Læknar án landamæra fordæma Ísraela: „Verið er að fletja út Gasaströndina“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. október 2023 20:45 Palestínskir sjúkraliðar hjálpa manni sem særðist í loftárásum Ísraela á Shifa-spítala á Gasaströndinni. Læknar án landamæra kalla eftir því að spítalir fái að vera örugg svæði utan átakanna. AP/Ali Mahmoud Læknar án landamæra segja Ísraela hafa gefið læknum einungis tvo klukkutíma til að rýma sjúkrahús í Al Awda á Gasaströndinni. Læknar samtakanna fordæma aðgerðirnar og áframhaldandi árásir á innviði heilbrigðiskerfisins á Gasaströndinni. Samtökin greindu frá þessu á X (áður Twitter) fyrir um klukkustund síðan. Þar segir að læknar samtakanna séu enn að sinna sjúklingum og séu að reyna að verja bæði starfsfólk sitt og sjúklinga. BREAKING: Israel has given Al Awda Hospital just two hours to evacuate. Our staff are still treating patients.We unequivocally condemn this action, the continued indiscriminate bloodshed and attacks on health care in Gaza.We are trying to protect our staff and patients.— MSF International (@MSF) October 13, 2023 „Við fordæmum þessar aðgerðir, áframhaldandi blóðsúthellingar og árásir á innviði heilbrigðiskerfisins í Gasa, umbúðalaust,“ segir í færslunni. Fordæma kröfur Ísraelsmanna „Sólarhringsfresturinn sem Ísrael hefur gefið fólkinu í norðurhluta Gasa til að yfirgefa land sitt, heimili og sjúkrahús er svívirðilegur,“ sagði Meinie Nicolai, forstjóri Lækna án landamæra, í yfirlýsingu. „Við höfum endurtekið séð afmennskandi mál notað og þetta ofbeldi er birtingarmynd þess. Við erum að tala um meira en milljón manneskjur,“ sagði hann einnig og að „fordæmalaust“ væri ekki nógu stórt orð til að lýsa því sem væri að gerast. „Verið er að fletja út Gasaströndina, þúsundir eru að deyja, þessu verður að ljúka núna. Við fordæmum kröfur Ísrael algjörlega.“ Óska eftir því að spítalar fái að vera í friði Læknar án landamæra hafa einnig staðfest að alþjóðleg teymi samtakanna, sem samanstanda hvert af um tuttugu starfsmönnum, á norðurhluta Gasastrandarinnar hafa flutt sig yfir á suðurhlutann. Þá segjast samtökin ekki geta sannreynt ástand allra 300 palestínskra kollega sinna en einhverjir þeirra séu að reyna að koma sér suður með fjölskyldum sínum og að samtökin séu að reyna að hjálpa því fólki að finna húsaskjól. Aðrir hafa haldið kyrru fyrir í norðrinu til að sinna særðum einstaklingum og öðrum sjúklingum. Læknar án landamæra segja að kröfur Ísralesmanna um brottflutning rúmlega 1,1 milljónar íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar séu fáránlegar og muni gera hræðilegt ástandið enn verra. Þá óska samtökin eftir því að búin verði til afmörkuð svæði sem eru örugg frá átökunum, þar á meðal spítalar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Samtökin greindu frá þessu á X (áður Twitter) fyrir um klukkustund síðan. Þar segir að læknar samtakanna séu enn að sinna sjúklingum og séu að reyna að verja bæði starfsfólk sitt og sjúklinga. BREAKING: Israel has given Al Awda Hospital just two hours to evacuate. Our staff are still treating patients.We unequivocally condemn this action, the continued indiscriminate bloodshed and attacks on health care in Gaza.We are trying to protect our staff and patients.— MSF International (@MSF) October 13, 2023 „Við fordæmum þessar aðgerðir, áframhaldandi blóðsúthellingar og árásir á innviði heilbrigðiskerfisins í Gasa, umbúðalaust,“ segir í færslunni. Fordæma kröfur Ísraelsmanna „Sólarhringsfresturinn sem Ísrael hefur gefið fólkinu í norðurhluta Gasa til að yfirgefa land sitt, heimili og sjúkrahús er svívirðilegur,“ sagði Meinie Nicolai, forstjóri Lækna án landamæra, í yfirlýsingu. „Við höfum endurtekið séð afmennskandi mál notað og þetta ofbeldi er birtingarmynd þess. Við erum að tala um meira en milljón manneskjur,“ sagði hann einnig og að „fordæmalaust“ væri ekki nógu stórt orð til að lýsa því sem væri að gerast. „Verið er að fletja út Gasaströndina, þúsundir eru að deyja, þessu verður að ljúka núna. Við fordæmum kröfur Ísrael algjörlega.“ Óska eftir því að spítalar fái að vera í friði Læknar án landamæra hafa einnig staðfest að alþjóðleg teymi samtakanna, sem samanstanda hvert af um tuttugu starfsmönnum, á norðurhluta Gasastrandarinnar hafa flutt sig yfir á suðurhlutann. Þá segjast samtökin ekki geta sannreynt ástand allra 300 palestínskra kollega sinna en einhverjir þeirra séu að reyna að koma sér suður með fjölskyldum sínum og að samtökin séu að reyna að hjálpa því fólki að finna húsaskjól. Aðrir hafa haldið kyrru fyrir í norðrinu til að sinna særðum einstaklingum og öðrum sjúklingum. Læknar án landamæra segja að kröfur Ísralesmanna um brottflutning rúmlega 1,1 milljónar íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar séu fáránlegar og muni gera hræðilegt ástandið enn verra. Þá óska samtökin eftir því að búin verði til afmörkuð svæði sem eru örugg frá átökunum, þar á meðal spítalar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira