
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að lögregluþjónar, sjúkraflutningamenn og björgunarsveitir hafi farið á vettvang, auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til.
Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn var maðurinn úrskurðaður látinn.
Lögreglan er með tildrög slyssins til rannsóknar.