Allt í einu væri veruleikasjónvarp dauðans truflað af fólki með líf í augunum sem veðjaði á hinn mennska möguleika; neitaði að gera árás eða flýja, frjósa eða lúffa en kysi fremur að standa - líkt og Nelson Mandela, Gandí og Jesús Kristur - berskjaldað en upprétt frammi fyrir sýndarvaldinu með ekkert í höndum nema nakta mennsku. Þeir yrðu langleitir stríðsherrarnir með sitt beturvitandi föðurvald sem ekkert veit eða getur og ekkert kann nema halda áfram að þjösnast. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Heimsbyggðin horfir nú inn í áður óþekktar víddir mannlegrar grimmdar. Eftir hundrað ár munu fræðimenn fjalla um þá atburði sem nú eiga sér stað í Ísrael og Palestínu í viðleitni til að skilja eðli haturs í mannlegu félagi. Hvernig það er ræktað og að því hlúð í skjóli fálætis. Þá verður líka hægt að velta fyrir sér og skilja betur eðli mannlegrar reisnar og þörf alls fólks fyrir að eiga sögu og horfa til framtíðar með raunhæfa von í hjarta. Þá verður sú saga sem nú er að rekja sig fyrir botni miðjarðarhafs dæmi um það sem gerist þegar fólk er skipulega og í mjög langan tíma svipt mannlegri reisn svo það hefur ekki framar neinu að tapa. En nú situr hins vegar samfélag þjóðanna, sem hefur unað því ágætlega að horfa upp á skefjalausa kúgun Ísraels á Palestínu, og skoðar framvinduna meira líkt og veruleikaþátt í sjónvarpi. Ekki einungis grimmdin, heldur einnig systir hennar firringin er nú að öðlast nýja vídd í sögunni. Frásögnin í Lúkasarguðspjalli af gráti Jesú yfir Jerúsalemborg varðar einmitt þennan þátt mannlegs veruleika. Hvernig vangetan til þess að sjá og virða félagslegt samhengi verður alltaf á kostnað þeirra verst settu, öld fram af öld: „Er hann kom nær og sá borgina grét hann yfir henni og sagði: „Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi hvað til friðar heyrir! En nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagar munu koma yfir þig að óvinir þínir munu gera virki um þig, setjast um þig og þröngva þér á alla vegu. Þeir munu leggja þig að velli og börn þín sem í þér eru og ekki láta standa stein yfir steini í þér vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartíma.“ (Lúk. 19. 41- 44.) Öllum er orðið ljóst að vandinn sem við er að etja verður ekki leystur með hernaðarmætti. Það sem heiminn skortir er friðarmáttur. Vangeta herja blasir við heimsbyggðinni. Bandríkjaher náði engum árangri öðrum en að auka á glundroða í Íran og Írak. Rússaher nær ekki neinum markmiðum í Úkraínu. Ísraelsher tekst ekki að leysa samskiptin við Palestínumenn. Hugmyndin um frið og öryggi fyrir atbeina hernaðar er byggð á mjög þröngu heimildavali og miklum greiðsluvilja almennings, ef svo má að orði komast. Þó hafa menn lengi vitað að friður er ekki þess eðlis að honum verði komið á. Það er ekki á okkar valdi að skapa frið. Sumt er ekki hægt að byggja heldur bara hægt að rækta. Friður er af þeirri sortinni. Hann er lifandi fyrirbæri sem, líkt og allt líf, lýtur sínum eigin lögmálum. Sælir eru friðflytjendur sagði Jesús frá Palestínu. Samkvæmt honum má rækta frið og bera hann með sér líkt og afleggjara, en það er ekki hægt að skipuleggja hann ofan frá. Hvað þá varpa honum yfir með sprengjum. Samkvæmt gömlu kristnu hefðinni er réttlæti nokkurs konar gróðurmold friðar. Friður vex af réttlæti. Vandinn er þó aftur sá að réttlæti verður ekki einfaldlega framkvæmt því það er ekki heldur á okkar valdi. Enginn persóna eða samfélag manna getur haldið því fram að þau séu handhafar réttlætisins. Réttlætið, líkt og friðurinn, lifir sínu sjálfstæða lífi. - Sæl eru þau sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu sagði meistarinn frá Palestínu. Og nú hrópar heimsbyggðin á frið og réttlæti meir en nokkru sinni. Þá ríður á að skilja að hvort tveggja ræðst af hugarfari okkar og menningunni sem við mótum. Vandinn í þessu er m.a. sá að við erum yfir höfuð orðin óvön því að tala um réttlæti. Þess í stað ræðum við um hagsmuni því það er svo fljótlegt. Hagsmunir eru nokkurs konar instant réttlæti, sem ekki nær utan um viðfangsefnið. Við erum heldur ekki lunkin þegar kemur að því að huga að friði í samskiptum vegna þess að þegar við segjum friður meinum við næði. Við viljum fá næði. Sem er ósköp skiljanlegt. Ég þrái líka næði til að lifa án afskipta annars fólks. En að því leyti sem næði mitt og þægindi byggja á ranglæti er það ekki friðsamlegt þótt heyra mætti saumnál detta. Ég gleymi því haldrei hvernig dr. Björn Björnsson siðfræðiprófessor talaði við okkur guðfræðinemana á 9. áratug síðustu aldar. Hann gagnrýndi með særðu hjarta hið misskilda friðarhugtak nútímans og sagði: Friður er hvorki lognmolla né hlutlaust ástand. Friður er alltaf stríðandi ferli í átökum líðandi stundar. Svo talaði hann um réttlætið sem gróðurmold. Hugsið ykkur ef í stað sprengjuregns kæmi skæðadrífa vel þjálfaðra hjálparstarfsmanna svífandi í fallhlífum yfir Gazasvæðið. Svo fylgdi þeim önnur fallbylgja sjúkragagna og annarra lífsnauðsynja sem nú skortir svo skelfilega. Hugsið ykkur ástríkan friðarher í umboði Sameinuðu þjóðanna sem tæki hetjulega áhættu með veru sinni á svæði þar sem nú á að opna hurðarlaust helvíti í beinni útsendingu. Allt í einu væri veruleikasjónvarp dauðans truflað af fólki með líf í augunum sem veðjaði á hinn mennska möguleika; neitaði að gera árás eða flýja, frjósa eða lúffa en kysi fremur að standa - líkt og Nelson Mandela, Gandí og Jesús Kristur - berskjaldað en upprétt frammi fyrir sýndarvaldinu með ekkert í höndum nema nakta mennsku. Þeir yrðu langleitir stríðsherrarnir með sitt beturvitandi föðurvald sem ekkert veit eða getur og ekkert kann nema halda áfram að þjösnast. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun