Óánægðir eldri borgarar á Selfossi mótmæltu með vöfflukaffi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. október 2023 13:31 Guðný Gunnarsdóttir fer fyrir mótmælunum á Grænumarkarsvæðinu á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Óánægðir eldri borgarar á Selfossi boðuðu til vöfflukaffis til að mótmæla skerðingu á þjónustu sveitarfélagsins Árborgar. Um 30 manna hópur í Grænumörk 1, 3 og 5 komu saman í gær í vöfflukaffi í Grænumörk 1 til að mótmæla skerðingu við þá í Grænumörk 5 þar sem félagsmiðstöð eldri borgara er meðal annars með sali undir allskonar starfsemi. Guðný Gunnarsdóttir fer fyrir mótmælunum og veit um hvað málið snýst. „Það snýst um að fá að vera í salnum eins og við vorum áður en þessi breyting kom fyrst og fremst. Og þetta tíu kaffi þarf að vera liprara og opna fyrr finnst mér. Við erum fullorðið fólk og við vitum alveg að kaffið er frá 10:00 til 10:30 en við hljótum að mega setja niður og byrja að rabba saman áður en konan kemur með kaffið,“ segir Guðný. Þannig að það er ekkert opnað fyrr en klukkan 10? „Bara á mínútunni 10:00, alveg hreint. Svo sitjum við bara eins og á biðstofu hjá tannlækni með angistarsvip að bíða eftir kaffinu.“ Vöfflukaffið stóð í gær frá 14:00 til 16:00 þar sem fjöldi fólks kom saman á því tímabili til að fara yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný segir að fólki sé líka ósátt við að geta ekki farið í salinn utan hefðbundins opnunartíma til að halda vöfflukaffi eða aðrar samkomur án þess að borga leigu. Hún segir að það sé alltaf verið að hækka húsaleiguna á gamla fólkinu og skerða hlunnindin í leiðinni. „Þetta var allt opið og við gátum bara gengið þarna inn þegar það var vakt allan daginn og þá voru bara vaktkonurnar og þær samþykktu vöfflukaffið og tóku þátt í því og hjálpuðu okkur við það,“ segir Guðný. Margrét Elísa Gunnarsdóttir, forstöðumaður hjá Árborg í Grænumörk segir mótmælahópinn bæta hressilega í sannleikann því að öll salarleiga kosti og hafi alltaf gert samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins en eldri borgarar fá afslátt þar á. Þá taki breytingarnar, sem tóku gildi 1. september mið af opnunartíma allra annarra félagsmiðstöðva eldri borgara í landinu, þar að segja að opnunartíminn á mánudögum til fimmtudags sé frá 8:30 til 16:00 og á föstudögum frá 08:30 til 14:30. Félagsmiðstöð eldri borgara er í þessu húsi við Grænumörk 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú er Árborg á hausnum, er þetta bara ekki eðlilegt? „Er ekki hægt að hliðra til og leita einhvers staðar annars staðar af peningnum, þau geta bara svolítið minnkað launin sín,“ segir Guðný, sem er í forsvari fyrir mótmælunum og boðaði í vöfflukaffi í gær. Mótmæla vöfflukaffið fór fram í gær í Grænumörk 1.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrír af fundargestunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Um 30 manna hópur í Grænumörk 1, 3 og 5 komu saman í gær í vöfflukaffi í Grænumörk 1 til að mótmæla skerðingu við þá í Grænumörk 5 þar sem félagsmiðstöð eldri borgara er meðal annars með sali undir allskonar starfsemi. Guðný Gunnarsdóttir fer fyrir mótmælunum og veit um hvað málið snýst. „Það snýst um að fá að vera í salnum eins og við vorum áður en þessi breyting kom fyrst og fremst. Og þetta tíu kaffi þarf að vera liprara og opna fyrr finnst mér. Við erum fullorðið fólk og við vitum alveg að kaffið er frá 10:00 til 10:30 en við hljótum að mega setja niður og byrja að rabba saman áður en konan kemur með kaffið,“ segir Guðný. Þannig að það er ekkert opnað fyrr en klukkan 10? „Bara á mínútunni 10:00, alveg hreint. Svo sitjum við bara eins og á biðstofu hjá tannlækni með angistarsvip að bíða eftir kaffinu.“ Vöfflukaffið stóð í gær frá 14:00 til 16:00 þar sem fjöldi fólks kom saman á því tímabili til að fara yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný segir að fólki sé líka ósátt við að geta ekki farið í salinn utan hefðbundins opnunartíma til að halda vöfflukaffi eða aðrar samkomur án þess að borga leigu. Hún segir að það sé alltaf verið að hækka húsaleiguna á gamla fólkinu og skerða hlunnindin í leiðinni. „Þetta var allt opið og við gátum bara gengið þarna inn þegar það var vakt allan daginn og þá voru bara vaktkonurnar og þær samþykktu vöfflukaffið og tóku þátt í því og hjálpuðu okkur við það,“ segir Guðný. Margrét Elísa Gunnarsdóttir, forstöðumaður hjá Árborg í Grænumörk segir mótmælahópinn bæta hressilega í sannleikann því að öll salarleiga kosti og hafi alltaf gert samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins en eldri borgarar fá afslátt þar á. Þá taki breytingarnar, sem tóku gildi 1. september mið af opnunartíma allra annarra félagsmiðstöðva eldri borgara í landinu, þar að segja að opnunartíminn á mánudögum til fimmtudags sé frá 8:30 til 16:00 og á föstudögum frá 08:30 til 14:30. Félagsmiðstöð eldri borgara er í þessu húsi við Grænumörk 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú er Árborg á hausnum, er þetta bara ekki eðlilegt? „Er ekki hægt að hliðra til og leita einhvers staðar annars staðar af peningnum, þau geta bara svolítið minnkað launin sín,“ segir Guðný, sem er í forsvari fyrir mótmælunum og boðaði í vöfflukaffi í gær. Mótmæla vöfflukaffið fór fram í gær í Grænumörk 1.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrír af fundargestunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira