Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Snæfell 83-71 | Annar sigur Fjölnis Dagur Lárusson skrifar 17. október 2023 18:30 Vísir/Vilhelm Fjölnir vann sinn annan sigur í Subway deild kvenna í kvöld er liðið lagði Snæfell. Það voru gestirnir í Snæfell sem byrjuðu leikinn mun betur og komist í 0-6 forystu og það virtist lítið sem ekkert ganga upp í leik Fjölnis. En eftir því sem leið á leikhlutann fór Fjölnir að taka meira og meira yfir leikinn og í lok leikhlutans var forystan komin til þeirra. Staðan eftir fyrsta leikhluta 20-18. Í öðrum leikhluta náði Fjölnir að auka forystu sína með Laneiro og Korinne í broddi fylkingar og var staðan 40-33 í hálfleik og Laneiro og Korinne lang stigahæstar á vellinum. Restin af leiknum var nánast eins, Fjölnir náði að halda forystunni þrátt fyrir nokkur góð áhlaup gestanna en þeir komust aldrei nær heldur en að minnka muninn í fjögur stig. Lokatölur í Grafarvogi 83-71 og annar sigur Fjölnis því staðreynd. Stigahæstu leikmennirnir voru Korinne með 33 stig og síðan Laneiro með 30 stig. Afhverju vann Fjölnir? Samspilið milli Laneori og Korinne var algjörlega frábært í allt kvöld og það var lykilinn að þessum sigri Fjölnis. En það er vert að taka það fram að þegar Laneiro var tekin úr umferð í þriðja leikhluta þá stigu aðrir leikmenn upp og settu niður mikið af körfum. Hverjir stóðu upp úr? Eins og hefur komið fram þá voru það Laneiro og Korinne sem spiluðu frábærlega kvöld. Í liði Snæfells var það Shaw Shawnta og Eva Rupnik sem spiluðu best. Hvað gekk illa? Eins og Baldur Þorleifsson, þjálfari Snæfells, talaði um eftir leik þá tapaði liði hans frákastabaráttunni í allt kvöld. Það voru síðan þónokkur víti sem fóru forgörðum hjá gestunum sem reyndist dýrkeypt. Baldur Þorleifsson: Við töpuðum baráttunni um fráköstin Baldur Þorleifsson.Vísir/Vilhelm „Við spiliðum ágætlega en það eru ákveðnir hlutir sem við þurfum að gera betur,“ byrjaði Baldur Þorleifsson, þjálfari Snæfells, að segja eftir leik. „Við verðum að fara lengra í sóknarkerfum og við verðum að gera betur í fráköstum, við töpuðum þeirri baráttu í kvöld,“ hélt Baldur áfram að segja. Baldur vill meina að liðið sé ekki búið að vera nógu lengi saman til þess að gera kerfin nægilega vel. „Við vorum ekki að gera kerfin nægilega vel, en það er skiljanlegt. Eva er til dæmis ný komin og þess vegna þurfum við aðeins meiri tíma, það er augljóslega hægt að sjá hikið hjá okkur.“ Baldur er þó jákvæður varðandi framhaldið. „Já við erum alltaf jákvæð og við munum vinna leiki, því get ég lofað þér,“ endaði Baldur á að segja. Hallgrímur Brynjólfsson: Erum að verða andlega sterkari Hallgrímur á hliðarlínunniVísir/Vilhelm „Heilt yfir er ég sáttur með þessa frammistöðu,“ byrjaði Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, að segja eftir leik. „Þær byrja þennan leik rosalega sterkt og það er augljóst að þær voru búnar að setja hring utan um þennan leik og ákveða að þetta ætti að verða þeirra fyrsti sigur og það er vel skiljanlegt,“ hélt Hallgrímur áfram að segja. „Það fór svona smá um liðið í nokkrar mínútur sá ég, en eftir það náðu við tökum á leiknum og slepptum aldrei þeim tökum.“ Hallgrímur talaði um það fyrir leik að hann vildi að liðið sitt héldi haus sama hvað bjátaði á og vildi hann meina að hann hafi séð það í kvöld. „Þær hefðu getað hengt haus í byrjun en þær gerðu það ekki og þess vegna sé ég mikil batamerki hvað það varða, við erum klárlega að verða andlega sterkari,“ endaði Hallgrímur á að segja eftir leik. Subway-deild kvenna Fjölnir Snæfell
Fjölnir vann sinn annan sigur í Subway deild kvenna í kvöld er liðið lagði Snæfell. Það voru gestirnir í Snæfell sem byrjuðu leikinn mun betur og komist í 0-6 forystu og það virtist lítið sem ekkert ganga upp í leik Fjölnis. En eftir því sem leið á leikhlutann fór Fjölnir að taka meira og meira yfir leikinn og í lok leikhlutans var forystan komin til þeirra. Staðan eftir fyrsta leikhluta 20-18. Í öðrum leikhluta náði Fjölnir að auka forystu sína með Laneiro og Korinne í broddi fylkingar og var staðan 40-33 í hálfleik og Laneiro og Korinne lang stigahæstar á vellinum. Restin af leiknum var nánast eins, Fjölnir náði að halda forystunni þrátt fyrir nokkur góð áhlaup gestanna en þeir komust aldrei nær heldur en að minnka muninn í fjögur stig. Lokatölur í Grafarvogi 83-71 og annar sigur Fjölnis því staðreynd. Stigahæstu leikmennirnir voru Korinne með 33 stig og síðan Laneiro með 30 stig. Afhverju vann Fjölnir? Samspilið milli Laneori og Korinne var algjörlega frábært í allt kvöld og það var lykilinn að þessum sigri Fjölnis. En það er vert að taka það fram að þegar Laneiro var tekin úr umferð í þriðja leikhluta þá stigu aðrir leikmenn upp og settu niður mikið af körfum. Hverjir stóðu upp úr? Eins og hefur komið fram þá voru það Laneiro og Korinne sem spiluðu frábærlega kvöld. Í liði Snæfells var það Shaw Shawnta og Eva Rupnik sem spiluðu best. Hvað gekk illa? Eins og Baldur Þorleifsson, þjálfari Snæfells, talaði um eftir leik þá tapaði liði hans frákastabaráttunni í allt kvöld. Það voru síðan þónokkur víti sem fóru forgörðum hjá gestunum sem reyndist dýrkeypt. Baldur Þorleifsson: Við töpuðum baráttunni um fráköstin Baldur Þorleifsson.Vísir/Vilhelm „Við spiliðum ágætlega en það eru ákveðnir hlutir sem við þurfum að gera betur,“ byrjaði Baldur Þorleifsson, þjálfari Snæfells, að segja eftir leik. „Við verðum að fara lengra í sóknarkerfum og við verðum að gera betur í fráköstum, við töpuðum þeirri baráttu í kvöld,“ hélt Baldur áfram að segja. Baldur vill meina að liðið sé ekki búið að vera nógu lengi saman til þess að gera kerfin nægilega vel. „Við vorum ekki að gera kerfin nægilega vel, en það er skiljanlegt. Eva er til dæmis ný komin og þess vegna þurfum við aðeins meiri tíma, það er augljóslega hægt að sjá hikið hjá okkur.“ Baldur er þó jákvæður varðandi framhaldið. „Já við erum alltaf jákvæð og við munum vinna leiki, því get ég lofað þér,“ endaði Baldur á að segja. Hallgrímur Brynjólfsson: Erum að verða andlega sterkari Hallgrímur á hliðarlínunniVísir/Vilhelm „Heilt yfir er ég sáttur með þessa frammistöðu,“ byrjaði Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, að segja eftir leik. „Þær byrja þennan leik rosalega sterkt og það er augljóst að þær voru búnar að setja hring utan um þennan leik og ákveða að þetta ætti að verða þeirra fyrsti sigur og það er vel skiljanlegt,“ hélt Hallgrímur áfram að segja. „Það fór svona smá um liðið í nokkrar mínútur sá ég, en eftir það náðu við tökum á leiknum og slepptum aldrei þeim tökum.“ Hallgrímur talaði um það fyrir leik að hann vildi að liðið sitt héldi haus sama hvað bjátaði á og vildi hann meina að hann hafi séð það í kvöld. „Þær hefðu getað hengt haus í byrjun en þær gerðu það ekki og þess vegna sé ég mikil batamerki hvað það varða, við erum klárlega að verða andlega sterkari,“ endaði Hallgrímur á að segja eftir leik.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti