Hausverkur, heimsendir og hefðbundin bankastarfsemi / The end of the world and traditional banking Riaan Dreyer skrifar 13. október 2023 09:01 Ísland og heimaland mitt Suður-Afríka virðast við fyrstu sýn ekki eiga margt sameiginlegt. Veðrið er líkast til augljósasti munurinn og alltaf vinsælt umræðuefni. En þegar allt kemur til alls er fleira sem sameinar okkur en sundrar. Suður-Afríka, og Afríkulöndin almennt, hafa um langt skeið þurft að takast á við áskoranir – stundum naumast náð jaðarhagvexti og því er nýsköpun mikilvæg til að tryggja samkeppnishæfni landanna. Áður en ég flutti til Íslands stýrði ég stóru tækniteymi í fjölþjóðlegum banka í Afríku og hafði lengi fylgst með tækniþróun í alþjóðlega bankageiranum. Ég var sannfærður um að þegar kæmi að nýsköpun væri Ísland land tækifæranna. Hér var einstök orka og aðstæður virtust kjörnar til að endurhugsa bankastarfsemi. Nýsköpunargeirinn er sterkur og með víðtækan stuðning stjórnvalda, fyrirtækja og háskóla. Verandi útlendingur hafði ég hins vegar ekki hugmynd um með hvaða hætti Hrunið endurskilgreindi íslenska bankageirann. Afleiðing þess er, skiljanlega, vænn skammtur af varkárni sem sumir myndu jafnvel kalla íhaldssemi, líka þegar kemur að nýsköpun. Áhersla á regluverk, ábyrga viðskiptahætti og varkárni er hryggjarstykkið í bankastarfsemi. Áskorunin sem við stöndum frammi fyrir er að nýta tækniframfarir undanfarinna ára til nýsköpunar í þágu viðskiptavina bankanna og um leið gæta þess að allt sem við gerum sé með öryggi þessara sömu viðskiptavina í fyrirrúmi. Við þurfum að nýta gervigreindartækni, sem nú þegar hefur breytt heiminum, og tryggja hag viðskiptavina okkar. Þó það sé kannski ekki einfalt þá er klárlega hægt að gera hvoru tveggja. Ísland er í fararbroddi þegar kemur að stafrænni umbreytingu hefðbundinnar bankaþjónustu – og heilbrigð samkeppni stóru bankanna og nýliða á borð við Indó hefur haldið okkur við efnið. Við höfum verið óhrædd við nýjungar á borð við spjallmenni, sem aðstoða starfsfólk við að veita þjónustu, og bankaútibúin hafa meira og minna breyst í smáforrit í símanum. Kjarni málsins er hins vegar sá að allt þetta er takmarkað við hefðbundna bankaþjónustu. Við lifum enn og hrærumst í heimi debetkorta, kreditkorta, húsnæðislána og hefðbundinna verðbréfaviðskipta. Stundum velti ég fyrir mér hvernig bankastarfsemi væri ef hún væri fundin upp í tækniumhverfi nútímans. Myndum við þurfa svona marga bankareikninga? Þyrftum við að muna hvaða kort ætti að nota til að njóta fríðinda? Og þyrftum við í alvöru að kunna skil á lagaheitum í stað þess að fá upplýsingar á mannamáli? Mér finnst það ólíklegt. Það eitt að hugsa um bankastarfsemi þarf ekki valda hausverk. Tökum sem dæmi DBS í Singapúr, sem er fremstur í flokki stafrænna banka á heimsvísu. Kjörorð bankans eru „Make Banking Joyful“ (Gerum bankastarfsemi gleðilega), sem sýnir að í atvinnugreininni er kallað eftir breytingum. Ég held að skapandi gervigreind (e. Generative AI) sé lausnin, að hún hafi burði til að hjálpa okkur að feta nýjar brautir á þessari vegferð og geti jafnvel orðið sú grundvallarbreyting sem bankageirinn þarf á að halda. Ég þarf hins vegar að fara fram á að þið hunsið alla vitleysuna sem borin er fram á fréttaveitum eða á samfélagsmiðlum dag hvern. Skapandi gervigreind mun hvorki leysa öll heimsins vandamál né valda heimsendi. Málið er öllu flóknara. Gervigreind er gríðarlega öflug vél sem býr til efni á borð við myndir, texta, tónlist og myndbönd, og getur fléttað saman gjörsamlega gölnum hugmyndum sem okkur myndi ekki einu sinni detta í hug að reyna að blanda saman. Því er ekki að undra að margir framleiðendur og lyfjafyrirtæki nýti tæknina nú þegar til þróunar og nýsköpunar. Skapandi gervigreind er ofurkraftur flókinnar efnissköpunar, sem áður krafðist starfskrafta mannfólks. En þið getið alveg andað rólega því ég get fullvissað ykkur um að mönnuð störf eru langt frá því að hverfa. Þau eru einfaldlega að breytast. Við getum mögulega nýtt skapandi gervigreind til að losa okkur við mikið af vinnu sem í dag felur í sér sífelldar endurtekningar fyrir sérfræðinga okkar sem þurfa að svara sömu spurningunum aftur og aftur. Sjálfvirk spurningasvörun, sem byggir á skapandi gervigreind, gerir þessum mannauði kleift að nýta tíma sinn, þekkingu og reynslu til að búa til nýjar lausnir og þjónustu sem bæta líf viðskiptavina. Við lifum á spennandi tímum og möguleikarnir eru óþrjótandi. Það er hins vegar brýnt að huga strax að því hvernig við gerum fólki á vinnumarkaði kleift að tileinka sér nýja hæfni – og ekki síður hvernig nauðsynlegt regluverk verður þróað. Það hefur enginn áhuga á að búa í dystópísku samfélagi alræðis þar sem vélmenni stjórna öllu, síst af öllu fjármálunum okkar. Ísland hefur allt sem þarf til að vera í fararbroddi þegar kemur að hagnýtingu skapandi gervigreindar. Við erum nógu fá til að láta ekki viðráðanleg vandamál buga okkur, á sama tíma erum við mjög framarlega í nýtingu stafrænnar tækni og með aðgang að gríðarlegri þekkingu og færni. Eftir sjö ár á Íslandi er ég enn þeirrar skoðunar að Ísland sé landið þar sem hægt er að endurhugsa bankastarfsemi. Það gerist þó ekki án þess að við séum tilbúin til að styðja við og nýta þá möguleika sem eru til nýsköpunar í bankakerfinu, í þágu viðskiptavina bankanna, í umhverfi þar sem öryggi þessara sömu viðskiptavina er í fyrirrúmi. Ef við getum nýtt skapandi gervigreind, stærstu tæknibyltingu okkar tíma, tryggjum við ekki bara samkeppnishæfni einstakra banka – og alls bankakerfisins – heldur samkeppnishæfni íslensks samfélags. Við stöndum frammi fyrir ýmsum áskorunum sem samfélag og við þurfum, eins og Suður-Afríka, á hagvextinum, sem aukin samkeppnishæfni veitir okkur, að halda. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að taka tæknibyltingunni fagnandi, þora að skapa nýjar lausnir - og umbylta hefðbundinni bankaþjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og gagnastýringar Íslandsbanka. The end of the world and traditional banking At first glance, there are few similarities between Iceland and my motherland of South Africa. The first noticeable difference is the weather, which is always a popular topic. Yet, as is often the case, more things unite than divide us. South Africa, and Africa in general, have long faced many challenges – sometimes barely eking out marginal economic growth, and innovation is critical to ensure that the countries remain competitive. Having managed a large technology team within a multi-national bank in the African continent and having seen the technological developments within the banking industry internationally, I assumed Iceland would be the land of innovation. I thought that all the banks in Iceland would be jumping on the opportunity to reinvent themselves. Little did I know about how the financial collapse of 2008 has redefined the banking industry within Iceland, leaving it with a healthy dose of conservatism when it comes to innovation. We are living in a strange reality where Iceland as a country has a thriving innovation industry, with broad support from government, academia, and civil/corporate structures. Yet, we need to be cautious about how we embrace these new technologies and innovations. We must drive responsible banking while introducing change – a tricky balance. Given this tricky balance, I am often amazed to see how far Iceland has come regarding digitalizing traditional banking products. We are world leaders, with healthy competition between the big banks and newcomers like Indó, and we never miss an opportunity to explore the next frontier, such as chatbots and branchless banking. But that’s just the point; it is limited to traditional banking products. We still live in a world of debit cards, credit cards, mortgages, securities trading, etc. I often wonder what banking would look like if we invented it today with the current technologies that we have available. Would we have so many different account types? Why must I remember which card to use to accumulate the best rewards? How do I remember what all the legal terms mean when I need it, even if it has been translated into ordinary language? I don’t think so. Banking does not have to give you a migraine just by thinking about it. DBS, the world’s leading digital bank, has a vision statement of “Make Banking Joyful,” which shows that as an industry, we recognize that we must change. I think Generative Artificial Intelligence (GenAI) allows us to take another step on this journey – which, in my view, has the potential to be the game-changer the banking industry needs. Firstly, I need to ask you to ignore all the crazy articles you see in your social media or news feeds every day. GenAI will not lead to doomsday or euphoria overnight; it is quite a bit more complicated than it looks. What it does provide is an amazingly powerful engine that generates content (pictures, text, music, videos) in a way that we as humans understand, and it can combine crazy concepts that we would never think about; that is why a lot of manufacturing and pharmaceutical companies are already using it for product development and innovation. This complex content generation of AI is a superpower that we have always required people for. But before you panic, let me assure you that the role of people is not disappearing; it is changing. GenAI can potentially remove a lot of the repetitive work we do today. Think about a customer service agent who has been answering more or less the same question over and over again. Today, the answer to repetitive questions can be automated, freeing up the time of the customer service agent and enabling him to use his in-depth banking and customer experience knowledge to evaluate new concepts and ideas that will make a real difference in our clients’ lives. This is an exciting proposition, but it requires that we start thinking about the skills and regulatory environment that we need to ensure that we don’t create a dystopian future of robots controlling the world (or at least our finances). Iceland has all the ingredients to become a world leader in this space. We are small enough to try to solve manageable problems, and at the same time, we are digitally advanced with access to incredible knowledge and skills. Looking back on my seven years in Iceland, Iceland is still where banking will be reimagined. Yet, for that to happen, we need to be willing to embrace the innovative potential of the Icelandic banking system – within the context of responsible banking. The ability to commercialize breakthrough technology such as GenAI will be the key to the competitiveness of individual banks – and the banking system – and Icelandic society's competitiveness as a whole. The author is Chief Digital and Data Officer at Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Ísland og heimaland mitt Suður-Afríka virðast við fyrstu sýn ekki eiga margt sameiginlegt. Veðrið er líkast til augljósasti munurinn og alltaf vinsælt umræðuefni. En þegar allt kemur til alls er fleira sem sameinar okkur en sundrar. Suður-Afríka, og Afríkulöndin almennt, hafa um langt skeið þurft að takast á við áskoranir – stundum naumast náð jaðarhagvexti og því er nýsköpun mikilvæg til að tryggja samkeppnishæfni landanna. Áður en ég flutti til Íslands stýrði ég stóru tækniteymi í fjölþjóðlegum banka í Afríku og hafði lengi fylgst með tækniþróun í alþjóðlega bankageiranum. Ég var sannfærður um að þegar kæmi að nýsköpun væri Ísland land tækifæranna. Hér var einstök orka og aðstæður virtust kjörnar til að endurhugsa bankastarfsemi. Nýsköpunargeirinn er sterkur og með víðtækan stuðning stjórnvalda, fyrirtækja og háskóla. Verandi útlendingur hafði ég hins vegar ekki hugmynd um með hvaða hætti Hrunið endurskilgreindi íslenska bankageirann. Afleiðing þess er, skiljanlega, vænn skammtur af varkárni sem sumir myndu jafnvel kalla íhaldssemi, líka þegar kemur að nýsköpun. Áhersla á regluverk, ábyrga viðskiptahætti og varkárni er hryggjarstykkið í bankastarfsemi. Áskorunin sem við stöndum frammi fyrir er að nýta tækniframfarir undanfarinna ára til nýsköpunar í þágu viðskiptavina bankanna og um leið gæta þess að allt sem við gerum sé með öryggi þessara sömu viðskiptavina í fyrirrúmi. Við þurfum að nýta gervigreindartækni, sem nú þegar hefur breytt heiminum, og tryggja hag viðskiptavina okkar. Þó það sé kannski ekki einfalt þá er klárlega hægt að gera hvoru tveggja. Ísland er í fararbroddi þegar kemur að stafrænni umbreytingu hefðbundinnar bankaþjónustu – og heilbrigð samkeppni stóru bankanna og nýliða á borð við Indó hefur haldið okkur við efnið. Við höfum verið óhrædd við nýjungar á borð við spjallmenni, sem aðstoða starfsfólk við að veita þjónustu, og bankaútibúin hafa meira og minna breyst í smáforrit í símanum. Kjarni málsins er hins vegar sá að allt þetta er takmarkað við hefðbundna bankaþjónustu. Við lifum enn og hrærumst í heimi debetkorta, kreditkorta, húsnæðislána og hefðbundinna verðbréfaviðskipta. Stundum velti ég fyrir mér hvernig bankastarfsemi væri ef hún væri fundin upp í tækniumhverfi nútímans. Myndum við þurfa svona marga bankareikninga? Þyrftum við að muna hvaða kort ætti að nota til að njóta fríðinda? Og þyrftum við í alvöru að kunna skil á lagaheitum í stað þess að fá upplýsingar á mannamáli? Mér finnst það ólíklegt. Það eitt að hugsa um bankastarfsemi þarf ekki valda hausverk. Tökum sem dæmi DBS í Singapúr, sem er fremstur í flokki stafrænna banka á heimsvísu. Kjörorð bankans eru „Make Banking Joyful“ (Gerum bankastarfsemi gleðilega), sem sýnir að í atvinnugreininni er kallað eftir breytingum. Ég held að skapandi gervigreind (e. Generative AI) sé lausnin, að hún hafi burði til að hjálpa okkur að feta nýjar brautir á þessari vegferð og geti jafnvel orðið sú grundvallarbreyting sem bankageirinn þarf á að halda. Ég þarf hins vegar að fara fram á að þið hunsið alla vitleysuna sem borin er fram á fréttaveitum eða á samfélagsmiðlum dag hvern. Skapandi gervigreind mun hvorki leysa öll heimsins vandamál né valda heimsendi. Málið er öllu flóknara. Gervigreind er gríðarlega öflug vél sem býr til efni á borð við myndir, texta, tónlist og myndbönd, og getur fléttað saman gjörsamlega gölnum hugmyndum sem okkur myndi ekki einu sinni detta í hug að reyna að blanda saman. Því er ekki að undra að margir framleiðendur og lyfjafyrirtæki nýti tæknina nú þegar til þróunar og nýsköpunar. Skapandi gervigreind er ofurkraftur flókinnar efnissköpunar, sem áður krafðist starfskrafta mannfólks. En þið getið alveg andað rólega því ég get fullvissað ykkur um að mönnuð störf eru langt frá því að hverfa. Þau eru einfaldlega að breytast. Við getum mögulega nýtt skapandi gervigreind til að losa okkur við mikið af vinnu sem í dag felur í sér sífelldar endurtekningar fyrir sérfræðinga okkar sem þurfa að svara sömu spurningunum aftur og aftur. Sjálfvirk spurningasvörun, sem byggir á skapandi gervigreind, gerir þessum mannauði kleift að nýta tíma sinn, þekkingu og reynslu til að búa til nýjar lausnir og þjónustu sem bæta líf viðskiptavina. Við lifum á spennandi tímum og möguleikarnir eru óþrjótandi. Það er hins vegar brýnt að huga strax að því hvernig við gerum fólki á vinnumarkaði kleift að tileinka sér nýja hæfni – og ekki síður hvernig nauðsynlegt regluverk verður þróað. Það hefur enginn áhuga á að búa í dystópísku samfélagi alræðis þar sem vélmenni stjórna öllu, síst af öllu fjármálunum okkar. Ísland hefur allt sem þarf til að vera í fararbroddi þegar kemur að hagnýtingu skapandi gervigreindar. Við erum nógu fá til að láta ekki viðráðanleg vandamál buga okkur, á sama tíma erum við mjög framarlega í nýtingu stafrænnar tækni og með aðgang að gríðarlegri þekkingu og færni. Eftir sjö ár á Íslandi er ég enn þeirrar skoðunar að Ísland sé landið þar sem hægt er að endurhugsa bankastarfsemi. Það gerist þó ekki án þess að við séum tilbúin til að styðja við og nýta þá möguleika sem eru til nýsköpunar í bankakerfinu, í þágu viðskiptavina bankanna, í umhverfi þar sem öryggi þessara sömu viðskiptavina er í fyrirrúmi. Ef við getum nýtt skapandi gervigreind, stærstu tæknibyltingu okkar tíma, tryggjum við ekki bara samkeppnishæfni einstakra banka – og alls bankakerfisins – heldur samkeppnishæfni íslensks samfélags. Við stöndum frammi fyrir ýmsum áskorunum sem samfélag og við þurfum, eins og Suður-Afríka, á hagvextinum, sem aukin samkeppnishæfni veitir okkur, að halda. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að taka tæknibyltingunni fagnandi, þora að skapa nýjar lausnir - og umbylta hefðbundinni bankaþjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og gagnastýringar Íslandsbanka. The end of the world and traditional banking At first glance, there are few similarities between Iceland and my motherland of South Africa. The first noticeable difference is the weather, which is always a popular topic. Yet, as is often the case, more things unite than divide us. South Africa, and Africa in general, have long faced many challenges – sometimes barely eking out marginal economic growth, and innovation is critical to ensure that the countries remain competitive. Having managed a large technology team within a multi-national bank in the African continent and having seen the