Viðskipti innlent

Heims­frægur tón­listar­maður nýtir sér tækni ís­lensks fyrir­tækis

Bjarki Sigurðsson skrifar
Joji á tónleikum í fyrrasumar.
Joji á tónleikum í fyrrasumar. Getty/Rick Kern

Söngvarinn Joji hefur nýtt sér tækni íslenska sprotafyrirtækisins Overtune til þess að gabba áhorfendur á tónleikum sínum. 

Joji varð fyrst vinsæll á Youtube fyrir um það bil áratug síðan, þá sem persónan Filthy Frank, en hefur nú snúið sér að tónlist. Vinsælasta verk hans er lagið Glimps of Us sem kom út á síðasta ári og hefur fengið yfir milljarð spilana á Spotify.

Á tónleikarferðalagi Joji hefur hann gabbað áhorfendur með því að láta eins og frægir einstaklingar séu að hringja í hann, svo sem Barack Obama fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. 

Fyrir þetta grín notar Joji gervigreindartækni Overtune þar sem notendur geta látið rödd sína hljóma eins og hjá hinum ýmsu opinberu persónum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×