Tólf sóttu um embætti forstjóra HSS Lovísa Arnardóttir skrifar 18. október 2023 15:34 Markús Ingólfur Eiríksson hefur sinnt embætti forstjóra HSS frá árinu 2019. Hann hefur nú stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. Vísir/Egill Sveitarstjóri, núverandi starfsmenn og aðrir sérfræðingar eru meðal umsækjenda um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar HSS. Skipað verður í embættið í mars á næsta ári, til fimm ára. Fráfarandi forstjóri sækir ekki um starfið og hefur stefnt ríkinu og heilbrigðisráðherra. Tólf sóttu um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem auglýst var laust til umsóknar í september síðastliðnum. Skipað verður í embættið til fimm ára frá 1. mars 2024. Meðal umsækjenda eru nokkrir núverandi starfsmenn stofnunarinnar eins og Alma María Rögnvaldsdóttir og Andrea Klara Hauksdóttir. Þá sækir einnig um Jón Magnús Kristjánsson sem áður stýrði bráðamóttöku Landspítalans. Þá sækir einnig um sveitarstjóri Tálknafjarðar, Ólafur Þór Ólafsson og Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sérfræðingur, sækir einnig um en hún var starfandi forstjóri Landspítala þegar Páll Matthíasson hætti sem forstjóri spítalans. Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), fékk ekki áframhaldandi samning sem forstjóri. Hann hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar. Málið hefur fengið flýtimeðferð þannig að ráðherra er nokkur vandi á höndum. Heilbrigðisráðherra mun skipa í embættið að undangengnu mati nefndar sem skipuð er samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og hefur það hlutverk að meta hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. Listi yfir alla umsækjendur: Alma María Rögnvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri Borghildur F. Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sérfræðingur Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Norðurlandi Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðingur Kristbjörn Bjarnason, fv. innkaupastjóri Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Sigurður Bjarni Hafþórsson, fjármálastjóri Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri og eigandi, stjórnarmaður Þröstur Óskarsson, sérfræðingur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Vistaskipti Vogar Grindavík Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17 Samskipti sín við forstjóra HSS ávallt á formlegu nótunum Heilbrigðisráðherra segir samskipti sín við forstjóra HSS ávallt hafa verið á formlegu nótunum og getur ráðherra ekki tjáð sig um ásakanir hans. Segist hann einungis hafa verið að sinna eftirlitsskyldum sínum. 28. júní 2023 12:41 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Tólf sóttu um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem auglýst var laust til umsóknar í september síðastliðnum. Skipað verður í embættið til fimm ára frá 1. mars 2024. Meðal umsækjenda eru nokkrir núverandi starfsmenn stofnunarinnar eins og Alma María Rögnvaldsdóttir og Andrea Klara Hauksdóttir. Þá sækir einnig um Jón Magnús Kristjánsson sem áður stýrði bráðamóttöku Landspítalans. Þá sækir einnig um sveitarstjóri Tálknafjarðar, Ólafur Þór Ólafsson og Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sérfræðingur, sækir einnig um en hún var starfandi forstjóri Landspítala þegar Páll Matthíasson hætti sem forstjóri spítalans. Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), fékk ekki áframhaldandi samning sem forstjóri. Hann hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar. Málið hefur fengið flýtimeðferð þannig að ráðherra er nokkur vandi á höndum. Heilbrigðisráðherra mun skipa í embættið að undangengnu mati nefndar sem skipuð er samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og hefur það hlutverk að meta hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. Listi yfir alla umsækjendur: Alma María Rögnvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri Borghildur F. Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sérfræðingur Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Norðurlandi Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðingur Kristbjörn Bjarnason, fv. innkaupastjóri Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Sigurður Bjarni Hafþórsson, fjármálastjóri Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri og eigandi, stjórnarmaður Þröstur Óskarsson, sérfræðingur
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Vistaskipti Vogar Grindavík Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17 Samskipti sín við forstjóra HSS ávallt á formlegu nótunum Heilbrigðisráðherra segir samskipti sín við forstjóra HSS ávallt hafa verið á formlegu nótunum og getur ráðherra ekki tjáð sig um ásakanir hans. Segist hann einungis hafa verið að sinna eftirlitsskyldum sínum. 28. júní 2023 12:41 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Segir ráðherra hafa beitt sig undirróðri og fautaskap Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) hefur stefnt ríkinu og Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra vegna þess sem hann kallar ranglæti og óeðlilegan þrýsting í tengslum við ólögmæta uppsögn. 17. október 2023 15:17
Samskipti sín við forstjóra HSS ávallt á formlegu nótunum Heilbrigðisráðherra segir samskipti sín við forstjóra HSS ávallt hafa verið á formlegu nótunum og getur ráðherra ekki tjáð sig um ásakanir hans. Segist hann einungis hafa verið að sinna eftirlitsskyldum sínum. 28. júní 2023 12:41