technological developments within the banking industry internationally, I assumed Iceland would be the land of innovation. I thought that all the banks in Iceland would be jumping on the opportunity to reinvent themselves. Little did I know about how the financial collapse of 2008 has redefined the banking industry within Iceland, leaving it with a healthy dose of conservatism when it comes to innovation. We are living in a strange reality where Iceland as a country has a thriving innovation industry, with broad support from government, academia, and civil/corporate structures. Yet, we need to be cautious about how we embrace these new technologies and innovations. We must drive responsible banking while introducing change – a tricky balance. Given this tricky balance, I am often amazed to see how far Iceland has come regarding digitalizing traditional banking products. We are world leaders, with healthy competition between the big banks and newcomers like Indó, and we never miss an opportunity to explore the next frontier, such as chatbots and branchless banking. But that’s just the point; it is limited to traditional banking products. We still live in a world of debit cards, credit cards, mortgages, securities trading, etc. I often wonder what banking would look like if we invented it today with the current technologies that we have available. Would we have so many different account types? Why must I remember which card to use to accumulate the best rewards? How do I remember what all the legal terms mean when I need it, even if it has been translated into ordinary language? I don’t think so. Banking does not have to give you a migraine just by thinking about it. DBS, the world’s leading digital bank, has a vision statement of “Make Banking Joyful,” which shows that as an industry, we recognize that we must change. I think Generative Artificial Intelligence (GenAI) allows us to take another step on this journey – which, in my view, has the potential to be the game-changer the banking industry needs. Firstly, I need to ask you to ignore all the crazy articles you see in your social media or news feeds every day. GenAI will not lead to doomsday or euphoria overnight; it is quite a bit more complicated than it looks. What it does provide is an amazingly powerful engine that generates content (pictures, text, music, videos) in a way that we as humans understand, and it can combine crazy concepts that we would never think about; that is why a lot of manufacturing and pharmaceutical companies are already using it for product development and innovation. This complex content generation of AI is a superpower that we have always required people for. But before you panic, let me assure you that the role of people is not disappearing; it is changing. GenAI can potentially remove a lot of the repetitive work we do today. Think about a customer service agent who has been answering more or less the same question over and over again. Today, the answer to repetitive questions can be automated, freeing up the time of the customer service agent and enabling him to use his in-depth banking and customer experience knowledge to evaluate new concepts and ideas that will make a real difference in our clients’ lives. This is an exciting proposition, but it requires that we start thinking about the skills and regulatory environment that we need to ensure that we don’t create a dystopian future of robots controlling the world (or at least our finances). Iceland has all the ingredients to become a world leader in this space. We are small enough to try to solve manageable problems, and at the same time, we are digitally advanced with access to incredible knowledge and skills. Looking back on my seven years in Iceland, Iceland is still where banking will be reimagined. Yet, for that to happen, we need to be willing to embrace the innovative potential of the Icelandic banking system – within the context of responsible banking. The ability to commercialize breakthrough technology such as GenAI will be the key to the competitiveness of individual banks – and the banking system – and Icelandic society's competitiveness as a whole. The author is Chief Digital and Data Officer at Íslandsbanka.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun