Innlent

Vopnað rán í Breið­holti

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
81 mál var bókað í kerfi lögreglunnar í dag. 
81 mál var bókað í kerfi lögreglunnar í dag.  Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um vopnað rán í verslun í hverfi 109 í morgun. Ræninginn tæmdi peningaskáp sem innihélt uppgjör gærdagsins. Málið er í skoðun.

Þetta kemur fram í fréttaskeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Tilkynnt var um innbrot, þjófnað og skemmdarverk á bifreið í hverfi 101 í morgun. Gerandi er enn ókunnur. 

Í tveimur tilfellum voru ökumenn stöðvaðir, í hverfum 112 og 200, og í báðum tilfellum kom í ljós að ökumennirnir voru sviptir ökuréttindum. 

Þá var lögreglu tilkynnt um umferðarslys í morgun þar sem ekið hafði verið á barn á reiðhjóli. Barnið hlaut minniháttar meiðsli en var flutt á bráðamóttöku til frekari skoðunar. 


Tengdar fréttir

Vopnað rán og ekið um með unga­barn í fanginu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um vopnað rán í póstnúmerinu 105. Var greint frá því að einstaklingur hefði ógnað öðrum með skotvopni og krafið um fjármuni.

Sex­tán ára ók á móti um­ferð í Breið­holti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gær afskipti af ökumanni sem hafði ekið á móti umferð í Breiðholti. Reyndist hann vera sextán ára gamall og því ekki með bílpróf. Er málið unnið í samráði við foreldra og barnaverndaryfirvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×