„Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. október 2023 12:16 Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélagsins segir mikilvæg að fræða fólk betur um lyf. Aðsend/Vilhelm Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. Sagt var frá því í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í vikunni að dæmi séu um að börn sem þjást af verkjum taki verkjalyf líkt og íbúfen og paratabs til að komast á íþróttaæfingar og til að keppa. Ekki er kveðið á um nein aldurstakmörk við kaup á lyfjum hvorki í lyfjalögum né reglugerðum. Fréttastofa sendi þrettán ára strák í tvö apótek til að kaupa verkjalyf og reyndist það lítið mál fyrir hann. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélagsins segir lyfjafræðinga geta verið í erfiðri stöðu þegar börn koma í apótek til að kaupa sér lyf. „Það er klárt mál að það þurfi að skýra reglurnar af því það er náttúrulega svolítið fáránlegt að vera með lyf sem stendur á geymist þar sem börn ná ekki til en svo geta börn bara farið í apótek og keypt þau af því það eru engar reglur fyrir því hvaða aldur má selja þetta niður í.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Hún segist ekki hafa upplifað það sem algengt vandamál að börn séu að kaupa lyf en engu að síður þurfi að skýra reglurnar. „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf ef það eru ekki reglur fyrir því að við megum neita þeim.“ Félagsmenn hafi rætt málið saman og séu sammála um að kalla eftir skýrari reglum þegar kemur að börnum og lyfjakaupum. „Það var til dæmis einn lyfjafræðingur sem minntist á að ef að það kemur barn í apótek til hennar þá hefur hún reynt að hringja í foreldri en það er ekkert í lögum sem sem segir að hún eigi að gera það. Við verðum svolítið að hugsa við megum ekki setja ábyrgðina á börnin sem vita ekki betur. Við verðum svolítið að setja ábyrgðina á foreldrana.“ Mikilvægt að hlusta vel á líkamann Sigurbjörg segir mikilvægt að fræða fólk betur um lyf. Hún hafi rekið sig á að fræðslan sem fólk fái komi oft í gengum samfélagsmiðla eða jafnaldra. Mögulega þurfi heilbrigðisstarfsfólk að stíga oftar fram og fræða betur. „Það er kannski svolítið skrýtið að samfélagið setji þá pressu á ungt fólk að það verði að nota verkjalyf til þess að geta haldið æfingum áfram og þá finnst mér kannski vanta svolítið fræðslu. Af því að lyfjafræðingar í apótekum við vitum alveg að það er ekkert lyf sem er fullkomið og þegar þú ert að nota lyf við verkjum þá ertu náttúrulega að slökkva á þessum boðum sem líkaminn er að senda.“ Mikilvægt sé að hlusta á það sem líkmanninn er að reyna að segja með verkjunum. „Líkaminn er að segja þér eitthvað og hvað er hann að segja þér. Hann er að segja þér að taka því rólega. Hann er að segja þér að breyta aðeins til eða að reyna að komast að rót vandans. Af hverju ertu með þessa verki. Hann er að segja þér eitthvað og þegar þú tekur verkjalyf þá ertu að slökkva á þessum boðum.“ Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Tengdar fréttir Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00 Tilkynningar til barnaverndar út af álagi í íþróttum Barnavernd hafa borist tilkynningar í tengslum við íþróttaiðkun barna. Flestar snúast um að verið sé að leggja of mikið álag á börnin. 17. október 2023 13:34 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Sagt var frá því í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í vikunni að dæmi séu um að börn sem þjást af verkjum taki verkjalyf líkt og íbúfen og paratabs til að komast á íþróttaæfingar og til að keppa. Ekki er kveðið á um nein aldurstakmörk við kaup á lyfjum hvorki í lyfjalögum né reglugerðum. Fréttastofa sendi þrettán ára strák í tvö apótek til að kaupa verkjalyf og reyndist það lítið mál fyrir hann. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélagsins segir lyfjafræðinga geta verið í erfiðri stöðu þegar börn koma í apótek til að kaupa sér lyf. „Það er klárt mál að það þurfi að skýra reglurnar af því það er náttúrulega svolítið fáránlegt að vera með lyf sem stendur á geymist þar sem börn ná ekki til en svo geta börn bara farið í apótek og keypt þau af því það eru engar reglur fyrir því hvaða aldur má selja þetta niður í.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Hún segist ekki hafa upplifað það sem algengt vandamál að börn séu að kaupa lyf en engu að síður þurfi að skýra reglurnar. „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf ef það eru ekki reglur fyrir því að við megum neita þeim.“ Félagsmenn hafi rætt málið saman og séu sammála um að kalla eftir skýrari reglum þegar kemur að börnum og lyfjakaupum. „Það var til dæmis einn lyfjafræðingur sem minntist á að ef að það kemur barn í apótek til hennar þá hefur hún reynt að hringja í foreldri en það er ekkert í lögum sem sem segir að hún eigi að gera það. Við verðum svolítið að hugsa við megum ekki setja ábyrgðina á börnin sem vita ekki betur. Við verðum svolítið að setja ábyrgðina á foreldrana.“ Mikilvægt að hlusta vel á líkamann Sigurbjörg segir mikilvægt að fræða fólk betur um lyf. Hún hafi rekið sig á að fræðslan sem fólk fái komi oft í gengum samfélagsmiðla eða jafnaldra. Mögulega þurfi heilbrigðisstarfsfólk að stíga oftar fram og fræða betur. „Það er kannski svolítið skrýtið að samfélagið setji þá pressu á ungt fólk að það verði að nota verkjalyf til þess að geta haldið æfingum áfram og þá finnst mér kannski vanta svolítið fræðslu. Af því að lyfjafræðingar í apótekum við vitum alveg að það er ekkert lyf sem er fullkomið og þegar þú ert að nota lyf við verkjum þá ertu náttúrulega að slökkva á þessum boðum sem líkaminn er að senda.“ Mikilvægt sé að hlusta á það sem líkmanninn er að reyna að segja með verkjunum. „Líkaminn er að segja þér eitthvað og hvað er hann að segja þér. Hann er að segja þér að taka því rólega. Hann er að segja þér að breyta aðeins til eða að reyna að komast að rót vandans. Af hverju ertu með þessa verki. Hann er að segja þér eitthvað og þegar þú tekur verkjalyf þá ertu að slökkva á þessum boðum.“
Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Lyf Tengdar fréttir Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00 Tilkynningar til barnaverndar út af álagi í íþróttum Barnavernd hafa borist tilkynningar í tengslum við íþróttaiðkun barna. Flestar snúast um að verið sé að leggja of mikið álag á börnin. 17. október 2023 13:34 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Vill breyta reglum þegar kemur að lyfjakaupum Forstjóri Lyfjastofnunar vill að sett verði aldurstakmörk þegar kemur að lyfjakaupum en í dag mega börn kaupa lyf í apótekum. 17. október 2023 23:00
Tilkynningar til barnaverndar út af álagi í íþróttum Barnavernd hafa borist tilkynningar í tengslum við íþróttaiðkun barna. Flestar snúast um að verið sé að leggja of mikið álag á börnin. 17. október 2023 13:34
„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00
„Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00
Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00
Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11