„Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2023 12:04 Rishi Sunak og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherrar Bretlands og Ísraels. EPA/Simon Walker Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. Þetta sagði forsætisráðherrann í ávarpi á blaðamannafundi í morgun með Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. Netanjahú hélt því fram að árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október hefði verið gerð til að stöðva friðarviðleitni Ísraela og annarra ríkja í Mið-Austurlöndum. Hann sagði að stríð Ísraela yrði langt og bað Sunak um stuðning Bretlands. Hann sagði að heimurinn yrði að berjast saman gegn Hamas, eins og heimurinn hefði gert gegn nasistum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael. Það hefur aldrei verið jafn þungt yfir heiminum. Við verðum að standa saman og við viljum vinna.“ "Hamas are the new Nazis, they're the new ISIS and we have to fight them together."Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu says he "values" Rishi Sunak's support and thanks him for travelling to Israel.Latest: https://t.co/qBAHA509yp Sky 501, Virgin 602 and YT pic.twitter.com/Qcv4nkgPve— Sky News (@SkyNews) October 19, 2023 Sunak hét Ísraelum stuðningi og sagði Breta vonast eftir sigri Ísraels. Þá ítrekaði Sunak að óbreyttir borgarar á Gasaströndinni væru einnig fórnarlömb Hamas og hrósaði Netanjahú fyrir að leyfa takmarkaða birgðaflutninga inn á svæðið. Breski forsætisráðherrann sagði að ríkisstjórn sín myndi auka bæta á aðstoð til svæðisins, eins fljótt og auðið væri. "We recognise that the Palestinian people are victims of Hamas too".PM Sunak speaks in Jerusalem besides Israeli President Benjamin Netanyahu'I am proud to stand here as your friend and we also want you to win', he says.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501, Virgin 602 pic.twitter.com/fmdWXOW29I— Sky News (@SkyNews) October 19, 2023 Netanjahú tilkynnti í gær að hann hefði samþykkt að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin frá Egyptalandi. Var það gert að beiðni Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en Ísraelar hafa hótað loftárásum á Rafa-landamærastöðina við landamæri Egyptalands, sem er eina landamærastöð Gasastrandarinnar sem Ísraelar stjórna ekki. Yfirvöld í Egyptalandi tilkynntu svo í morgun að tuttugu flutningabifreiðum yrði hleypt yfir landamærin. Farmur þeirra verður skoðaður fyrst og einnig verður fylgst með því hvort Hamas-samtökin steli birgðunum eða beina þeim annað. Fari svo, verða birgðaflutningarnir stöðvaðir aftur. Sameinuðu þjóðirnar eiga að sjá um þetta eftirlit. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bretland Egyptaland Tengdar fréttir Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Sjá meira
Þetta sagði forsætisráðherrann í ávarpi á blaðamannafundi í morgun með Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands. Netanjahú hélt því fram að árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október hefði verið gerð til að stöðva friðarviðleitni Ísraela og annarra ríkja í Mið-Austurlöndum. Hann sagði að stríð Ísraela yrði langt og bað Sunak um stuðning Bretlands. Hann sagði að heimurinn yrði að berjast saman gegn Hamas, eins og heimurinn hefði gert gegn nasistum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael. Það hefur aldrei verið jafn þungt yfir heiminum. Við verðum að standa saman og við viljum vinna.“ "Hamas are the new Nazis, they're the new ISIS and we have to fight them together."Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu says he "values" Rishi Sunak's support and thanks him for travelling to Israel.Latest: https://t.co/qBAHA509yp Sky 501, Virgin 602 and YT pic.twitter.com/Qcv4nkgPve— Sky News (@SkyNews) October 19, 2023 Sunak hét Ísraelum stuðningi og sagði Breta vonast eftir sigri Ísraels. Þá ítrekaði Sunak að óbreyttir borgarar á Gasaströndinni væru einnig fórnarlömb Hamas og hrósaði Netanjahú fyrir að leyfa takmarkaða birgðaflutninga inn á svæðið. Breski forsætisráðherrann sagði að ríkisstjórn sín myndi auka bæta á aðstoð til svæðisins, eins fljótt og auðið væri. "We recognise that the Palestinian people are victims of Hamas too".PM Sunak speaks in Jerusalem besides Israeli President Benjamin Netanyahu'I am proud to stand here as your friend and we also want you to win', he says.https://t.co/PAiZ4D1jU3 Sky 501, Virgin 602 pic.twitter.com/fmdWXOW29I— Sky News (@SkyNews) October 19, 2023 Netanjahú tilkynnti í gær að hann hefði samþykkt að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin frá Egyptalandi. Var það gert að beiðni Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en Ísraelar hafa hótað loftárásum á Rafa-landamærastöðina við landamæri Egyptalands, sem er eina landamærastöð Gasastrandarinnar sem Ísraelar stjórna ekki. Yfirvöld í Egyptalandi tilkynntu svo í morgun að tuttugu flutningabifreiðum yrði hleypt yfir landamærin. Farmur þeirra verður skoðaður fyrst og einnig verður fylgst með því hvort Hamas-samtökin steli birgðunum eða beina þeim annað. Fari svo, verða birgðaflutningarnir stöðvaðir aftur. Sameinuðu þjóðirnar eiga að sjá um þetta eftirlit.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bretland Egyptaland Tengdar fréttir Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Sjá meira
Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26
Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent