Teflon að eilífu Indriði Ingi Stefánsson skrifar 17. október 2023 08:00 Áratugum saman nýtti Dupont fyrirtækið, efni í sínum vörum sem flokkast sem eilífðarefni [e. forever chemical]. Þessi efni virkuðu afar vel og gátu bæði tryggt að matur festist ekki við pönnur og að regnkápur væru afar vatnsþéttar. En þar sem að efnin brotna ekki niður í náttúrunni hefur því verið haldið fram að þessi efni séu að finna í hverjum einasta Bandaríkjamanni. Papparör með eilífðarefnum Þegar ég frétti af því að í viðleitni til að gera papparör betri væri nú að finna í þeim þessi svokölluðu eilífðarefni, tók ég þá ákvörðun að kanna hvort við séum ekki að passa þetta hér og sendi því fyrirspurn hvað þau varðaði til Umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, nafn ráðuneytisins er raunar merki um hversu langt núverandi ríkisstjórn er til í að seilast til að þess að tryggja að ákveðið fólk séu ráðherrar, Það þurfti jú að skera upp alls konar ráðuneyti og bæta við einu til að gera 12 ráðherra hóp sáttann. Rándýrar ráðherrahrókeringar Þessar hrókeringar kosta okkur 500 milljónir á ári, 500 milljónir sem væntanlega væru betur nýttar í önnur verkefni og fólkið sem stýrir þessum mikilvægustu stofnunum íslenskrar stjórnsýslu var valið af svo mikilli kostgæfni að fæst þeirra vissu hvaða ráðuneyti það fengi fyrr en daginn fyrir blaðamannafund og jú þetta er fólkið sem sakar útlendinga um að kosta of mikið. Klúður á klúður ofan En teflonið er að finna víða og einn ráðherra hefur í gegnum tíðina getað vikið sér undan hvers konar afleiðingum og jafnvel nánast gagnrýnislaust haldið áfram eftir hvert hneykslið á eftir öðru. Einhverjum þótti mögulega verið fara að sjá á tefloninu í síðustu viku þegar umræddur ráðherra sagði af sér embætti. En fólkið sem var farið að hafa áhyggjur af því hvað yrði nú um Bjarna þurfti ekki að hafa áhyggjur lengi. Þau mál leystust á laugardaginn þegar Bjarni varð utanríkisráðherra. Stólaskiptin voru gagngert gerð til þess að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái að halda áfram að sjá um einmitt þau verkefni sem Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi meðferð á og var ástæða uppsagnar Bjarna. Margur heldur mig sig Samflokksfólk Bjarna hefur síðan ekki meiri sómakennd en svo að það sakar okkur í stjórnarandstöðunni um aumingjaskap og að setja á svið leikrit um málið. Fólkinu sem finnst það vera að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherra sakar önnur um aumingjaskap. Fólkið sem sakar aðra um að setja á svið leikrit færir ráðherra milli stóla og kemur sér þannig undan því að taka nokkra afstöðu til þess sem í áliti Umboðsmanns Alþingis stendur. Já, margur heldur mig sig. Það er því alveg ljóst að ef kjósendur halda áfram að sætta sig við þessi leikrit og aumingjaskap allrar ríkisstjórnarinnar, því Vinstri Græn og Framsókn deila ábyrgðinni á endanum, þá munum við bara fá meira af því sama og eilífðarefnið Sjálfstæðisflokkinn verður að finna hvar sem litið er í íslenskri stjórnsýslu, því öfugt við upprunalega teflonið sem gætti þess að hlutir festust ekki saman tryggir þetta teflon að Sjálfstæðisflokkurinn festist við allt sem hann snertir, flokkur sem hefur löngu sýnt að hann getur ekki starfað af heilindum fyrir okkur kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Áratugum saman nýtti Dupont fyrirtækið, efni í sínum vörum sem flokkast sem eilífðarefni [e. forever chemical]. Þessi efni virkuðu afar vel og gátu bæði tryggt að matur festist ekki við pönnur og að regnkápur væru afar vatnsþéttar. En þar sem að efnin brotna ekki niður í náttúrunni hefur því verið haldið fram að þessi efni séu að finna í hverjum einasta Bandaríkjamanni. Papparör með eilífðarefnum Þegar ég frétti af því að í viðleitni til að gera papparör betri væri nú að finna í þeim þessi svokölluðu eilífðarefni, tók ég þá ákvörðun að kanna hvort við séum ekki að passa þetta hér og sendi því fyrirspurn hvað þau varðaði til Umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, nafn ráðuneytisins er raunar merki um hversu langt núverandi ríkisstjórn er til í að seilast til að þess að tryggja að ákveðið fólk séu ráðherrar, Það þurfti jú að skera upp alls konar ráðuneyti og bæta við einu til að gera 12 ráðherra hóp sáttann. Rándýrar ráðherrahrókeringar Þessar hrókeringar kosta okkur 500 milljónir á ári, 500 milljónir sem væntanlega væru betur nýttar í önnur verkefni og fólkið sem stýrir þessum mikilvægustu stofnunum íslenskrar stjórnsýslu var valið af svo mikilli kostgæfni að fæst þeirra vissu hvaða ráðuneyti það fengi fyrr en daginn fyrir blaðamannafund og jú þetta er fólkið sem sakar útlendinga um að kosta of mikið. Klúður á klúður ofan En teflonið er að finna víða og einn ráðherra hefur í gegnum tíðina getað vikið sér undan hvers konar afleiðingum og jafnvel nánast gagnrýnislaust haldið áfram eftir hvert hneykslið á eftir öðru. Einhverjum þótti mögulega verið fara að sjá á tefloninu í síðustu viku þegar umræddur ráðherra sagði af sér embætti. En fólkið sem var farið að hafa áhyggjur af því hvað yrði nú um Bjarna þurfti ekki að hafa áhyggjur lengi. Þau mál leystust á laugardaginn þegar Bjarni varð utanríkisráðherra. Stólaskiptin voru gagngert gerð til þess að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái að halda áfram að sjá um einmitt þau verkefni sem Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi meðferð á og var ástæða uppsagnar Bjarna. Margur heldur mig sig Samflokksfólk Bjarna hefur síðan ekki meiri sómakennd en svo að það sakar okkur í stjórnarandstöðunni um aumingjaskap og að setja á svið leikrit um málið. Fólkinu sem finnst það vera að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherra sakar önnur um aumingjaskap. Fólkið sem sakar aðra um að setja á svið leikrit færir ráðherra milli stóla og kemur sér þannig undan því að taka nokkra afstöðu til þess sem í áliti Umboðsmanns Alþingis stendur. Já, margur heldur mig sig. Það er því alveg ljóst að ef kjósendur halda áfram að sætta sig við þessi leikrit og aumingjaskap allrar ríkisstjórnarinnar, því Vinstri Græn og Framsókn deila ábyrgðinni á endanum, þá munum við bara fá meira af því sama og eilífðarefnið Sjálfstæðisflokkinn verður að finna hvar sem litið er í íslenskri stjórnsýslu, því öfugt við upprunalega teflonið sem gætti þess að hlutir festust ekki saman tryggir þetta teflon að Sjálfstæðisflokkurinn festist við allt sem hann snertir, flokkur sem hefur löngu sýnt að hann getur ekki starfað af heilindum fyrir okkur kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar