Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2023 14:43 Glæný könnun Maskínu um afstöðu landsmanna til starfa ríkisstjórnarinnar sýnir að óánægja eykst lítið eitt. Vísir/Vilhelm Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa, rúm 56 prósent mælast nú óánægð en aðeins sextán prósent ánægð. Þetta sýnir ný Maskínukönnun. Af kjósendum ríkisstjórnarinnar eru kjósendur Framsóknarflokksins og Vinstri grænna óánægðastir. Könnunin var keyrð út frá júlí til september og nær yfir þriðja ársfjórðung. Fjöldi svarenda telur 4218. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ýmist ánægja eða óánægja mælist með störf ríkisstjórnarinnar á ársfjórðungsfresti. Könnunin sýnir að óánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst lítillega og fer úr 54 prósentum upp í rúm 56 prósenta óánægju. Á öðrum ársfjórðungi sögðust 18 prósent svarenda vera ánægð með störfin en þau eru aðeins 16 prósent samkvæmt nýjustu könnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir alvanalegt að ánægja með ríkisstjórnir taki að dala þegar líður á kjörtímabil.Vísir/Kolbeinn Tumi Grétar Þór Eyþórsson er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri. „Við höfum náttúrulega séð þetta áður. Ríkisstjórnir hafa fallið í áliti hjá fólki eða ánægja með þær minnkað þegar líður á kjörtímabil. Sömuleiðis fylgi flokkanna í flestum tilfellum. Við höfum séð þetta á öllum síðustu ríkisstjórnum nema stjórn þessara sömu flokka þegar hún sat í Covid-ástandinu. Það var undantekningin.“ Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hvað ánægðastir með störf ríkisstjórnarinnar eða tæpur helmingur þeirra en aðeins 16 prósent Sjálfstæðismanna eru óánægðir. Er þetta á pari við það sem þú hefðir fyrir fram talið miðað við þær háværu óánægjuraddir sem við heyrðum til að mynda í sumar í tengslum við tímabundið hvalveiðibann? „Maður hefði nú átt von á því að þetta myndi slá meira út í svona könnun, satt best að segja hefði ég svona fyrir fram „tippað“ á það. Það virðist nú greinilega ekki vera að þetta hafi sett allt úr skorðum hjá Sjálfstæðisflokknum þó svo að Svandís hafi bannað hvalveiðar í sumar. Ég held að það sé það sem maður geti lesið út úr þessu,“ segir Grétar. Af kjósendum ríkisstjórnarflokkanna eru Framsóknarmenn óánægðastir með störfin eða tuttugu og eitt prósent en 20 prósent kjósenda VG kváðust óánægð. Þrjátíu og átta prósent kjósenda Framsóknar sögðust þá ánægð með störfin og þrjátíu og fimm prósent kjósenda VG sögðust ánægð með afrakstur ríkisstjórnarsamstarfsins. Sósíalistar óánægðastir með ríkisstjórnina Af kjósendum stjórnarandstöðuflokkanna mældist mesta óánægjan með störf ríkisstjórnarinnar hjá Sósíalistum eða 90 prósentum þeirra, því næst Pírötum 83 prósent og Samfylkingarfólki 77 prósent. 74 prósent kjósenda Flokks fólksins kváðust óánægð með störf ríkisstjórnarinnar, 70 prósent Miðflokksmanna voru óánægð og loks sögðust 62 prósent kjósenda Viðreisnar vera óánægð. Miðflokksmenn óánægðastir með störf stjórnarandstöðu Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar minnkar lítið eitt eða fer úr 42 prósentum á öðrum ársfjórðungi niður í 41 prósent í þriðja ársfjórðungi. Aðeins 14 prósent eru ánægð með störf stjórnarandstöðunnar líkt og á öðrum ársfjórðungi. Mesta óánægjan með störf stjórnarandstöðu mælist hjá kjósendum Miðflokksins eða rúm 62 prósent þeirra. Mesta ánægjan með störf stjórnarandstöðunnar mælist hjá kjósendum Pírata eða tæp 26 prósent þeirra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. 2. júlí 2023 07:57 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Könnunin var keyrð út frá júlí til september og nær yfir þriðja ársfjórðung. Fjöldi svarenda telur 4218. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ýmist ánægja eða óánægja mælist með störf ríkisstjórnarinnar á ársfjórðungsfresti. Könnunin sýnir að óánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst lítillega og fer úr 54 prósentum upp í rúm 56 prósenta óánægju. Á öðrum ársfjórðungi sögðust 18 prósent svarenda vera ánægð með störfin en þau eru aðeins 16 prósent samkvæmt nýjustu könnun. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir alvanalegt að ánægja með ríkisstjórnir taki að dala þegar líður á kjörtímabil.Vísir/Kolbeinn Tumi Grétar Þór Eyþórsson er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri. „Við höfum náttúrulega séð þetta áður. Ríkisstjórnir hafa fallið í áliti hjá fólki eða ánægja með þær minnkað þegar líður á kjörtímabil. Sömuleiðis fylgi flokkanna í flestum tilfellum. Við höfum séð þetta á öllum síðustu ríkisstjórnum nema stjórn þessara sömu flokka þegar hún sat í Covid-ástandinu. Það var undantekningin.“ Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hvað ánægðastir með störf ríkisstjórnarinnar eða tæpur helmingur þeirra en aðeins 16 prósent Sjálfstæðismanna eru óánægðir. Er þetta á pari við það sem þú hefðir fyrir fram talið miðað við þær háværu óánægjuraddir sem við heyrðum til að mynda í sumar í tengslum við tímabundið hvalveiðibann? „Maður hefði nú átt von á því að þetta myndi slá meira út í svona könnun, satt best að segja hefði ég svona fyrir fram „tippað“ á það. Það virðist nú greinilega ekki vera að þetta hafi sett allt úr skorðum hjá Sjálfstæðisflokknum þó svo að Svandís hafi bannað hvalveiðar í sumar. Ég held að það sé það sem maður geti lesið út úr þessu,“ segir Grétar. Af kjósendum ríkisstjórnarflokkanna eru Framsóknarmenn óánægðastir með störfin eða tuttugu og eitt prósent en 20 prósent kjósenda VG kváðust óánægð. Þrjátíu og átta prósent kjósenda Framsóknar sögðust þá ánægð með störfin og þrjátíu og fimm prósent kjósenda VG sögðust ánægð með afrakstur ríkisstjórnarsamstarfsins. Sósíalistar óánægðastir með ríkisstjórnina Af kjósendum stjórnarandstöðuflokkanna mældist mesta óánægjan með störf ríkisstjórnarinnar hjá Sósíalistum eða 90 prósentum þeirra, því næst Pírötum 83 prósent og Samfylkingarfólki 77 prósent. 74 prósent kjósenda Flokks fólksins kváðust óánægð með störf ríkisstjórnarinnar, 70 prósent Miðflokksmanna voru óánægð og loks sögðust 62 prósent kjósenda Viðreisnar vera óánægð. Miðflokksmenn óánægðastir með störf stjórnarandstöðu Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar minnkar lítið eitt eða fer úr 42 prósentum á öðrum ársfjórðungi niður í 41 prósent í þriðja ársfjórðungi. Aðeins 14 prósent eru ánægð með störf stjórnarandstöðunnar líkt og á öðrum ársfjórðungi. Mesta óánægjan með störf stjórnarandstöðu mælist hjá kjósendum Miðflokksins eða rúm 62 prósent þeirra. Mesta ánægjan með störf stjórnarandstöðunnar mælist hjá kjósendum Pírata eða tæp 26 prósent þeirra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. 2. júlí 2023 07:57 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Sögulega margir óánægðir með ríkisstjórnina Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau. 2. júlí 2023 07:57