Von á byltingu í Bláfjöllum í vetur Lovísa Arnardóttir skrifar 12. október 2023 18:43 Einar segir það hafa verið góða tilfinningu að sjá snjó í brekkunum í morgun. Mynd/Bláfjöll og Vísir/Arnar Í morgun snjóaði í Bláfjöllum. Þó ekki nóg til að opna brekkurnar en rekstrarstjóri segir fólk eiga von á góðu í vetur. Það styttist í opnun og að nýja snjóframleiðslukerfið verði tekið í notkun. Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir styttast í opnun. Það megi þó gera ráð fyrir það verði ekki fyrr en um miðjan næsta mánuð. Á Facebook-síðu skíðasvæðisins í dag mátti sjá mynd af brekkunum og að þær væru fullar af snjó. „Þetta var bara sett inn til að æsa aðeins í mannskapnum. Við erum á fullu að klára nýja snjókerfið og erum að vonast til þess að ná að klára það á næstu þremur til fimm vikum. Við erum að horfa á miðjan nóvember sem upphaf á snjóframleiðslu, ef það verður frost,“ segir Einar og að snjórinn sem nú er tefji meira en hjálpi. „En það er rosalega gott fyrir hjartað. Það er gott fyrir þau sem eiga bágt heima að fá eina mynd af snjó. Manni líður strax betur,“ segir Einar léttur. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu undanfarin ár. Síðasta vetur voru reistar tvær nýjar stólalyftur og nú er verið að setja upp nýtt snjóframleiðslukerfi sem er 100 prósent sjálfvirkt. Kerfið virkar þannig að borað er niður í jörðina og dæla sett ofan í sem dælir ofan í lón. Úr lóninu fer það í dælustöð og svo í brekkuna þar sem það fer í gegnum snjóbyssur þar sem vatnið svo frýs í loftinu. Hægt að skíða um jólin „Þetta verður bylting fyrir okkur að nýta haustdagana í nóvember og desember. Að blanda saman framleiddum snjó og náttúrulegum snjó. Þá fáum við besta skíðafæri sem völ er á.“ Hann segir að með vélinni þá opnist að hafa meira opið yfir vetrartímann og tryggi til dæmis að það verði hægt að komast á skíði fyrir jól. Snjóbyssurnar sem skjóta vatninu út, sem svo frýs í loftinu og verður að snjó. Mynd/Skíðasvæðin Bláfjöll „Þá geta allir prófað nýju skíðin og brettin annan í jólum. Fólk þarf ekki að lifa við það að það sé alveg snjólaust. Það er alveg óþolandi,“ segir Einar og að síðasti vetur hafi verið alveg skelfilegur því það hafi rignt svo mikið. Fólk á þá von á góðu í vetur? „Já, við erum að vona það. Við þurfum auðvitað að læra á kerfið í vetur og verðum í námi í haust og inn í veturinn. Svo næsta haust verðum við orðnir pró,“ segir Einar en hann á von á því að það verði haldið upp á það þegar kerfið verður tekið í notkun seinna í haust. Skíðaíþróttir Skíðasvæði Veður Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir „Þetta tryggir okkur skíðafæri“ Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni. 17. ágúst 2023 16:51 Sérstakur skíðavetur en þróunin upp á við Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu segir síðasta vetur hafa verið sérstakan fyrir skíðasvæðin. Lítill snjór hafi komið í Bláfjöll og ekki tókst að vígja formlega nýju lyfturnar á svæðinu. 7. maí 2023 13:44 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir styttast í opnun. Það megi þó gera ráð fyrir það verði ekki fyrr en um miðjan næsta mánuð. Á Facebook-síðu skíðasvæðisins í dag mátti sjá mynd af brekkunum og að þær væru fullar af snjó. „Þetta var bara sett inn til að æsa aðeins í mannskapnum. Við erum á fullu að klára nýja snjókerfið og erum að vonast til þess að ná að klára það á næstu þremur til fimm vikum. Við erum að horfa á miðjan nóvember sem upphaf á snjóframleiðslu, ef það verður frost,“ segir Einar og að snjórinn sem nú er tefji meira en hjálpi. „En það er rosalega gott fyrir hjartað. Það er gott fyrir þau sem eiga bágt heima að fá eina mynd af snjó. Manni líður strax betur,“ segir Einar léttur. Miklar breytingar hafa verið gerðar á skíðasvæðinu undanfarin ár. Síðasta vetur voru reistar tvær nýjar stólalyftur og nú er verið að setja upp nýtt snjóframleiðslukerfi sem er 100 prósent sjálfvirkt. Kerfið virkar þannig að borað er niður í jörðina og dæla sett ofan í sem dælir ofan í lón. Úr lóninu fer það í dælustöð og svo í brekkuna þar sem það fer í gegnum snjóbyssur þar sem vatnið svo frýs í loftinu. Hægt að skíða um jólin „Þetta verður bylting fyrir okkur að nýta haustdagana í nóvember og desember. Að blanda saman framleiddum snjó og náttúrulegum snjó. Þá fáum við besta skíðafæri sem völ er á.“ Hann segir að með vélinni þá opnist að hafa meira opið yfir vetrartímann og tryggi til dæmis að það verði hægt að komast á skíði fyrir jól. Snjóbyssurnar sem skjóta vatninu út, sem svo frýs í loftinu og verður að snjó. Mynd/Skíðasvæðin Bláfjöll „Þá geta allir prófað nýju skíðin og brettin annan í jólum. Fólk þarf ekki að lifa við það að það sé alveg snjólaust. Það er alveg óþolandi,“ segir Einar og að síðasti vetur hafi verið alveg skelfilegur því það hafi rignt svo mikið. Fólk á þá von á góðu í vetur? „Já, við erum að vona það. Við þurfum auðvitað að læra á kerfið í vetur og verðum í námi í haust og inn í veturinn. Svo næsta haust verðum við orðnir pró,“ segir Einar en hann á von á því að það verði haldið upp á það þegar kerfið verður tekið í notkun seinna í haust.
Skíðaíþróttir Skíðasvæði Veður Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir „Þetta tryggir okkur skíðafæri“ Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni. 17. ágúst 2023 16:51 Sérstakur skíðavetur en þróunin upp á við Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu segir síðasta vetur hafa verið sérstakan fyrir skíðasvæðin. Lítill snjór hafi komið í Bláfjöll og ekki tókst að vígja formlega nýju lyfturnar á svæðinu. 7. maí 2023 13:44 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
„Þetta tryggir okkur skíðafæri“ Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni. 17. ágúst 2023 16:51
Sérstakur skíðavetur en þróunin upp á við Framkvæmdastjóri skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu segir síðasta vetur hafa verið sérstakan fyrir skíðasvæðin. Lítill snjór hafi komið í Bláfjöll og ekki tókst að vígja formlega nýju lyfturnar á svæðinu. 7. maí 2023 13:44