Fléttur og bleikar slaufur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. október 2023 07:30 Það er mikið áfall að greinast með krabbamein. Heimurinn fer á hvolf. Ekki bara fyrir þann sem greinist heldur fyrir fjölskylduna alla. Fátt annað kemst að og veikindin setja lífið fljótt í aðeins annað samhengi. Krabbamein snertir okkur öll á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti. Rúmlega einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og rúmlega 200 konur greinast á Íslandi með þetta mein ár hvert. Það eru því ekki fáar fjölskyldur sem þurfa að kynnast því sem fylgir því að greinast með krabbamein. Með betri greiningartækni og áhrifaríkari meðferðarúrræðum hafa lífslíkur þó aukist verulega. Ég missti mömmu mína úr krabbameini fyrir rúmum áratug og það er enn sárt að hugsa til þess að hún er ekki með okkur á lífsins stærstu stundum. Ég þekki það eins og svo margir hversu mikilvægt það er að fá dýrmætan stuðning frá vinum og fjölskyldu, hvað samhugur skiptir miklu máli en líka að kerfið okkar virki. Á slíkum stundum getur þjónusta kerfisins við þann sem veikist og fjölskyldu hans skipt öllu máli. Svo einbeitingin geti verið á verkefninu sem blasir við og að vinna úr áfallinu sem fylgir slíkum veikindum. Heilbrigðiskerfið okkar er eitt mikilvægasta kerfi samfélagsins og við erum svo heppin að eiga framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk. En við þurfum að nýta okkur tæknina og nýjar lausnir til að geta veitt enn betri þjónustu og létt á álagi á starfsmenn. Það er því mikilvægt að hið opinbera kaupi og nýti nýjar lausnir í sinni starfsemi, lausnir sem eru til þess fallnar að auka gæði þjónustu og fara betur með fjármagn. Til að stuðla að þessum breytingum kastaði ég út Fléttunni en með henni gefst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nafn á verkefni sem ég setti á fót í fyrra til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfið okkar. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Í síðustu viku var um 100 milljónum úthlutað úr Fléttunni til tólf verkefna en 42 umsóknir bárust að þessu sinni. Öll verkefnin eiga það sameiginlegt að auka skilvirkni og bæta þjónustu við sjúklinga, eins og tvö verkefni sem sérstaklega eru til þess fallin að styðja betur við þá sem greinast með krabbamein og ryðja hindrunum kerfisins úr vegi. Við erum öflugt samfélag sem getur orðið enn öflugra ef rétt er haldið á spilum. Við getum víða gert betur og eigum að byggja upp stuðning kerfisins eins og best verður á kosið. Öll viljum við sýna stuðning og samstöðu þegar alvarleg veikindi ber að garði hjá ættingjum eða vinum. Á föstudaginn skulum við öll gera okkar, sýna samstöðu og stuðning. Verum bleik til að styðja konur með krabbamein. Í minningu þeirra sem eru farnar. Til að styðja þær sem berjast. Til að byggja undir þær sem síðar greinast. Fyrir aðstandendur þeirra allra. Verum bleik fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Heilbrigðismál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er mikið áfall að greinast með krabbamein. Heimurinn fer á hvolf. Ekki bara fyrir þann sem greinist heldur fyrir fjölskylduna alla. Fátt annað kemst að og veikindin setja lífið fljótt í aðeins annað samhengi. Krabbamein snertir okkur öll á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti. Rúmlega einn af hverjum þremur greinist með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein hjá konum og rúmlega 200 konur greinast á Íslandi með þetta mein ár hvert. Það eru því ekki fáar fjölskyldur sem þurfa að kynnast því sem fylgir því að greinast með krabbamein. Með betri greiningartækni og áhrifaríkari meðferðarúrræðum hafa lífslíkur þó aukist verulega. Ég missti mömmu mína úr krabbameini fyrir rúmum áratug og það er enn sárt að hugsa til þess að hún er ekki með okkur á lífsins stærstu stundum. Ég þekki það eins og svo margir hversu mikilvægt það er að fá dýrmætan stuðning frá vinum og fjölskyldu, hvað samhugur skiptir miklu máli en líka að kerfið okkar virki. Á slíkum stundum getur þjónusta kerfisins við þann sem veikist og fjölskyldu hans skipt öllu máli. Svo einbeitingin geti verið á verkefninu sem blasir við og að vinna úr áfallinu sem fylgir slíkum veikindum. Heilbrigðiskerfið okkar er eitt mikilvægasta kerfi samfélagsins og við erum svo heppin að eiga framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólk. En við þurfum að nýta okkur tæknina og nýjar lausnir til að geta veitt enn betri þjónustu og létt á álagi á starfsmenn. Það er því mikilvægt að hið opinbera kaupi og nýti nýjar lausnir í sinni starfsemi, lausnir sem eru til þess fallnar að auka gæði þjónustu og fara betur með fjármagn. Til að stuðla að þessum breytingum kastaði ég út Fléttunni en með henni gefst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nafn á verkefni sem ég setti á fót í fyrra til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfið okkar. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Í síðustu viku var um 100 milljónum úthlutað úr Fléttunni til tólf verkefna en 42 umsóknir bárust að þessu sinni. Öll verkefnin eiga það sameiginlegt að auka skilvirkni og bæta þjónustu við sjúklinga, eins og tvö verkefni sem sérstaklega eru til þess fallin að styðja betur við þá sem greinast með krabbamein og ryðja hindrunum kerfisins úr vegi. Við erum öflugt samfélag sem getur orðið enn öflugra ef rétt er haldið á spilum. Við getum víða gert betur og eigum að byggja upp stuðning kerfisins eins og best verður á kosið. Öll viljum við sýna stuðning og samstöðu þegar alvarleg veikindi ber að garði hjá ættingjum eða vinum. Á föstudaginn skulum við öll gera okkar, sýna samstöðu og stuðning. Verum bleik til að styðja konur með krabbamein. Í minningu þeirra sem eru farnar. Til að styðja þær sem berjast. Til að byggja undir þær sem síðar greinast. Fyrir aðstandendur þeirra allra. Verum bleik fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun