Ása Steinars segir hæfileika ekki þekkja kynjamörk Íris Hauksdóttir skrifar 17. október 2023 16:38 Ljósmyndarar sýningarinnar þær Unnur Magnadóttir, Ása Steinars, Rán Bjargardóttir, Eydís María Ólafsdóttir og Rakel Rún Garðarsdóttir. Aldís Pálsdóttir Ljósmyndasýningin Sprakkar samanstendur af verkum fimm kvenljósmyndara og er staðsett í kofa gallerí á Hafnartorgi. Ása Steinarsdóttir er ein af ljósmyndurunum fimm og segir hún markmið sýningarinnar að vekja athygli á ójafnvægi ljósmyndabransans þegar kemur að jafnrétti kynjanna. „Konur hafa alltaf verið virkar í ljósmyndun, en eru síður ráðnar í verkefni, fá lægri laun og eru í heild minna sjánlegar.“ Ása bauð gesti velkomna á sýninguna.Aldís Pálsdóttir Spurð hvaðan titill sýningarinnar spretti segir Ása Sprakki vera gamalt íslenskt orð sem þýði dugnaðarkona eða kvenskörungur. „Í sögulegu tilliti hefur ljósmyndun verið hluti af yfirráðasvæði karla og það er óheppilegt í heimi þar sem öll ættu að njóta hæfileika sinna. Í heimi þar sem hæfileikar þekkja engin kynjamörk er það óréttlæti enn við líði að kvenljósmyndarar glíma við ójöfn atvinnutækifæri og fá lægri laun en karlmenn í sama geira. Breytingar eru ekki aðeins nauðsynlegar heldur löngu tímabærar.“ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir, Unnur Magna og Styrmir.Aldís Pálsdóttir Djúpstæð kynjamismunun Ása fullyrðir að kvenljósmyndarar séu upp til hópa vanmetnir fyrir það eitt að vera konur. „Í starfsgrein þar sem list og kunnátta ætti að vera eini mælikvarðinn á velgengni, er kynjahlutdrægni enn viðvarandi. Tölur sýna að helmingur allra ljósmyndara á Íslandi eru konur. Þrátt fyrir það eru þær aðeins brot af vinnuafli á markaði ljósmyndunar og þegar konur tryggja sér vinnu þá þéna þær oft umtalsvert minna er karlkyns ljósmyndarar fyrir sömu vinnu. Þetta er ekkert annað en djúpstæð kynjamismunun.“ Fjölmennt var í opnunarhófinu.Aldís Pálsdóttir Iðnaðurinn einkennist af karlmönnum Ástæðurnar á bak við þetta óréttlæti segir hún vera flóknar en um leið óumdeilanlegar „Ljósmyndaiðnaðurinn einkennist af karlmönnum. Staðalmyndir og hlutdrægni eru viðvarandi, þar sem viðskiptavinir stunda frekar viðskipti við karlkyns ljósmyndara, með það fyrir augum að þeir séu hæfari eða áreiðanlegri en konur. Þessar ranghugmyndir fæðast inn í vítahring sem heldur áfram að koma konum í óhag á þessu sviði. Rán Bjargardóttir ræðir við gesti.Aldís Pálsdóttir Gagnast samfélaginu í heild Karlar gegna mikilvægu hlutverki við að afnema þessa hlutdrægni með því að sýna virkan stuðning og kynna kvenkyns samstarfsmenn sína. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna er ekki barátta sem konur geta eða ættu að há einar. Karlar verða að viðurkenna að það kemur ekki bara í hlut kvenna að berjast fyrir jafnrétti, heldur kemur það í hlut okkar allra. Það gagnast ekki bara konum, heldur samfélaginu í heild.“ Mikið var um dýrðir Kofa gallerí Hafnartorgi þar sem sýningin er haldin.Aldís Pálsdóttir Auk Ásu samanstendur sýningin af verkum Unnar Magnadóttur, Eydísar Maríu Ólafsdóttur, Rakelar Rúnar Garðarsdóttur og Ránar Bjargardóttur. Sýningin mun standa út október og verða myndirnar einnig til sölu. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá opnunarhófi sýningarinnar. Prúðbúnir gestir.Aldís Pálsdóttir Unnur Magna ræðir við kollega sína. Aldís Pálsdóttir Ljósmyndararnir fimm sem héldu sýninguna.Aldís Pálsdóttir Rán Bjargardóttir, Unnur Magna og Aldís Pálsdóttir.Aldís Pálsdóttir Ása Steinars ásamt ljósmyndum sýningarinnar. Aldís Pálsdóttir Fjörugir plötusnúðar þeyttu skífum fram eftir kvöldi.Aldís Pálsdóttir Glæsilegar ljósmyndir sýningarinnar. Aldís Pálsdóttir Ljósmyndun Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Ása Steinarsdóttir er ein af ljósmyndurunum fimm og segir hún markmið sýningarinnar að vekja athygli á ójafnvægi ljósmyndabransans þegar kemur að jafnrétti kynjanna. „Konur hafa alltaf verið virkar í ljósmyndun, en eru síður ráðnar í verkefni, fá lægri laun og eru í heild minna sjánlegar.“ Ása bauð gesti velkomna á sýninguna.Aldís Pálsdóttir Spurð hvaðan titill sýningarinnar spretti segir Ása Sprakki vera gamalt íslenskt orð sem þýði dugnaðarkona eða kvenskörungur. „Í sögulegu tilliti hefur ljósmyndun verið hluti af yfirráðasvæði karla og það er óheppilegt í heimi þar sem öll ættu að njóta hæfileika sinna. Í heimi þar sem hæfileikar þekkja engin kynjamörk er það óréttlæti enn við líði að kvenljósmyndarar glíma við ójöfn atvinnutækifæri og fá lægri laun en karlmenn í sama geira. Breytingar eru ekki aðeins nauðsynlegar heldur löngu tímabærar.“ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir, Unnur Magna og Styrmir.Aldís Pálsdóttir Djúpstæð kynjamismunun Ása fullyrðir að kvenljósmyndarar séu upp til hópa vanmetnir fyrir það eitt að vera konur. „Í starfsgrein þar sem list og kunnátta ætti að vera eini mælikvarðinn á velgengni, er kynjahlutdrægni enn viðvarandi. Tölur sýna að helmingur allra ljósmyndara á Íslandi eru konur. Þrátt fyrir það eru þær aðeins brot af vinnuafli á markaði ljósmyndunar og þegar konur tryggja sér vinnu þá þéna þær oft umtalsvert minna er karlkyns ljósmyndarar fyrir sömu vinnu. Þetta er ekkert annað en djúpstæð kynjamismunun.“ Fjölmennt var í opnunarhófinu.Aldís Pálsdóttir Iðnaðurinn einkennist af karlmönnum Ástæðurnar á bak við þetta óréttlæti segir hún vera flóknar en um leið óumdeilanlegar „Ljósmyndaiðnaðurinn einkennist af karlmönnum. Staðalmyndir og hlutdrægni eru viðvarandi, þar sem viðskiptavinir stunda frekar viðskipti við karlkyns ljósmyndara, með það fyrir augum að þeir séu hæfari eða áreiðanlegri en konur. Þessar ranghugmyndir fæðast inn í vítahring sem heldur áfram að koma konum í óhag á þessu sviði. Rán Bjargardóttir ræðir við gesti.Aldís Pálsdóttir Gagnast samfélaginu í heild Karlar gegna mikilvægu hlutverki við að afnema þessa hlutdrægni með því að sýna virkan stuðning og kynna kvenkyns samstarfsmenn sína. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna er ekki barátta sem konur geta eða ættu að há einar. Karlar verða að viðurkenna að það kemur ekki bara í hlut kvenna að berjast fyrir jafnrétti, heldur kemur það í hlut okkar allra. Það gagnast ekki bara konum, heldur samfélaginu í heild.“ Mikið var um dýrðir Kofa gallerí Hafnartorgi þar sem sýningin er haldin.Aldís Pálsdóttir Auk Ásu samanstendur sýningin af verkum Unnar Magnadóttur, Eydísar Maríu Ólafsdóttur, Rakelar Rúnar Garðarsdóttur og Ránar Bjargardóttur. Sýningin mun standa út október og verða myndirnar einnig til sölu. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá opnunarhófi sýningarinnar. Prúðbúnir gestir.Aldís Pálsdóttir Unnur Magna ræðir við kollega sína. Aldís Pálsdóttir Ljósmyndararnir fimm sem héldu sýninguna.Aldís Pálsdóttir Rán Bjargardóttir, Unnur Magna og Aldís Pálsdóttir.Aldís Pálsdóttir Ása Steinars ásamt ljósmyndum sýningarinnar. Aldís Pálsdóttir Fjörugir plötusnúðar þeyttu skífum fram eftir kvöldi.Aldís Pálsdóttir Glæsilegar ljósmyndir sýningarinnar. Aldís Pálsdóttir
Ljósmyndun Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira