Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Álftanes 71-91 | Fyrsti útisigur Álftaness í efstu deild Sæbjörn Steinke skrifar 19. október 2023 21:00 Dúi Þór Jónsson. Vísir/Hulda Margrét Álftanes vann nokkuð þægilegan tuttugu stiga útisigur, 71-91, á Breiðabliki í Subway deild karla í kvöld. Munurinn var níu stig í hálfleik en tilfinningin var sú að Álftnesingar væru klaufar að vera ekki búnir að ganga frá leiknum. Álftanes leiddi allan leikinn og eftir að Blikar minnkuðu muninn í tvö stig, 10-12, skildu í raun leiðir. Álftanes komst í sextán stiga forskot í upphafi annars leikhluta en Blikar neituðu að taka við rothögginu og komu muninum undir tíu stigin fyrir hálfleik. Douglas Wilson var frábær í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var Haukur Helgi Pálsson besti maður vallarins, lék frábæran varnarleik og voru andstæðingarnir orðnir hræddir við hann þegar hann hótaði því að verja skottilraunir þeirra. Það er frábært að sjá Hauk hreyfa sig vel á vellinum eftir nokkuð erfið síðustu ár. Í þriðja leikhluta skoraði Breiðablik fyrstu stigin en með þeirri sókn meðtalinni var sóknarleikurinn algjört bras og var erfitt að sjá hvað Blikarnir ætluðu sér að gera. Heimamenn hittu lítið fyrir utan línuna og töpuðu boltanum oft. Það er eitruð blanda sem gerði Álftanesi kleift að ná muninum yfir tuttugu stigin og var leikurinn aldrei spennandi í seinni hálfleik. Keith Jordan var langbesti maður Breiðabliks í leiknum á meðan Everage Lee Richardson átti virkilega erfiðan dag. Sömu sögu má segja af Michael Steadman sem virtist sprunginn eftir nokkurra mínútna leik. Ungir leikmenn Breiðabliks reyndu sitt besta en Blikaliðið er það langt frá Álftanesi gæðalega séð að liðið á ekki séns í að vinna nema Everage sé á deginum sínum. Everage hengdi mikið hausinn í leiknum, hlutirnir féllu ekki fyrir hann en það var óþarfi fyrir hann að sýna það eins og hann gerði. Vonandi fyrir Breiðablik var þetta hans slakasti leikur í vetur. Kjartan Atli er búinn að setja saman öflugt lið á Álftanesi, með mörg vopn í vopnabúrinu og reynslumikla menn í hópnum. Álftanes getur alveg gert atlögu að því að enda í topp fjórum, sérstaklega ef liðið heldur áfram að fá jafn góðan stuðning og liðið hefur fengið úr stúkunni í upphafi móts. Markmið Breiðabliks verður sennilega ekkert annað en að reyna halda sætinu í deildinni. Það vantar talsvert upp á ef horft er í fyrstu umferðirnar. Snorri Vignisson snýr til baka úr meiðslum á næstu vikum en liðið þarf á því að halda að Steadman verði meira en fimm mínútna maður. Eftir þrjár umferðir er Breiðablik án sigurs en Álftanes er með tvo sigra. Hvað gerist næst? Breiðablik heimsækir Grindavík í næstu umferð og Álftanes fær Keflavík í heimsókn. Báðir leikirnir eiga að fara fram næsta fimmtudag. Hauki líður betur líkamlega: „Erum með Helga Jónas sem tekur mig í gegn af og til“ Haukur Páll bakkar á Val Valsson í síðasta leik gegn GrindavíkVísir / Anton Brink „Tilfinningin er góð, alltaf gott að ná stigum og spila vel. Ég er sáttur með að við náðum með að slíta okkur frá þeim í seinni hálfleik,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Álftaness, eftir leikinn. „Við erum á vegferð, læra að loka leikjum snemma. Við náðum líka upp smá forskoti gegn Grindavík, en liðin í þessari deild eru ekkert alltaf að gefast upp,“ sagði landsliðsmaðurinn þegar hann var spurður út í hvort Álftanes hefði ekki átt að klára leikinn strax í öðrum leikhluta. „Ég get ekkert kvartað undan byrjuninni hjá mér, er búinn að koma mér betur inn í hlutina, líður betur líkamlega og er að reyna koma mér aftur í gírinn einhvern veginn. Heilt yfir hefur þetta verið fínt, en má alltaf gera betur.“ Ertu að gera eitthvað öðruvísi núna til að halda skrokknum í lagi? „Nei. Ég tók mér mjög langt hlé í sumar, fékk tíma til að hugsa um líkamann á mér. Síðan erum við með Helga Jónas sem tekur mig í gegn af og til. En annars ekkert þannig meira, þurfti bara smá meiri tíma í hvíld.“ Blikar áttu sýnilega í vandræðum með að skora gegn Hauki í seinni hálfleiknum sérstaklega. Hvort er hann ánægðari með tvö stig skoruð eða að ná að stöðva andstæðing sinn varnarlega? „Ég er alltaf til í gott stopp varnarlega. Ég hleypti Keith kannski aðeins of snemma inn í þennan leik. Ég hef alltaf verið svolítið mikið fyrir vörn, sérstaklega ef maður er ekki að gera neitt sóknarlega, þá þarf maður að gera hlutina einhvers staðar á vellinum. Þannig heldur maður sér inni í leiknum.“ „Ég er að fíla mig mjög vel, betur en ég bjóst við, stemningin er skemmtileg og mikinn vilji. Við viljum gera hlutina skref fyrir skref og þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og ég hlakka til að halda áfram með tímabilið.“ „Þetta er alvöru stuðningur, fáránlega sáttur með þetta. Ég er mjög ánægður með stuðningsmennina, bara halda þessu áfram,“ sagði Haukur að lokum þegar hann var spurður út í stuðninginn í kvöld. Ívar hundfúll og talar um uppgjöf: „Byrjuðum þriðja leikhlutann eins og aumingjar“ Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks Það mátti heyra á Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Breiðabliks, að hann hafði áhyggjur af frammistöðu liðsins. „Ég er hundfúll, byrjuðum þriðja leikhluta alveg skelfilega, vorum alveg karakterslausir, hengdum haus og vorum ekki að gera það sem við töluðum um í hálfleik. Við töpuðum þessu á fyrstu mínútunum í þriðja,“ sagði þjálfarinn. „Við gerðum fullt af mistökum í fyri hálfleik, en vorum samt í leiknum og vorum að sýna að við værum lið. Svo byrjuðum við þriðja leikhlutann eins og aumingjar.“ „Við þurfum að vinna í hugarfarinu núna og finna hvað var að. Þetta er ekki að gerast í hverjum einasta leik, vorum ekki svona í síðasta leik. Við teiknuðum upp kerfi í byrjun sem á að framkvæma í fyrstu sókn. Það er framkvæmt vitlaust og svo gera þeir sama hlutinn bandvitlaust aftur. Þá er eins og menn gefist upp og ég þarf að skoða það. Við sýndum það í fyrri hálfleik að við getum alveg staðið í þessu liði.“ Hvort finnst þér þetta vera meira samskiptaleysi eða vöntun á vilja til að gera hlutina rétt? „Ég veit ekki hvort það sé tengt vilja... Everage strögglaði í þessum leik, náði einhvern veginn aldrei takti. Við fengum Keith inn í dag, hann var mjög góður á báðum endum vallarins, en fengum bara ekki hina með honum. Ég þarf örugglega bæði Keith og Everage fína sóknarlega til að geta unnið lið eins og Álftanes.“ Þriggja stiga nýtingin hjá Breiðabliki var mjög döpur, einungis átján prósent hitni og töpuðu boltarnir tuttugu talsins. „Hittnin var skelfileg. Í fyrri hálfleik fengum við opin skot en fórum að þvinga upp skot í seinni hálfleik af því við hættum að spila eins og við gerðum í fyrri hálfleik; varð alltof mikið einstaklingsframtak. Það verður okkur að falli. Við þurfum að reyna spila lengur sem lið.“ Ekkert annað lið að spila á svona ungum leikmönnum Er Ívar með hugmynd um hvernig hann getur snúið gengi liðsins við? „Mér fannst við alveg geta náð sigri á Egilsstöðum. Í þeim leik vorum við oft með fjóra stráka inn á sem eru að æfa með unglingaflokki. Ég held að þeir hafi spilað saman einhverjar þrettán mínútur. Það eru engin önnur lið að spila á svona ungum leikmönnum eins og við. En það er sama... við þurfum að fá meira út úr mönnum, fá meiri baráttu, vilja og getum ekki verið að henda boltanum frá okkur statt og stöðugt. Það er bara hausinn,“ sagði Ívar að lokum. Subway-deild karla Breiðablik UMF Álftanes
Álftanes vann nokkuð þægilegan tuttugu stiga útisigur, 71-91, á Breiðabliki í Subway deild karla í kvöld. Munurinn var níu stig í hálfleik en tilfinningin var sú að Álftnesingar væru klaufar að vera ekki búnir að ganga frá leiknum. Álftanes leiddi allan leikinn og eftir að Blikar minnkuðu muninn í tvö stig, 10-12, skildu í raun leiðir. Álftanes komst í sextán stiga forskot í upphafi annars leikhluta en Blikar neituðu að taka við rothögginu og komu muninum undir tíu stigin fyrir hálfleik. Douglas Wilson var frábær í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var Haukur Helgi Pálsson besti maður vallarins, lék frábæran varnarleik og voru andstæðingarnir orðnir hræddir við hann þegar hann hótaði því að verja skottilraunir þeirra. Það er frábært að sjá Hauk hreyfa sig vel á vellinum eftir nokkuð erfið síðustu ár. Í þriðja leikhluta skoraði Breiðablik fyrstu stigin en með þeirri sókn meðtalinni var sóknarleikurinn algjört bras og var erfitt að sjá hvað Blikarnir ætluðu sér að gera. Heimamenn hittu lítið fyrir utan línuna og töpuðu boltanum oft. Það er eitruð blanda sem gerði Álftanesi kleift að ná muninum yfir tuttugu stigin og var leikurinn aldrei spennandi í seinni hálfleik. Keith Jordan var langbesti maður Breiðabliks í leiknum á meðan Everage Lee Richardson átti virkilega erfiðan dag. Sömu sögu má segja af Michael Steadman sem virtist sprunginn eftir nokkurra mínútna leik. Ungir leikmenn Breiðabliks reyndu sitt besta en Blikaliðið er það langt frá Álftanesi gæðalega séð að liðið á ekki séns í að vinna nema Everage sé á deginum sínum. Everage hengdi mikið hausinn í leiknum, hlutirnir féllu ekki fyrir hann en það var óþarfi fyrir hann að sýna það eins og hann gerði. Vonandi fyrir Breiðablik var þetta hans slakasti leikur í vetur. Kjartan Atli er búinn að setja saman öflugt lið á Álftanesi, með mörg vopn í vopnabúrinu og reynslumikla menn í hópnum. Álftanes getur alveg gert atlögu að því að enda í topp fjórum, sérstaklega ef liðið heldur áfram að fá jafn góðan stuðning og liðið hefur fengið úr stúkunni í upphafi móts. Markmið Breiðabliks verður sennilega ekkert annað en að reyna halda sætinu í deildinni. Það vantar talsvert upp á ef horft er í fyrstu umferðirnar. Snorri Vignisson snýr til baka úr meiðslum á næstu vikum en liðið þarf á því að halda að Steadman verði meira en fimm mínútna maður. Eftir þrjár umferðir er Breiðablik án sigurs en Álftanes er með tvo sigra. Hvað gerist næst? Breiðablik heimsækir Grindavík í næstu umferð og Álftanes fær Keflavík í heimsókn. Báðir leikirnir eiga að fara fram næsta fimmtudag. Hauki líður betur líkamlega: „Erum með Helga Jónas sem tekur mig í gegn af og til“ Haukur Páll bakkar á Val Valsson í síðasta leik gegn GrindavíkVísir / Anton Brink „Tilfinningin er góð, alltaf gott að ná stigum og spila vel. Ég er sáttur með að við náðum með að slíta okkur frá þeim í seinni hálfleik,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Álftaness, eftir leikinn. „Við erum á vegferð, læra að loka leikjum snemma. Við náðum líka upp smá forskoti gegn Grindavík, en liðin í þessari deild eru ekkert alltaf að gefast upp,“ sagði landsliðsmaðurinn þegar hann var spurður út í hvort Álftanes hefði ekki átt að klára leikinn strax í öðrum leikhluta. „Ég get ekkert kvartað undan byrjuninni hjá mér, er búinn að koma mér betur inn í hlutina, líður betur líkamlega og er að reyna koma mér aftur í gírinn einhvern veginn. Heilt yfir hefur þetta verið fínt, en má alltaf gera betur.“ Ertu að gera eitthvað öðruvísi núna til að halda skrokknum í lagi? „Nei. Ég tók mér mjög langt hlé í sumar, fékk tíma til að hugsa um líkamann á mér. Síðan erum við með Helga Jónas sem tekur mig í gegn af og til. En annars ekkert þannig meira, þurfti bara smá meiri tíma í hvíld.“ Blikar áttu sýnilega í vandræðum með að skora gegn Hauki í seinni hálfleiknum sérstaklega. Hvort er hann ánægðari með tvö stig skoruð eða að ná að stöðva andstæðing sinn varnarlega? „Ég er alltaf til í gott stopp varnarlega. Ég hleypti Keith kannski aðeins of snemma inn í þennan leik. Ég hef alltaf verið svolítið mikið fyrir vörn, sérstaklega ef maður er ekki að gera neitt sóknarlega, þá þarf maður að gera hlutina einhvers staðar á vellinum. Þannig heldur maður sér inni í leiknum.“ „Ég er að fíla mig mjög vel, betur en ég bjóst við, stemningin er skemmtileg og mikinn vilji. Við viljum gera hlutina skref fyrir skref og þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og ég hlakka til að halda áfram með tímabilið.“ „Þetta er alvöru stuðningur, fáránlega sáttur með þetta. Ég er mjög ánægður með stuðningsmennina, bara halda þessu áfram,“ sagði Haukur að lokum þegar hann var spurður út í stuðninginn í kvöld. Ívar hundfúll og talar um uppgjöf: „Byrjuðum þriðja leikhlutann eins og aumingjar“ Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks Það mátti heyra á Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Breiðabliks, að hann hafði áhyggjur af frammistöðu liðsins. „Ég er hundfúll, byrjuðum þriðja leikhluta alveg skelfilega, vorum alveg karakterslausir, hengdum haus og vorum ekki að gera það sem við töluðum um í hálfleik. Við töpuðum þessu á fyrstu mínútunum í þriðja,“ sagði þjálfarinn. „Við gerðum fullt af mistökum í fyri hálfleik, en vorum samt í leiknum og vorum að sýna að við værum lið. Svo byrjuðum við þriðja leikhlutann eins og aumingjar.“ „Við þurfum að vinna í hugarfarinu núna og finna hvað var að. Þetta er ekki að gerast í hverjum einasta leik, vorum ekki svona í síðasta leik. Við teiknuðum upp kerfi í byrjun sem á að framkvæma í fyrstu sókn. Það er framkvæmt vitlaust og svo gera þeir sama hlutinn bandvitlaust aftur. Þá er eins og menn gefist upp og ég þarf að skoða það. Við sýndum það í fyrri hálfleik að við getum alveg staðið í þessu liði.“ Hvort finnst þér þetta vera meira samskiptaleysi eða vöntun á vilja til að gera hlutina rétt? „Ég veit ekki hvort það sé tengt vilja... Everage strögglaði í þessum leik, náði einhvern veginn aldrei takti. Við fengum Keith inn í dag, hann var mjög góður á báðum endum vallarins, en fengum bara ekki hina með honum. Ég þarf örugglega bæði Keith og Everage fína sóknarlega til að geta unnið lið eins og Álftanes.“ Þriggja stiga nýtingin hjá Breiðabliki var mjög döpur, einungis átján prósent hitni og töpuðu boltarnir tuttugu talsins. „Hittnin var skelfileg. Í fyrri hálfleik fengum við opin skot en fórum að þvinga upp skot í seinni hálfleik af því við hættum að spila eins og við gerðum í fyrri hálfleik; varð alltof mikið einstaklingsframtak. Það verður okkur að falli. Við þurfum að reyna spila lengur sem lið.“ Ekkert annað lið að spila á svona ungum leikmönnum Er Ívar með hugmynd um hvernig hann getur snúið gengi liðsins við? „Mér fannst við alveg geta náð sigri á Egilsstöðum. Í þeim leik vorum við oft með fjóra stráka inn á sem eru að æfa með unglingaflokki. Ég held að þeir hafi spilað saman einhverjar þrettán mínútur. Það eru engin önnur lið að spila á svona ungum leikmönnum eins og við. En það er sama... við þurfum að fá meira út úr mönnum, fá meiri baráttu, vilja og getum ekki verið að henda boltanum frá okkur statt og stöðugt. Það er bara hausinn,“ sagði Ívar að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum