Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri atburðum í mínu lífi“ Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. október 2023 12:57 Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna noti tilefnið nú til að ræða stöðuna á kjörtímabilinu og hvað sé framundan í samstarfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðuneytaskipan. Hann segir atburði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi. Fréttastofa ræddi við Bjarna að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma. Þar fékk Bjarni engar fyrirspurnir frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar, í sínum síðasta fyrirspurnartíma sem fjármálaráðherra eftir tíu ár í því embætti. „Við höfum verið að hittast og fulltrúar formannanna hafa sömuleiðis setið saman. Það gengur allt bara ágætlega. Við erum að nota þetta tilefni til þess að aðeins að taka alvöru umræðu um stöðuna á þessu kjörtímabili og hvað er framundan í svona ríkisstjórnarsamstarfi og hvað er mikilvægast. Þannig að það gengur allt samkvæmt áætlun.“ Verða gerðar miklar hrókeringar í sjálfri ríkisstjórninni? „Það hafa engar slíkar ákvarðanir verið teknar og við höfum lítið rætt um ráðuneytaskipan.“ Kynna áframhaldið á laugardag Bjarni segir að stefnt sé að því að ljúka viðræðum á laugardaginn. Hann segir að fundað verði í dag og á morgun. Það hefur komið fram gagnrýni hjá ríkisstjórninni um að þú hafir verið orðaður við ráðherrastól en hafir axlað ábyrgð sem fjármálaráðherra, það sé óviðeigandi að þú farir strax í ráðherrastól. Hvernig svarar þú þeirri gagnrýni? „Ég bara vísa til þess sem að ég sagði í upphafi. Ég sagði að ég myndi láta af störfum sem fjármála-og efnahagsráðherra og að næstu skref yrðu tekin í samráði við samstarfsfólk mitt og hina stjórnarflokkana og ég er bara á nákvæmlega þeim stað ennþá.“ Hefur þú áhuga á að vera áfram í þessari ríkisstjórn? „Ég hef verið að einmitt fara yfir það nákvæmlega þessa dagana og það kemur bara allt saman í ljós.“ Það styttist tíminn. Ætlarðu að taka þér daginn eða verður sú ákvörðun tekin á morgun? „Við munum kynna það á laugardaginn, hvernig við horfum á hlutina fram veginn.“ Þú hefur verið orðaður við utanríkisráðuneytið, hvernig litist þér á að fara í það ráðuneyti verði það niðurstaðan? „Ég ætla ekkert að tjá mig um slíkar vangaveltur á þessum tímapunkti.“ Fékk engar spurningar Gerðar voru breytingar á dagskrá þingsins í morgun þar sem stjórnarandstaðan fór fram á að rætt yrði um fundarstjórn forseta. Bjarni átti að vera þar til svara. Hann fékk engar spurningar. „Nei nei, það var nú dálítið skondið. Ég var mættur hingað í þessari viðburðarríku viku til þess að gefa stjórnarandstöðunni tækifæri til þess að bera undir mig spurningar um þessa stöðu og ég var mættur í síðasta sinn eftir mörg ár sem fjármála-og efnahagsráðherra í fyrirspurnartíma. En það bara komu engar spurningar, þannig að ég bara dreg mínar ályktanir af því.“ Hvaða ályktanir eru það? „Ja, það virðist vera sem að annað hvort menn treysti sér bara ekki í debat um þessa stöðu eða bara að öllum spurningum hefur verið svarað.“ Þú lítur ekkert á þetta sem algjört vantraust af hálfu stjórnarandstöðunnar eða bara að hún telur þig ekki lengur getað svarað spurningum úr fjármálaráðuneytinu? „Auðvitað get ég svarað öllum spurningum úr fjármálaráðuneytinu en ég hef nú ekki byggt, semsagt veru mína í ríkisstjórninni á trausti stjórnarandstöðunnar, þvert á móti og það er ekkert að fara að breytast.“ Segir föður sinn ekki fúlan Liðnir eru tveir dagar síðan Bjarni sagði af sér embætti fjármálaráðherra. Hann segir erfitt að meta það nákvæmlega hvort fólk sé ánægt með ákvörðun sína. „Þetta er bara mín ákvörðun og mér finnst margir hafa sýnt henni skilning. Hinsvegar finn ég fyrir því að það eru auðvitað ákveðnar áskoranir í efnahagsmálum í augnablikinu sem fólk hefur vissar áhyggjur af og við þurfum að svara því hvernig við viljum rísa undir þeirri ábyrgð. Svona órói, hann kannski vekur fólk til umhugsunar um það hvernig við best getum sem samfélag komist í gegnum slíka tíma.“ Hefðiru getað séð þetta fyrir, fyrir einu og hálfi ári síðan þegar nafn föður þíns kom á lista yfir kaupendur í Íslandsbanka. Hefðiru getað séð þessa niðurstöðu fyrir, sem gerðist þá fyrir tveimur dögum? „Nei, ég get nú ekki sagt að ég hafi séð það fyrir og það sem skiptir mestu máli þar er að ég var algjörlega grandlaus og hef hundrað prósent hreina samvisku í þessu máli og það er nú það sem að mér finnst standa upp úr.“ Telur þú að salan á Íslandsbanka standi enn fyrir dyrum á næstunni? „Já, ég finn nú reyndar fyrir stuðningi við það að ríkið losi um eignarhluti sína langt út fyrir raðir ríkisstjórnarflokkanna. En það sem allir eru að tala um er aðferðafræðin og það er það sem þarf að ræða næst.“ Þetta er væntanlega mikill titringur að hafa verið fjármálaráðherra í tíu ár. Mig langar til að spyrja þig að lokum, hvernig hefurðu það persónulega? „Já, þakka þér fyrir. Þetta hefur verið mjög viðburðarrík vika hjá mér og ég hef það svo sem ágætt en þetta hefur alveg verið svona með stærri atburðum í mínu lífi hreinlega, þannig að ég segi það alveg eins og er.“ Og ertu búinn að tala við pabba þinn? „Já, við erum alltaf í sambandi. Pabbi er orðinn 85 ára gamall og ég reyni að kíkja við hjá honum og mömmu sem oftast.“ Er hann fúll yfir þessu? „Nei, hann er alltaf stuðningsmaður númer eitt.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Bjarna að loknum óundirbúnum fyrirspurnatíma. Þar fékk Bjarni engar fyrirspurnir frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar, í sínum síðasta fyrirspurnartíma sem fjármálaráðherra eftir tíu ár í því embætti. „Við höfum verið að hittast og fulltrúar formannanna hafa sömuleiðis setið saman. Það gengur allt bara ágætlega. Við erum að nota þetta tilefni til þess að aðeins að taka alvöru umræðu um stöðuna á þessu kjörtímabili og hvað er framundan í svona ríkisstjórnarsamstarfi og hvað er mikilvægast. Þannig að það gengur allt samkvæmt áætlun.“ Verða gerðar miklar hrókeringar í sjálfri ríkisstjórninni? „Það hafa engar slíkar ákvarðanir verið teknar og við höfum lítið rætt um ráðuneytaskipan.“ Kynna áframhaldið á laugardag Bjarni segir að stefnt sé að því að ljúka viðræðum á laugardaginn. Hann segir að fundað verði í dag og á morgun. Það hefur komið fram gagnrýni hjá ríkisstjórninni um að þú hafir verið orðaður við ráðherrastól en hafir axlað ábyrgð sem fjármálaráðherra, það sé óviðeigandi að þú farir strax í ráðherrastól. Hvernig svarar þú þeirri gagnrýni? „Ég bara vísa til þess sem að ég sagði í upphafi. Ég sagði að ég myndi láta af störfum sem fjármála-og efnahagsráðherra og að næstu skref yrðu tekin í samráði við samstarfsfólk mitt og hina stjórnarflokkana og ég er bara á nákvæmlega þeim stað ennþá.“ Hefur þú áhuga á að vera áfram í þessari ríkisstjórn? „Ég hef verið að einmitt fara yfir það nákvæmlega þessa dagana og það kemur bara allt saman í ljós.“ Það styttist tíminn. Ætlarðu að taka þér daginn eða verður sú ákvörðun tekin á morgun? „Við munum kynna það á laugardaginn, hvernig við horfum á hlutina fram veginn.“ Þú hefur verið orðaður við utanríkisráðuneytið, hvernig litist þér á að fara í það ráðuneyti verði það niðurstaðan? „Ég ætla ekkert að tjá mig um slíkar vangaveltur á þessum tímapunkti.“ Fékk engar spurningar Gerðar voru breytingar á dagskrá þingsins í morgun þar sem stjórnarandstaðan fór fram á að rætt yrði um fundarstjórn forseta. Bjarni átti að vera þar til svara. Hann fékk engar spurningar. „Nei nei, það var nú dálítið skondið. Ég var mættur hingað í þessari viðburðarríku viku til þess að gefa stjórnarandstöðunni tækifæri til þess að bera undir mig spurningar um þessa stöðu og ég var mættur í síðasta sinn eftir mörg ár sem fjármála-og efnahagsráðherra í fyrirspurnartíma. En það bara komu engar spurningar, þannig að ég bara dreg mínar ályktanir af því.“ Hvaða ályktanir eru það? „Ja, það virðist vera sem að annað hvort menn treysti sér bara ekki í debat um þessa stöðu eða bara að öllum spurningum hefur verið svarað.“ Þú lítur ekkert á þetta sem algjört vantraust af hálfu stjórnarandstöðunnar eða bara að hún telur þig ekki lengur getað svarað spurningum úr fjármálaráðuneytinu? „Auðvitað get ég svarað öllum spurningum úr fjármálaráðuneytinu en ég hef nú ekki byggt, semsagt veru mína í ríkisstjórninni á trausti stjórnarandstöðunnar, þvert á móti og það er ekkert að fara að breytast.“ Segir föður sinn ekki fúlan Liðnir eru tveir dagar síðan Bjarni sagði af sér embætti fjármálaráðherra. Hann segir erfitt að meta það nákvæmlega hvort fólk sé ánægt með ákvörðun sína. „Þetta er bara mín ákvörðun og mér finnst margir hafa sýnt henni skilning. Hinsvegar finn ég fyrir því að það eru auðvitað ákveðnar áskoranir í efnahagsmálum í augnablikinu sem fólk hefur vissar áhyggjur af og við þurfum að svara því hvernig við viljum rísa undir þeirri ábyrgð. Svona órói, hann kannski vekur fólk til umhugsunar um það hvernig við best getum sem samfélag komist í gegnum slíka tíma.“ Hefðiru getað séð þetta fyrir, fyrir einu og hálfi ári síðan þegar nafn föður þíns kom á lista yfir kaupendur í Íslandsbanka. Hefðiru getað séð þessa niðurstöðu fyrir, sem gerðist þá fyrir tveimur dögum? „Nei, ég get nú ekki sagt að ég hafi séð það fyrir og það sem skiptir mestu máli þar er að ég var algjörlega grandlaus og hef hundrað prósent hreina samvisku í þessu máli og það er nú það sem að mér finnst standa upp úr.“ Telur þú að salan á Íslandsbanka standi enn fyrir dyrum á næstunni? „Já, ég finn nú reyndar fyrir stuðningi við það að ríkið losi um eignarhluti sína langt út fyrir raðir ríkisstjórnarflokkanna. En það sem allir eru að tala um er aðferðafræðin og það er það sem þarf að ræða næst.“ Þetta er væntanlega mikill titringur að hafa verið fjármálaráðherra í tíu ár. Mig langar til að spyrja þig að lokum, hvernig hefurðu það persónulega? „Já, þakka þér fyrir. Þetta hefur verið mjög viðburðarrík vika hjá mér og ég hef það svo sem ágætt en þetta hefur alveg verið svona með stærri atburðum í mínu lífi hreinlega, þannig að ég segi það alveg eins og er.“ Og ertu búinn að tala við pabba þinn? „Já, við erum alltaf í sambandi. Pabbi er orðinn 85 ára gamall og ég reyni að kíkja við hjá honum og mömmu sem oftast.“ Er hann fúll yfir þessu? „Nei, hann er alltaf stuðningsmaður númer eitt.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira