Viðskipti innlent

Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/ARnar

Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur atvinnulífs og stjórnmála til að ræða brýn málefni samfélagsins og leiðir til að bæta lífskjör landsmanna. Fundurinn hefst klukkan 15 og stendur í klukkustund.

„Í kjölfar nýliðinna skammtímasamninga beinum við sjónum okkar að stóra verkefninu framundan og framtíð íslensks atvinnulífs. Fundurinn er rúmar 60 mínútur þar sem við stillum saman strengi. Við heyrum raddir vinnumarkaðarins og rýnum í ferskar niðurstöður kannana um launaþróun, kjaraviðræður og vinnulöggjöf,“ segir í tilkynningu vegna fundarins.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur árlegt ávarp sitt á fundinum. Tekinn verður púlsinn á forystusveit Húss atvinnulífsins þvert á atvinnugreinar. Eyjólfur Árni Rafnsson , formaður SA, markar stöðuna og Sigríður Margrét Oddsdóttir , framkvæmdastjóri SA, flytur jómfrúarræðu sína á þessum vettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×