Grímur viðurkennir mistök lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 18. október 2023 18:09 Grímur Grímsson segir þó að niðurstaða málsins sé óbreytt. Vísir/Arnar Yfirlögregluþjónn viðurkennir að mistök hafi orðið þegar lögregla fann ekki blóðugan hníf, sem er líklegt morðvopn í manndrápsmáli sem varð í Drangahrauni þann sautjánda júní. Hnífurinn fannst í gær af dóttur hins látna á heimili þeirra, þar sem morðið var framið. Elimar Hauksson, lögmaður mannsins, sem er ákærður í málinu hefur haldið því fram að vinnubrögð lögreglu séu ámælisverð. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, tjáði sig um málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Hann segist ekki ætla að taka svo djúpt í árinni að vinnubrögð lögreglu hafi verið ámælisverð. Hins vegar hafi verið mistök að finna ekki hnífinn og að lögreglan verði að gangast við því. Elimar gagnrýnir jafnframt að blóðferlarannsókn hafi ekki farið fram á vettvang. Grímur er ósammála þeirri gagnrýni. „Ég er ekki alveg sammála honum í því. Það er nú þannig að annar tveggja tæknideildarmanna sem fóru þarna um er sérfræðingur í blóðferlum. Og þarna fór fram rannsókn á því blóði sem var á vettvangi. Það er ekkert þannig að í öllum svona málum séu einhverjir blóðferlar til að rannsaka,“ segir Grímur, sem tekur fram að sérstök skýrsla um blóðferla hefði engu breytt varðandi rannsókn málsins. „Hvort að hnífurinn fannst eða fannst ekki breytir því ekki“ Grímur segist ekki vita til þess að morðvopn hafi ekki fundist við rannsókn máls, en komið í ljós síðar á Íslandi. „Í langflestum tilfellum þá bara gengur þetta ofboðslega vel. En ég bara ítreka það að við viðurkennum þarna hafi orðið mistök og við göngumst við því.“ Þá tekur hann fram að málið sé upplýst. „Hvort að hnífurinn fannst eða fannst ekki breytir því ekki,“ bætir hann við. Grímur segir ekki ástæðu til að skoða verklag tæknideildarinnar heldur hvetur hann frekar lögreglu til að fylgja vel því verklagi sem er til staðar. Lögreglan Dómsmál Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Elimar Hauksson, lögmaður mannsins, sem er ákærður í málinu hefur haldið því fram að vinnubrögð lögreglu séu ámælisverð. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, tjáði sig um málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Hann segist ekki ætla að taka svo djúpt í árinni að vinnubrögð lögreglu hafi verið ámælisverð. Hins vegar hafi verið mistök að finna ekki hnífinn og að lögreglan verði að gangast við því. Elimar gagnrýnir jafnframt að blóðferlarannsókn hafi ekki farið fram á vettvang. Grímur er ósammála þeirri gagnrýni. „Ég er ekki alveg sammála honum í því. Það er nú þannig að annar tveggja tæknideildarmanna sem fóru þarna um er sérfræðingur í blóðferlum. Og þarna fór fram rannsókn á því blóði sem var á vettvangi. Það er ekkert þannig að í öllum svona málum séu einhverjir blóðferlar til að rannsaka,“ segir Grímur, sem tekur fram að sérstök skýrsla um blóðferla hefði engu breytt varðandi rannsókn málsins. „Hvort að hnífurinn fannst eða fannst ekki breytir því ekki“ Grímur segist ekki vita til þess að morðvopn hafi ekki fundist við rannsókn máls, en komið í ljós síðar á Íslandi. „Í langflestum tilfellum þá bara gengur þetta ofboðslega vel. En ég bara ítreka það að við viðurkennum þarna hafi orðið mistök og við göngumst við því.“ Þá tekur hann fram að málið sé upplýst. „Hvort að hnífurinn fannst eða fannst ekki breytir því ekki,“ bætir hann við. Grímur segir ekki ástæðu til að skoða verklag tæknideildarinnar heldur hvetur hann frekar lögreglu til að fylgja vel því verklagi sem er til staðar.
Lögreglan Dómsmál Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira