Agnes ætlar með málið fyrir dóm Jón Þór Stefánsson skrifar 16. október 2023 21:49 Agnes segist taka málið alvarlega og því ætli hún að leita til dómstóla. Vísir/Vilhelm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. Í kvöld var greint frá því að ákvörðun Agnesar um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakalli, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Ástæðan er að hún hafi ekki haft umboð til að taka slíkar ákvarðanir eftir 30. júní í fyrra þegar skipunartími hennar rann út. Í yfirlýsingu frá biskup segir að á grundvelli köllunar sinnar til að þjóna þjóðkirkjunni hafi hún gefið kost á sér til embættis biskups Íslands og verið kosin af fólkinu í kirkjunni árið 2012 til þeirra starfa. Fimm árum síðar árið 2017 hafi umboð hennar verið framlengt á forsendum sömu kosningar. Þegar þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum árið 2021 hafi fylgt skýr skilaboð frá ríkinu um að kirkjuþing þyrfti að setja reglur um það hvernig þessum málum væri háttað. Öllum skyldi tryggð sömu réttindi. „Nú hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komist að þeirri niðurstöðu að kirkjuþing hafi brugðist þessari skyldu sinni. Ég tek það alvarlega. Mikilvægt er nú að fá niðurstöðu dómstóla um málið. Þess vegna tel ég rétt að áfrýja þessari niðurstöðu með hagsmuni þjóðkirkjunnar að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingu Agnesar. „Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Ég er stolt að því en átta mig um leið á því að það geti verið umdeilt af hálfu þeirra einstaklinga sem um ræðir,“ segir Agnes og vísar þar til máls Gunnars, en á síðasta ári sökuðu sex konur hann um kynferðislega áreitni. Óháð teymi innan þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu nýverið að í af þeim 48 atvikum sem voru til skoðunar hefði séra Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Gunnari var eins og áður sagt gefin áminning í september í fyrra, en þann 14. september var honum sagt upp. Yfirlýsing Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Á grundvelli köllunar minnar til að þjóna þjóðkirkjunni gaf ég kost á mér til embættis biskups Íslands og var kosin af fólkinu í kirkjunni árið 2012 til þeirra starfa. Fimm árum síðar árið 2017 var umboð mitt framlengt á forsendum sömu kosningar. Þegar þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum árið 2021 fylgdu skýr skilaboð frá ríkinu um að kirkjuþing þyrfti að setja reglur um það hvernig þessum málum væri háttað. Öllum skyldi tryggð sömu réttindi. Nú hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komist að þeirri niðurstöðu að kirkjuþing hafi brugðist þessari skyldu sinni. Ég tek það alvarlega. Mikilvægt er nú að fá niðurstöðu dómstóla um málið. Þess vegna tel ég rétt að áfrýja þessari niðurstöðu með hagsmuni þjóðkirkjunnar að leiðarljósi. Framundan á næsta ári eru biskupskosningar, eins og komið hefur fram í máli kjörstjórnar þjóðkirkjunnar, þar sem fólkið í kirkjunni mun kjósa sér nýjan biskup til næstu ára. Ég hef hvatt forseta kirkjuþings til að tryggja og skýra stöðu biskups Íslands til frambúðar. Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Ég er stolt að því en átta mig um leið á því að það geti verið umdeilt af hálfu þeirra einstaklinga sem um ræðir. Vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum hafa verið mér samstíga alla mína biskupstíð og verið mér styðjandi kollegar í mörgum krefjandi málum. Það er stuðningur sem er bæði ómetanlegur og mikilvægur þegar reynir á stjórnsýslulegan styrk í stöku málum. Þá er ég afar þakklát þeim stuðningi sem prestar og djáknar sýndu mér og þjóðkirkjunni í sumar með yfirlýsingum. Ég hef sinnt starfi mínu sem biskup Íslands með köllun í hjarta og huga. Á þeirri vegferð hafa orðið grundvallandi breytingar á þjóðkirkjunni sem ég tel efla og móta kirkjuna til að takast á við bjarta framtíð kristni í landinu. Ég er stolt af kirkjunni minni, fólkinu sem hana myndar, þjónar og starfar um land allt. Það er hin eiginlega þjóðkirkja. Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Kópavogur Kynferðisofbeldi Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Í kvöld var greint frá því að ákvörðun Agnesar um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakalli, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Ástæðan er að hún hafi ekki haft umboð til að taka slíkar ákvarðanir eftir 30. júní í fyrra þegar skipunartími hennar rann út. Í yfirlýsingu frá biskup segir að á grundvelli köllunar sinnar til að þjóna þjóðkirkjunni hafi hún gefið kost á sér til embættis biskups Íslands og verið kosin af fólkinu í kirkjunni árið 2012 til þeirra starfa. Fimm árum síðar árið 2017 hafi umboð hennar verið framlengt á forsendum sömu kosningar. Þegar þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum árið 2021 hafi fylgt skýr skilaboð frá ríkinu um að kirkjuþing þyrfti að setja reglur um það hvernig þessum málum væri háttað. Öllum skyldi tryggð sömu réttindi. „Nú hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komist að þeirri niðurstöðu að kirkjuþing hafi brugðist þessari skyldu sinni. Ég tek það alvarlega. Mikilvægt er nú að fá niðurstöðu dómstóla um málið. Þess vegna tel ég rétt að áfrýja þessari niðurstöðu með hagsmuni þjóðkirkjunnar að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingu Agnesar. „Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Ég er stolt að því en átta mig um leið á því að það geti verið umdeilt af hálfu þeirra einstaklinga sem um ræðir,“ segir Agnes og vísar þar til máls Gunnars, en á síðasta ári sökuðu sex konur hann um kynferðislega áreitni. Óháð teymi innan þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu nýverið að í af þeim 48 atvikum sem voru til skoðunar hefði séra Gunnar orðið uppvís að ósæmilegri háttsemi í tíu tilvikum. Gunnari var eins og áður sagt gefin áminning í september í fyrra, en þann 14. september var honum sagt upp. Yfirlýsing Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Á grundvelli köllunar minnar til að þjóna þjóðkirkjunni gaf ég kost á mér til embættis biskups Íslands og var kosin af fólkinu í kirkjunni árið 2012 til þeirra starfa. Fimm árum síðar árið 2017 var umboð mitt framlengt á forsendum sömu kosningar. Þegar þjóðkirkjan fékk aukið sjálfstæði með lögum árið 2021 fylgdu skýr skilaboð frá ríkinu um að kirkjuþing þyrfti að setja reglur um það hvernig þessum málum væri háttað. Öllum skyldi tryggð sömu réttindi. Nú hefur úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar komist að þeirri niðurstöðu að kirkjuþing hafi brugðist þessari skyldu sinni. Ég tek það alvarlega. Mikilvægt er nú að fá niðurstöðu dómstóla um málið. Þess vegna tel ég rétt að áfrýja þessari niðurstöðu með hagsmuni þjóðkirkjunnar að leiðarljósi. Framundan á næsta ári eru biskupskosningar, eins og komið hefur fram í máli kjörstjórnar þjóðkirkjunnar, þar sem fólkið í kirkjunni mun kjósa sér nýjan biskup til næstu ára. Ég hef hvatt forseta kirkjuþings til að tryggja og skýra stöðu biskups Íslands til frambúðar. Ég hef beitt mér sérstaklega fyrir því að taka á ofbeldismálum innan kirkjunnar til þess að kirkjan sé öruggur staður. Ég er stolt að því en átta mig um leið á því að það geti verið umdeilt af hálfu þeirra einstaklinga sem um ræðir. Vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum hafa verið mér samstíga alla mína biskupstíð og verið mér styðjandi kollegar í mörgum krefjandi málum. Það er stuðningur sem er bæði ómetanlegur og mikilvægur þegar reynir á stjórnsýslulegan styrk í stöku málum. Þá er ég afar þakklát þeim stuðningi sem prestar og djáknar sýndu mér og þjóðkirkjunni í sumar með yfirlýsingum. Ég hef sinnt starfi mínu sem biskup Íslands með köllun í hjarta og huga. Á þeirri vegferð hafa orðið grundvallandi breytingar á þjóðkirkjunni sem ég tel efla og móta kirkjuna til að takast á við bjarta framtíð kristni í landinu. Ég er stolt af kirkjunni minni, fólkinu sem hana myndar, þjónar og starfar um land allt. Það er hin eiginlega þjóðkirkja.
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Kópavogur Kynferðisofbeldi Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira