„Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2023 12:04 Rishi Sunak og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherrar Bretlands og Ísraels. EPA/Simon Walker Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. Þetta sagði forsætisráðherrann í ávarpi á blaðamannafundi í morgun með Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. Netanjahú hélt því fram að árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október hefði verið gerð til að stöðva friðarviðleitni Ísraela og annarra ríkja í Mið-Austurlöndum. Hann sagði að stríð Ísraela yrði langt og bað Sunak um stuðning Bretlands. Hann sagði að heimurinn yrði að berjast saman gegn Hamas, eins og heimurinn hefði gert gegn nasistum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael. Það hefur aldrei verið jafn þungt yfir heiminum. Við verðum að standa saman og við viljum vinna.“ "Hamas are the new Nazis, they're the new ISIS and we have to fight them together."Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu says he "values" Rishi Sunak's support and thanks him for travelling to Israel.Latest: https://t.co/qBAHA509yp Sky 501, Virgin 602 and YT pic.twitter.com/Qcv4nkgPve— Sky News (@SkyNews) October 19, 2023 Sunak hét Ísraelum stuðningi og sagði Breta vonast eftir sigri Ísraels. Þá ítrekaði Sunak að óbreyttir borgarar á Gasaströndinni væru einnig fórnarlömb Hamas og hrósaði Netanjahú fyrir að leyfa takmarkaða birgðaflutninga inn á svæðið. Breski forsætisráðherrann sagði að ríkisstjórn sín myndi auka bæta á aðstoð til svæðisins, eins fljótt og auðið væri. "We recognise that the Palestinian people are victims of Hamas too".PM Sunak speaks in Jerusalem besides Israeli President Benjamin Netanyahu'I am proud to stand here as your friend and we also want you to win', he says.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501, Virgin 602 pic.twitter.com/fmdWXOW29I— Sky News (@SkyNews) October 19, 2023 Netanjahú tilkynnti í gær að hann hefði samþykkt að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin frá Egyptalandi. Var það gert að beiðni Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en Ísraelar hafa hótað loftárásum á Rafa-landamærastöðina við landamæri Egyptalands, sem er eina landamærastöð Gasastrandarinnar sem Ísraelar stjórna ekki. Yfirvöld í Egyptalandi tilkynntu svo í morgun að tuttugu flutningabifreiðum yrði hleypt yfir landamærin. Farmur þeirra verður skoðaður fyrst og einnig verður fylgst með því hvort Hamas-samtökin steli birgðunum eða beina þeim annað. Fari svo, verða birgðaflutningarnir stöðvaðir aftur. Sameinuðu þjóðirnar eiga að sjá um þetta eftirlit. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bretland Egyptaland Tengdar fréttir Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Þetta sagði forsætisráðherrann í ávarpi á blaðamannafundi í morgun með Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. Netanjahú hélt því fram að árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október hefði verið gerð til að stöðva friðarviðleitni Ísraela og annarra ríkja í Mið-Austurlöndum. Hann sagði að stríð Ísraela yrði langt og bað Sunak um stuðning Bretlands. Hann sagði að heimurinn yrði að berjast saman gegn Hamas, eins og heimurinn hefði gert gegn nasistum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael. Það hefur aldrei verið jafn þungt yfir heiminum. Við verðum að standa saman og við viljum vinna.“ "Hamas are the new Nazis, they're the new ISIS and we have to fight them together."Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu says he "values" Rishi Sunak's support and thanks him for travelling to Israel.Latest: https://t.co/qBAHA509yp Sky 501, Virgin 602 and YT pic.twitter.com/Qcv4nkgPve— Sky News (@SkyNews) October 19, 2023 Sunak hét Ísraelum stuðningi og sagði Breta vonast eftir sigri Ísraels. Þá ítrekaði Sunak að óbreyttir borgarar á Gasaströndinni væru einnig fórnarlömb Hamas og hrósaði Netanjahú fyrir að leyfa takmarkaða birgðaflutninga inn á svæðið. Breski forsætisráðherrann sagði að ríkisstjórn sín myndi auka bæta á aðstoð til svæðisins, eins fljótt og auðið væri. "We recognise that the Palestinian people are victims of Hamas too".PM Sunak speaks in Jerusalem besides Israeli President Benjamin Netanyahu'I am proud to stand here as your friend and we also want you to win', he says.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501, Virgin 602 pic.twitter.com/fmdWXOW29I— Sky News (@SkyNews) October 19, 2023 Netanjahú tilkynnti í gær að hann hefði samþykkt að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin frá Egyptalandi. Var það gert að beiðni Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en Ísraelar hafa hótað loftárásum á Rafa-landamærastöðina við landamæri Egyptalands, sem er eina landamærastöð Gasastrandarinnar sem Ísraelar stjórna ekki. Yfirvöld í Egyptalandi tilkynntu svo í morgun að tuttugu flutningabifreiðum yrði hleypt yfir landamærin. Farmur þeirra verður skoðaður fyrst og einnig verður fylgst með því hvort Hamas-samtökin steli birgðunum eða beina þeim annað. Fari svo, verða birgðaflutningarnir stöðvaðir aftur. Sameinuðu þjóðirnar eiga að sjá um þetta eftirlit.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bretland Egyptaland Tengdar fréttir Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26
Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent