Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2023 06:32 Þetta var í annað sinn sem Biden ávarpar þjóðina frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu. Getty/Jonathan Ernst Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. Í ræðu sinni sagðist forsetinn myndu fara fram á fjárframlög frá þinginu til handa bæði Ísrael og Úkraínu og þá fordæmdi hann gyðingaandúð og „íslamfóbíu“ heima fyrir. „Hamas og Pútín eru ólíkar ógnir en þær eiga þetta sameginlegt: Báðir vilja gjöreyða lýðræðislegu nágrannaríki,“ sagði Biden. Hamans hefði framið sannkölluð illvirki og að í heimsókn sinni til Ísrael í gær hefði hann hitt fyrir fólk sem væri að upplifa mikinn sársauka. Auk þess að funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, virðist Biden hafa átt samtal, líklega í gegnum síma, við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og ítrekað afstöðu Bandaríkjanna varðandi tveggja ríkja lausn á deilunni. Biden greindi einnig frá því að hann hefði rætt við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta nokkrum klukkustundum áður. „Ég veit að þessi átök kunna að virðast langt í burtu. Það er eðlilegt að spyrja hvernig þær varða Bandaríkin. Leyfið mér að segja ykkur hvers vegna velgengni Ísrael og Úkraínu skiptir öllu máli fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Sagan hefur kennt okkur að þegar hryðjuverkamenn gjalda ekki fyrir gjörðir sínar, þegar einræðisherrar gjalda ekki fyrir yfirgang sinn, þá valda þeir meiri kaos og dauða og eyðileggingu. Þeir halda áfram og kostnaðurinn og ógnirnar gagnvart Bandaríkjunum og heiminum halda áfram að aukast.“ The terror and tyranny of Hamas and Putin represent different threats, but they both want to completely annihilate a neighboring democracy.Let me share with you why this is vital for America s national security: https://t.co/MoClTKCBCw— President Biden (@POTUS) October 20, 2023 Þá sagði forsetinn: „Forysta Bandaríkjanna er það sem heldur heiminum saman. Bandalög Bandaríkjanna eru það sem gerir okkur, Bandaríkin, örugg. Bandarísk gildi gera okkur að bandamanni sem aðrar þjóðir vilja vinna með. Að setja það allt í hættu ef við yfirgefum Úkraínu, ef við yfirgefum Ísrael, er ekki þessi virði.“ Biden sagði aðstoð við ríkin tvö „skynsamlega fjárfestingu“ sem myndi gefa vel í aðra hönd fyrir komandi kynslóðir hvað varðaði öryggi þeirra. „Bandaríkin eru enn leiðarljós heimsins,“ sagði forsetinn. „En tíminn skiptir öllu. Ég veit að við glímum við sundrung heima fyrir. Við verðum að komast yfir það. Við megum ekki láta smásmugulega og reiðilega flokkapólitík þvælast fyrir ábyrgð okkar sem mikil þjóð. Við megum ekki og munum ekki leyfa hryðjuverkamönnum eins og Hamas og Pútín að fara með sigur.“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og líklegasti keppninautur Biden í forsetakosningunum á næsta ári, tjáði sig um ræðuna í gær og sagði Biden íkveikjusegg sem væri að lofa því að bjarga Bandaríkjamönnum frá heimi sem hann hefði sjálfur kveikt í. Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Í ræðu sinni sagðist forsetinn myndu fara fram á fjárframlög frá þinginu til handa bæði Ísrael og Úkraínu og þá fordæmdi hann gyðingaandúð og „íslamfóbíu“ heima fyrir. „Hamas og Pútín eru ólíkar ógnir en þær eiga þetta sameginlegt: Báðir vilja gjöreyða lýðræðislegu nágrannaríki,“ sagði Biden. Hamans hefði framið sannkölluð illvirki og að í heimsókn sinni til Ísrael í gær hefði hann hitt fyrir fólk sem væri að upplifa mikinn sársauka. Auk þess að funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, virðist Biden hafa átt samtal, líklega í gegnum síma, við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og ítrekað afstöðu Bandaríkjanna varðandi tveggja ríkja lausn á deilunni. Biden greindi einnig frá því að hann hefði rætt við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta nokkrum klukkustundum áður. „Ég veit að þessi átök kunna að virðast langt í burtu. Það er eðlilegt að spyrja hvernig þær varða Bandaríkin. Leyfið mér að segja ykkur hvers vegna velgengni Ísrael og Úkraínu skiptir öllu máli fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Sagan hefur kennt okkur að þegar hryðjuverkamenn gjalda ekki fyrir gjörðir sínar, þegar einræðisherrar gjalda ekki fyrir yfirgang sinn, þá valda þeir meiri kaos og dauða og eyðileggingu. Þeir halda áfram og kostnaðurinn og ógnirnar gagnvart Bandaríkjunum og heiminum halda áfram að aukast.“ The terror and tyranny of Hamas and Putin represent different threats, but they both want to completely annihilate a neighboring democracy.Let me share with you why this is vital for America s national security: https://t.co/MoClTKCBCw— President Biden (@POTUS) October 20, 2023 Þá sagði forsetinn: „Forysta Bandaríkjanna er það sem heldur heiminum saman. Bandalög Bandaríkjanna eru það sem gerir okkur, Bandaríkin, örugg. Bandarísk gildi gera okkur að bandamanni sem aðrar þjóðir vilja vinna með. Að setja það allt í hættu ef við yfirgefum Úkraínu, ef við yfirgefum Ísrael, er ekki þessi virði.“ Biden sagði aðstoð við ríkin tvö „skynsamlega fjárfestingu“ sem myndi gefa vel í aðra hönd fyrir komandi kynslóðir hvað varðaði öryggi þeirra. „Bandaríkin eru enn leiðarljós heimsins,“ sagði forsetinn. „En tíminn skiptir öllu. Ég veit að við glímum við sundrung heima fyrir. Við verðum að komast yfir það. Við megum ekki láta smásmugulega og reiðilega flokkapólitík þvælast fyrir ábyrgð okkar sem mikil þjóð. Við megum ekki og munum ekki leyfa hryðjuverkamönnum eins og Hamas og Pútín að fara með sigur.“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og líklegasti keppninautur Biden í forsetakosningunum á næsta ári, tjáði sig um ræðuna í gær og sagði Biden íkveikjusegg sem væri að lofa því að bjarga Bandaríkjamönnum frá heimi sem hann hefði sjálfur kveikt í.
Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira