Ísland verði að taka afstöðu gegn árásum Ísraels á Gasa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2023 13:45 Hjálmtýr Heiðdal er formaður Ísland-Palestína. Boðað hefur verið til samstöðufundar með Palestínumönnum á Austurvelli í dag. Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi. Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Í hið minnsta 1300 Ísraelsmenn hafa látið lífið í árásum Hamas liða og um 3.400 eru særðir. Þá hafa um 2.400 Palestínumenn verið drepnir í átökunum og rúmlega tíu þúsund manns særst í loftárásum Ísraelsmanna. Tugir þúsunda íbúa á Gasa hafa yfirgefið heimili sín. Félagið Ísland-Palestína hefur blásið til samstöðufundar á Austurvelli klukkan þrjú í dag, undir yfirskriftinni Samstaða með Palestínu - stöðvið fjöldamorð Ísraelshers. Formaður félagsins segir vestræn stjórnvöld hafa tekið einhliða afstöðu með Ísrael en fordæmi árásir Hamas-liða. „Við erum að mótmæla líka afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar. Hún hefur fallið í þennan kór sem fordæmir einhliða,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður Íslands-Palestínu. Með einhliða fordæmingu sé verið að gefa skotleyfi á saklausa Palestínumenn. Yfirvofandi innrás sé þannig með stuðningi Vesturlanda. Ísland sé eitt tveggja vestrænna ríkja sem hafi viðurkennt tilvist palestínsk ríkis. „Ísland verður að framfylgja þessari viðurkenningu með því að taka afstöðu gegn ástandinu sem Ísrael hefur skapað.“ Félagið Ísland-Palestína fordæmi allar árásir á almenna borgara, sama hver á í hlut. „En við leggjum sérstaklega áherslu á það að við fordæmum árásir Ísraelshers á vopnlausa borgara, með stórfelldum hernaðartækjum, með stuðningi vesturlanda. Það er meginatriðið sem blasir við,“ segir Hjálmtýr. Fundurinn verður á Austurvelli klukkan þrjú í dag. Þar verða flutt stutt ávörp, sungið og að lokum samþykkt ályktun félagsins sem verður send ríkisstjórninni. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Reykjavík Tengdar fréttir Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56 Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. 14. október 2023 19:18 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Í hið minnsta 1300 Ísraelsmenn hafa látið lífið í árásum Hamas liða og um 3.400 eru særðir. Þá hafa um 2.400 Palestínumenn verið drepnir í átökunum og rúmlega tíu þúsund manns særst í loftárásum Ísraelsmanna. Tugir þúsunda íbúa á Gasa hafa yfirgefið heimili sín. Félagið Ísland-Palestína hefur blásið til samstöðufundar á Austurvelli klukkan þrjú í dag, undir yfirskriftinni Samstaða með Palestínu - stöðvið fjöldamorð Ísraelshers. Formaður félagsins segir vestræn stjórnvöld hafa tekið einhliða afstöðu með Ísrael en fordæmi árásir Hamas-liða. „Við erum að mótmæla líka afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar. Hún hefur fallið í þennan kór sem fordæmir einhliða,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður Íslands-Palestínu. Með einhliða fordæmingu sé verið að gefa skotleyfi á saklausa Palestínumenn. Yfirvofandi innrás sé þannig með stuðningi Vesturlanda. Ísland sé eitt tveggja vestrænna ríkja sem hafi viðurkennt tilvist palestínsk ríkis. „Ísland verður að framfylgja þessari viðurkenningu með því að taka afstöðu gegn ástandinu sem Ísrael hefur skapað.“ Félagið Ísland-Palestína fordæmi allar árásir á almenna borgara, sama hver á í hlut. „En við leggjum sérstaklega áherslu á það að við fordæmum árásir Ísraelshers á vopnlausa borgara, með stórfelldum hernaðartækjum, með stuðningi vesturlanda. Það er meginatriðið sem blasir við,“ segir Hjálmtýr. Fundurinn verður á Austurvelli klukkan þrjú í dag. Þar verða flutt stutt ávörp, sungið og að lokum samþykkt ályktun félagsins sem verður send ríkisstjórninni.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Reykjavík Tengdar fréttir Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56 Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. 14. október 2023 19:18 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15. október 2023 07:56
Ísraelski herinn undirbýr allsherjarárás Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi. 14. október 2023 19:18