Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Atvikið átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar eitt, sem nær yfir Miðborgina, Vesturbæ, Austurbæ, og Seltjarnarnes.
Greint er frá fleiri málum í dagbókinni. Í sama umdæmi og fyrra brotið var tilkynnt um innbrot á bar. Fram kemur að það mál sé í rannsókn.
Í Hafnarfirði eða Garðabæ var tilkynnt um þjófnað á verkfærum. Það mál er líka í rannsókn.
Lögreglu var tilkynnt um eignaspjöll í fjölbýli í Kópavogi eða Breiðholti. Og í sama umdæmi var lögreglu tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir annars vegar og mögulega sölu fíkniefna hins vegar.
Í Grafarvogi, Árbæ eða Mosfellsbæ var tilkynnt um óvelkominn einstakling í sameign í fjölbýli. Hann var þó farinn þegar lögreglu bar að garði.