Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Stefán tók einleikarapróf í orgelleik árið 1991 og starfaði sem aðstoðarskólastjóri við Tónlistarskóla Skagafjarðar um árabil. Hann var stjórnandi karlakórsins Heimis í Skagafirði frá árinu 1985.
Stefán hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til tónlistarlífs á landsbyggðinni árið 2015.
Eftirlifandi eiginkona Stefáns er Margrét S. Guðbrandsdóttir. Dætur þeirra eru: Halla Rut, Guðrún, hún lést árið 1978, Berglind, eiginmaður hennar er Sigurgeir Agnarsson, og Sara Katrín, eiginmaður hennar er Hjörleifur Björnsson. Barnabörnin eru fjögur; þau Stefán Rafn, Árni Dagur, Hinrik og Guðrún Katrín.
Útför Stefáns fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 27. október klukkan 14.