Ætlar að leggja sig alla fram við söluna Íslandsbanka Atli Ísleifsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 16. október 2023 13:32 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra í dag. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir ljóst að nýjar áherslur fylgi alltaf nýju fólki. Hún segir óhætt að segja að ekkert í hennar störfum bendi til þess að hún sé ekki fær um að bera ábyrgð á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta sagði Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu eftir að hún hafði komið lyklunum að utanríkisráðuneytinu í hendur Bjarna Benediktssonar. Hún tekur sjálf við lyklunum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45 í dag. „Það fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki. Ég hlakka til að máta mig inn í þessi stóru og miklu verkefni á nýjum stað sem hafa líka annars konar tengingu við fólk og skipta allar fjölskyldur máli. Þannig að ég kveð þetta ráðuneyti gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö ár sem ég hef hérna verið þar sem hefur reynt á mikið. Við lifum tíma þar sem reyna mjög á utanríkisþjónustu og utanríkisráðherra, því miður, þar sem það eru að gerast hlutir þar sem minni kynslóð var lofað að myndi ekki gerast aftur. Á nýjum stað taka við stór og mikilvæg verkefni og ég hlakka mikið til,“ segir Þórdís Kolbrún. Ráðherrann segist kveðja utanríkisráðuneytið með miklum söknuði. „Þetta hafa verið stórkostleg tvö ár og í þessu ráðuneyti er einfaldlega ótrúlega framúrskarandi fólk, bæði hérna heima og út um allan heim. Auðvitað eru verkefni sem eru á slíkum skala og hafa þannig áhrif á veröldina alla. Ísland er ekki ónæmt fyrir þeim breytingum. Þannig að þetta hefur verið alveg gríðarlega lærdómsríkt, gefandi og það er mjög góð tilfinning sem fylgir því að finna – það sem maður segir – hefur áhrif á stærri mynd en ég hef nokkru sinni haft áður tækifæri til að hafa áhrif á.“ Tekur sæti Bjarna í ríkisfjármálanefnd Þórdís segist munu taka sæti Bjarna í ríkisfjármálanefnd og að hann fari sjálfur úr nefndinni. Aðspurð um þær raddir sem segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki vel til þess fallinn að stjórna áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka segir Þórdís að það sé óhætt að segja að ekkert í hennar störfum bendi til þess að hún sé ekki fær um að bera ábyrgð á slíku ferli. „Það er auðvitað ákveðin vinna í gangi og ég mun leggja allt kapp á það að klára þá vinnu og gera þetta með sem vönduðustum hætti og með sem flestum. Það er forgangsverkefni að klára þessa sölu þar sem það er það sem er rétt að gera fyrir hagsmuni Íslendinga og ríkissjóðs, að við losum okkur undan þessu eignarhaldi og nýtum þá fjármuni í annað vitsamlegra. En það þarf að gera það almennilega og ég mun leggja mig alla fram í því,“ segir Þórdís Kolbrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Boðar ekki breytingar í nýju ráðuneyti Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála. 16. október 2023 13:39 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Sjá meira
Þetta sagði Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu eftir að hún hafði komið lyklunum að utanríkisráðuneytinu í hendur Bjarna Benediktssonar. Hún tekur sjálf við lyklunum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45 í dag. „Það fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki. Ég hlakka til að máta mig inn í þessi stóru og miklu verkefni á nýjum stað sem hafa líka annars konar tengingu við fólk og skipta allar fjölskyldur máli. Þannig að ég kveð þetta ráðuneyti gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö ár sem ég hef hérna verið þar sem hefur reynt á mikið. Við lifum tíma þar sem reyna mjög á utanríkisþjónustu og utanríkisráðherra, því miður, þar sem það eru að gerast hlutir þar sem minni kynslóð var lofað að myndi ekki gerast aftur. Á nýjum stað taka við stór og mikilvæg verkefni og ég hlakka mikið til,“ segir Þórdís Kolbrún. Ráðherrann segist kveðja utanríkisráðuneytið með miklum söknuði. „Þetta hafa verið stórkostleg tvö ár og í þessu ráðuneyti er einfaldlega ótrúlega framúrskarandi fólk, bæði hérna heima og út um allan heim. Auðvitað eru verkefni sem eru á slíkum skala og hafa þannig áhrif á veröldina alla. Ísland er ekki ónæmt fyrir þeim breytingum. Þannig að þetta hefur verið alveg gríðarlega lærdómsríkt, gefandi og það er mjög góð tilfinning sem fylgir því að finna – það sem maður segir – hefur áhrif á stærri mynd en ég hef nokkru sinni haft áður tækifæri til að hafa áhrif á.“ Tekur sæti Bjarna í ríkisfjármálanefnd Þórdís segist munu taka sæti Bjarna í ríkisfjármálanefnd og að hann fari sjálfur úr nefndinni. Aðspurð um þær raddir sem segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki vel til þess fallinn að stjórna áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka segir Þórdís að það sé óhætt að segja að ekkert í hennar störfum bendi til þess að hún sé ekki fær um að bera ábyrgð á slíku ferli. „Það er auðvitað ákveðin vinna í gangi og ég mun leggja allt kapp á það að klára þá vinnu og gera þetta með sem vönduðustum hætti og með sem flestum. Það er forgangsverkefni að klára þessa sölu þar sem það er það sem er rétt að gera fyrir hagsmuni Íslendinga og ríkissjóðs, að við losum okkur undan þessu eignarhaldi og nýtum þá fjármuni í annað vitsamlegra. En það þarf að gera það almennilega og ég mun leggja mig alla fram í því,“ segir Þórdís Kolbrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Boðar ekki breytingar í nýju ráðuneyti Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála. 16. október 2023 13:39 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Sjá meira
Boðar ekki breytingar í nýju ráðuneyti Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála. 16. október 2023 13:39