UEFA hafnaði beiðni Blika og KSÍ: „Það eru ákveðin vonbrigði“ Aron Guðmundsson skrifar 20. október 2023 07:31 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á dögunum Vísir/Hulda Margrét Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) hafnaði sameiginlegri beiðni knattspyrnudeildar Breiðabliks og KSÍ um að færa síðasta heimaleik liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu út fyrir landsteinana. Formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, Flosi Eiríksson, segir höfnun UEFA vissulega vonbrigði. Hann treystir þó á að Laugardalsvöllur verði í leikhæfu ástandi er Breiðablik tekur á móti Maccabi Tel Aviv í lok nóvember. „Síðasti leikur okkar í riðlakeppninni er heimaleikur þann 30. nóvember. Og eins og við öll vitum er allra veðra von hér á landi á þeim tíma,“ segir Flosi í samtali við Vísi. „Við vildum því bara kanna þann möguleika hjá UEFA hvort við mættum spila þann leik erlendis þar sem að er betra veður. Við ákváðum að kanna þennan möguleika þó svo að við hefðum vitað af því að UEFA gerir ráð fyrir því að lið spili alla sína heimaleiki á sama velli. KSÍ var með okkur í þvi að senda inn þessa beiðni en við fengum þau svör að slíkar breytingar séu ekki heimilar. Það eru ákveðin vonbrigði.“ Þrátt fyrir þessa beiðni voru Blikar ekki komnir með neina staðfesta kosti sem mögulegan leikstað erlendis. „Við vorum bara byrjuð að skoða þau mál en ekki með neitt fast í hendi. Við vildum fyrst sjá hvort við myndum fá grænt ljós á þessa beiðni. Þetta fór því ekkert lengra. Það er til fullt af fótboltavöllum í Evrópu.“ Það fylgir því mikill kostnaður að halda Laugardalsvelli leikhæfum á þessum árstíma og er það kostnaður sem KSÍ þarf að bera. Sambandið hefur leitað eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná þeim kostnaði niður og telur Flosi að þau mál séu að þokast í rétta átt. „Þau mál eru að mér vitandi á góðum rekspöl. Þær viðræður eru í fullum gangi en ég er ekki með það nákvæmlega á hreinu hvað hefur gerst undanfarna daga. Við gerum bara ráð fyrir því að völlurinn verði leikfær 9. og 30. nóvember.“ Tímabilinu hjá Blikum í keppnum hér heima fyrir er lokið og leita forráðamenn liðsins og þjálfarateymi nú leiða til þess að halda leikmönnum í góðu standi fyrir leikina sem eftir eru í Sambandsdeild Evrópu. Blikar eiga útileik gegn belgíska liðinu Gent á fimmtudaginn í næstu viku en liðið mun fyrir það halda út til Skotlands á laugardaginn kemur. Æfa þar í aðdraganda leiksins gegn Gent og meðal annars leika æfingarleik gegn varaliði skoska stórveldisins Glasgow Rangers. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira
„Síðasti leikur okkar í riðlakeppninni er heimaleikur þann 30. nóvember. Og eins og við öll vitum er allra veðra von hér á landi á þeim tíma,“ segir Flosi í samtali við Vísi. „Við vildum því bara kanna þann möguleika hjá UEFA hvort við mættum spila þann leik erlendis þar sem að er betra veður. Við ákváðum að kanna þennan möguleika þó svo að við hefðum vitað af því að UEFA gerir ráð fyrir því að lið spili alla sína heimaleiki á sama velli. KSÍ var með okkur í þvi að senda inn þessa beiðni en við fengum þau svör að slíkar breytingar séu ekki heimilar. Það eru ákveðin vonbrigði.“ Þrátt fyrir þessa beiðni voru Blikar ekki komnir með neina staðfesta kosti sem mögulegan leikstað erlendis. „Við vorum bara byrjuð að skoða þau mál en ekki með neitt fast í hendi. Við vildum fyrst sjá hvort við myndum fá grænt ljós á þessa beiðni. Þetta fór því ekkert lengra. Það er til fullt af fótboltavöllum í Evrópu.“ Það fylgir því mikill kostnaður að halda Laugardalsvelli leikhæfum á þessum árstíma og er það kostnaður sem KSÍ þarf að bera. Sambandið hefur leitað eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná þeim kostnaði niður og telur Flosi að þau mál séu að þokast í rétta átt. „Þau mál eru að mér vitandi á góðum rekspöl. Þær viðræður eru í fullum gangi en ég er ekki með það nákvæmlega á hreinu hvað hefur gerst undanfarna daga. Við gerum bara ráð fyrir því að völlurinn verði leikfær 9. og 30. nóvember.“ Tímabilinu hjá Blikum í keppnum hér heima fyrir er lokið og leita forráðamenn liðsins og þjálfarateymi nú leiða til þess að halda leikmönnum í góðu standi fyrir leikina sem eftir eru í Sambandsdeild Evrópu. Blikar eiga útileik gegn belgíska liðinu Gent á fimmtudaginn í næstu viku en liðið mun fyrir það halda út til Skotlands á laugardaginn kemur. Æfa þar í aðdraganda leiksins gegn Gent og meðal annars leika æfingarleik gegn varaliði skoska stórveldisins Glasgow Rangers.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira