Jón Dagur er nú staddur á Íslandi með íslenska A-landsliðinu en liðið mætir Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld.
Jón Dagur fékk hins vegar góðar fréttir frá Belgíu hingað til Íslands.
Hann var bæði valinn besti leikmaður mánaðarins en hann átti líka fallegast mark Oud-Heverlee Leuven í september.
Jón Dagur skoraði þá flott mark í 2-1 sigir á KV Mechelen en hann átti líka stoðsendingu á móti Standard Liège.
Jón Dagur er kominn með tvö mörk og tvær stoðsendingar í tíu deildarleikjum á tímabilinu.
Það er vonandi að hann haldi áfram að vera á skotskónum í þessum landsleikjaglugga.
Leikur Íslands og Lúxemborg verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í sjö í kvöld.