Biskup mun ekki stíga til hliðar Bjarki Sigurðsson skrifar 17. október 2023 11:57 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Baldur Biskup Íslands mun ekki stíga til hliðar þrátt fyrir að úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar hafi metið ákvarðanir hennar eftir síðasta sumar sem „marklausar“. Niðurstaðan verður kærð til héraðsdóms á næstunni. Málið má rekja til þess að árið 2022 var Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, endurráðin af undirmanni sínum, framkvæmdastjóra Biskupsstofu. Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar hafði framkvæmdastjórinn ekki leyfi til þess þar sem Kirkjuþing hafði ekki samþykkt ráðninguna. Séra Gunnar kærði Mat nefndin sem svo að ákvarðanir biskups sem teknar voru eftir að hún hafði verið endurráðin væru markleysa. Nefndin skoðaði málið eftir að prestur sem biskupinn sagði upp störfum, kærði ákvörðunina. Pétur Georg Markan biskupsritari segir að þrátt fyrir niðurstöðuna sé enn biskup yfir Íslandi og að úrskurðurinn hafi ekki tekið á neinni annarri ákvörðun hennar fyrir utan uppsögn prestsins. Pétur G. Markan biskupsritari.Vísir/Steingrímur Dúi „Það er hins vegar alveg ljóst að þessi úrskurður er með þeim hætti að við erum eðlilega að skoða aðrar ákvarðanir, það er þannig. Það er hluti af ákvörðuninni að skjóta þessu til dómstóla. Það ber að taka þessa niðurstöðu alvarlega en við segjum líka að við og biskuparnir, hafa þann stjórnsýslustyrk til þess að fara ofan í þessi mál. Ég held að þau séu ekki í óvissu svo ég segi það,“ segir Pétur. Krefjandi verkefni Biskup mun ekki stíga til hliðar vegna málsins en hún hefur þegar tilkynnt að hún muni láta af störfum næsta sumar. „Við mætum þeim verkefnum ef þau birtast. Það er hluti af því sem við vinnum dagsdaglega, að takast á við krefjandi verkefni. Við höfum svo sem engar áhyggjur af því. Þannig lá alveg ljóst fyrir að það væri krefjandi verkefni að taka við innri málum Þjóðkirkjunnar frá ríkinu. Við erum hins vegar vel mönnuð til að taka á við það þannig það verður allt í lagi,“ segir Pétur. Þjóðkirkjan Stjórnsýsla Trúmál Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2022 var Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, endurráðin af undirmanni sínum, framkvæmdastjóra Biskupsstofu. Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar hafði framkvæmdastjórinn ekki leyfi til þess þar sem Kirkjuþing hafði ekki samþykkt ráðninguna. Séra Gunnar kærði Mat nefndin sem svo að ákvarðanir biskups sem teknar voru eftir að hún hafði verið endurráðin væru markleysa. Nefndin skoðaði málið eftir að prestur sem biskupinn sagði upp störfum, kærði ákvörðunina. Pétur Georg Markan biskupsritari segir að þrátt fyrir niðurstöðuna sé enn biskup yfir Íslandi og að úrskurðurinn hafi ekki tekið á neinni annarri ákvörðun hennar fyrir utan uppsögn prestsins. Pétur G. Markan biskupsritari.Vísir/Steingrímur Dúi „Það er hins vegar alveg ljóst að þessi úrskurður er með þeim hætti að við erum eðlilega að skoða aðrar ákvarðanir, það er þannig. Það er hluti af ákvörðuninni að skjóta þessu til dómstóla. Það ber að taka þessa niðurstöðu alvarlega en við segjum líka að við og biskuparnir, hafa þann stjórnsýslustyrk til þess að fara ofan í þessi mál. Ég held að þau séu ekki í óvissu svo ég segi það,“ segir Pétur. Krefjandi verkefni Biskup mun ekki stíga til hliðar vegna málsins en hún hefur þegar tilkynnt að hún muni láta af störfum næsta sumar. „Við mætum þeim verkefnum ef þau birtast. Það er hluti af því sem við vinnum dagsdaglega, að takast á við krefjandi verkefni. Við höfum svo sem engar áhyggjur af því. Þannig lá alveg ljóst fyrir að það væri krefjandi verkefni að taka við innri málum Þjóðkirkjunnar frá ríkinu. Við erum hins vegar vel mönnuð til að taka á við það þannig það verður allt í lagi,“ segir Pétur.
Þjóðkirkjan Stjórnsýsla Trúmál Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira