Ísraelar ítrekuðu í dag fyrirmæli sín til Palestínumanna um að rýma norðurhluta Gasasvæðisins á samfélagsmiðlum og einblöðungum sem var sleppt úr lofti. Hamas hvöttu fólk til að halda kyrru fyrir þar sem samgöngur væru óöruggar. Ísraelar segja Hamas nota almenna borgara sem mennska skildi.
Sameinuðu þjóðirnar, Rauði krossinn og önnur alþjóðleg samtök hafa fordæmt Ísraela og sagt að skyndileg rýming rúmlega milljón manna og herkví Ísraela um svæðið muni hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér.
Fyrirmæli Ísraela náðu til 1,1 milljónar Palestínumanna, um það bil helming þjóðarinnar og segir ísraelski herinn að „mörg hundruð þúsund“ Palestínumenn hefðu hlýtt fyrirmælunum og farið suður. Palestínumenn fengu sex tíma glugga til að ferðast með öruggum hætti suður á bóginn eftir tveimur stofnbrautum. Sá gluggi lokaði í eftirmiðdaginn (um 13 að íslenskum tíma).
Undirbúa sig undir næsta stig
Þegar fresturinn rann út fyrr í dag var mikill fjöldi ísraelskra hermanna búinn að koma sér fyrir við Gasaströndina.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti fótgönguliða og sagði þeim að vera tilbúna fyrir „næsta stig“ án þess að skýra nánar í hverju það fælist.
, . .
— Benjamin Netanyahu - (@netanyahu) October 14, 2023
( : , ) pic.twitter.com/TiGzHcWhPK
Í tilkynningu frá ísraelska hernum sem birtist síðdegis kom fram að herinn hefði undirbúið „samstillta“ árás á Gasaströndina úr landi, lofti og legi. Þá sagðist herinn einnig vera að vinna að því að koma í framkvæmd fjölbreyttum innrásaráætlunum.
Það hefur ekki ekki enn komið fram hvenær nákvæmlega herinn ætlar að ráðast inn í Gasasvæðið.
Ismail Haniyeh, háttsettur Hamas-liði, sagði í sjónvarpsræðu, að „allt blóðbaðið“ myndi ekki brjóta palestínsku þjóðina. Hamas hefur haldið áfram loftárásum sínum á Ísrael á sama tíma og Ísraelar hafa látið sprengjum rigna yfir Gasa.

Milljón manna á vergangi
Að sögn Juliette Touma, talsmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, er ekki vitað hve margir íbúar Palestínu eru enn í norðurhluta landsins. Hún segir meira en milljón Palestínumanna vera á vergangi.
Um það bil 35 þúsund almennir borgarar á flótta hafa komið sér fyrir á landareign aðalsjúkrahússins í Gasaborg, undir trjám, inni í anddyri spítalans og á göngum hans. Heilbrigðisstarfsfólk segir að þeim verði hlíft við átökunum.
„Fólk heldur að þetta sé eina örugga svæðið eftir að heimili þeirra voru eyðilögð og þau voru neydd til að flýja,“ sagði Dr. Medhat Abbas, starfsmaður heilbrigðisráðuneytisins. „Gasaborg eru óhuggulegur vettvangur eyðileggingar.“
„Gasa hefur verið án vatns í næstum þrjá daga, við höfum enga orku, ekkert rafmagn,“ sagði Inas Hamdan, annar talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.