Allt annað líf fyrir eldra fólk Sigurður Gunnsteinsson skrifar 18. október 2023 14:31 Í samtölum mínum við eldra fólk með fíknivanda segja þau hvernig lífsgæði þeirra hafa batnað við það að hætta neyslu áfengis og annara vímuefna og hvernig lausn undan lyfjamisnotkun býður upp á ný tækifæri sem annars hefðu glatast í vímu og vanlíðan. Þetta verður allt annað líf. Fíknisjúkdómurinn hefur áhrif á manneskjuna alla í heild sinni, félagslega, andlega og ekki hvað síst líkamlega. Batinn byggist fyrst og fremst á því að stöðva alla neyslu á vímuefnum og ná aftur færni til að lifa eðlilegu lífi og getu til að njóta þeirra hæfileika sem hver manneskja býr yfir. Til að það takist sem best þarf að huga vel að þörfum á borð við næringu, öryggi og skjól. Þá eru mikilvægar sálrænar þarfir eins og að tilheyra einhverjum og að finna til sín, vera einhvers virði, geta brugðið á leik og lagt eitthvað af mörkum í sínu umhverfi. Breytingum sem verða á lífi eldri einstaklinga í bata þegar neysla er stöðvuð má lýsa sem algjörlega nýju lífi: bætt líkamleg heilsa þegar næringu og matarvenjum er betur sinnt. betri svefn, bætt samskipti við aðra og meira úthald og þrek. hreyfing verður fastur liður í daglegum venjum. lækniseftirlit verður fyrirbyggjandi. stoltið til að líta betur út og hafa sig til verður atriði í daglegum venjum. margir fara að stunda golf eða sund og vatnsmeðferðir. vaknandi vitund um almenna heilsugæslu á sjálfum sér. Þessu fylgir betri sálræn heilsa og betri líðan almennt, stórbætt hugarfarsleg geta, minni kvíði og þunglyndi, minnkandi lyfjaþörf og fleiri gleðistundir og bjartsýni, hlátur og gamansemi verður aftur hluti af lífinu. Dagarnir verða fjölbreyttari og fá tilgang sem áður var að mestu leyti glataður. Og kannski verður mesta breyting til batnaðar í félagslegri heilsu þegar einangrun rofnar og tengsl við annað fólk myndast á ný og trosnuð fjölskyldubönd styrkjast. Fólk býr til ný sambönd, vináttusambönd, ástarsambönd og lætur jafnvel til sín taka á vettvangi félagsmála og þjóðmála. Stöðugleiki myndast fljótlega og mikilvæg hlutverk í batasamfélaginu verða til. Reynsla eldri alkóhólista sem langir lífsdagar hafa fært þeim á ýmsum sviðum koma að góðum notum við ýmiss tækifæri sem gefast gjarnan. Mér verður einmitt hugsað til þessara þátta þegar rætt er um að skera eigi niður þjónustu og aðstoð til þeirra sem hafa ekki háværar raddir eða talsmenn í okkar samfélagi. Það er til marks um hámenningu, reisn, virðingu og þjóðarstolt að hlúa vel að þeim sem minna mega sín og þurfa á hjálp að halda. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í samtölum mínum við eldra fólk með fíknivanda segja þau hvernig lífsgæði þeirra hafa batnað við það að hætta neyslu áfengis og annara vímuefna og hvernig lausn undan lyfjamisnotkun býður upp á ný tækifæri sem annars hefðu glatast í vímu og vanlíðan. Þetta verður allt annað líf. Fíknisjúkdómurinn hefur áhrif á manneskjuna alla í heild sinni, félagslega, andlega og ekki hvað síst líkamlega. Batinn byggist fyrst og fremst á því að stöðva alla neyslu á vímuefnum og ná aftur færni til að lifa eðlilegu lífi og getu til að njóta þeirra hæfileika sem hver manneskja býr yfir. Til að það takist sem best þarf að huga vel að þörfum á borð við næringu, öryggi og skjól. Þá eru mikilvægar sálrænar þarfir eins og að tilheyra einhverjum og að finna til sín, vera einhvers virði, geta brugðið á leik og lagt eitthvað af mörkum í sínu umhverfi. Breytingum sem verða á lífi eldri einstaklinga í bata þegar neysla er stöðvuð má lýsa sem algjörlega nýju lífi: bætt líkamleg heilsa þegar næringu og matarvenjum er betur sinnt. betri svefn, bætt samskipti við aðra og meira úthald og þrek. hreyfing verður fastur liður í daglegum venjum. lækniseftirlit verður fyrirbyggjandi. stoltið til að líta betur út og hafa sig til verður atriði í daglegum venjum. margir fara að stunda golf eða sund og vatnsmeðferðir. vaknandi vitund um almenna heilsugæslu á sjálfum sér. Þessu fylgir betri sálræn heilsa og betri líðan almennt, stórbætt hugarfarsleg geta, minni kvíði og þunglyndi, minnkandi lyfjaþörf og fleiri gleðistundir og bjartsýni, hlátur og gamansemi verður aftur hluti af lífinu. Dagarnir verða fjölbreyttari og fá tilgang sem áður var að mestu leyti glataður. Og kannski verður mesta breyting til batnaðar í félagslegri heilsu þegar einangrun rofnar og tengsl við annað fólk myndast á ný og trosnuð fjölskyldubönd styrkjast. Fólk býr til ný sambönd, vináttusambönd, ástarsambönd og lætur jafnvel til sín taka á vettvangi félagsmála og þjóðmála. Stöðugleiki myndast fljótlega og mikilvæg hlutverk í batasamfélaginu verða til. Reynsla eldri alkóhólista sem langir lífsdagar hafa fært þeim á ýmsum sviðum koma að góðum notum við ýmiss tækifæri sem gefast gjarnan. Mér verður einmitt hugsað til þessara þátta þegar rætt er um að skera eigi niður þjónustu og aðstoð til þeirra sem hafa ekki háværar raddir eða talsmenn í okkar samfélagi. Það er til marks um hámenningu, reisn, virðingu og þjóðarstolt að hlúa vel að þeim sem minna mega sín og þurfa á hjálp að halda. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun